Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 12
miðvikudagur 13. júní 200712 Fréttir DV Síðastliðinn mánudag voru, í London, fundnir sekir um morð frændurnir Mahmod Mahmod og Ari Mahmod. Fórnarlambið var Banaz Mahmod, tvítug dóttir Mah- mod Mahmod, en hún hvarf þann 24. janúar á síðasta ári og fundust líkamsleifar hennar ekki fyrr en þremur mánuðum síðar í ferða- tösku sem hafði verið grafin í Birm- ingham. Nýfallinn dómur hefur vakið upp umræður um heiðurs- morð því lögregluyfirvöld lýstu því yfir að morðið á Banaz væri af þeim toga. Ástfangin af „röngum“ manni Banaz Mahmod, sem var af kúr- dísku bergi brotin, hafði að mati ættingja sinna gerst sek um að verða ástfangin af manni sem ekki var fjölskyldu hennar samboðinn. Faðir hennar hafði áður gert til- raun til að myrða hana, en ekki tek- ist. Í kjölfarið leitaði Banaz ítrekað til lögreglunnar, en lögreglan leit tilræðið ekki alvarlegum augum og aðhafðist ekkert í málinu. Ban- az Mahmod fór þá í felur en snéri síðar heim á ný því hún hélt, þrátt fyrir allt, að hún yrði örugg í návist móður sinnar. Faðir og frændi Nú hafa faðir Banaz og Ari Mah- mod frændi hennar verið fundn- ir sekir um morðið á henni. Auk þeirra var viðskiptafélagi Ari einn- ig dæmdur fyrir morðið. Heiðri fjölskyldunnar var ógnað því unn- usti hennar var óásættanlegur að þeirra mati. Ari Mahmod hafði einnig haft í hótunum við Bekhal, systur Banaz. Hún var barin og kölluð hóra. „Ef ég væri faðir þinn værir þú orðin að ösku núna,“ hef- ur Bekhal haft eftir honum. Bekhal hefur fordæmt ættingja sína fyrir morðið á systur sinni og fer nú huldu höfði af ótta við ætt- ingja sína. „Að gera þetta við sitt eigið hold og blóð er ófyrirgefan- legt. Fyrirgefning er ekki einu sinni inni í myndinni. Þeir verðskulda ekki að vera á þessari jörð,“ sagði Bekhal Mahmod. Fleiri heiðursmorð Talsmenn mannréttinda hafa varað við því að mál Banaz Mah- mod sé ekkert einsdæmi, heldur séu heiðursmorð algengari í Bret- landi en margir telja. Lögfræðing- urinn Usha Sood, sem sérhæfir sig í mannréttindamálum og mál- efnum asískra fjölskyldna, lét hafa eftir sér að svokallaðir heiðurs- glæpir, hvort sem um væri að ræða morð eða ekki, yrðu sífellt algeng- ari og tilfellin skiptu hundruðum ár hvert. Neyddar til sjálfsmorðs Í viðtali við BBC sagði Diana Nammi sem vinnur hjá Réttinda- samtökum íranskra og kúrdískra kvenna að lögregluyfirvöld í Bret- landi yrðu að líta vandamálið al- varlegum augum. Nammi telur að um sé að ræða fjölmörg tilfelli heiðursmorða. „Það er fjöldi tilfella þar sem konur hafa verið neyddar til sjálfsmorða,“ sagði Nammi. Að sögn Diönu Nammi hafði Banaz Mahmod í fleirgang leitað til lög- reglunnar, en enga aðstoð fengið og að lokum verið myrt. „Það er í raun engin deild innan lögregl- unnar sem sérhæfir sig málum tengdum heiðursmorðum,“ sagði Diana Nammi. Yfirvöld meðvituð um vandamálið Lögregluyfirvöld á Bretlandi eru þrátt fyrir allt meðvituð um vanda- málið. Fyrir tveimur og hálfu ári síðan skar lögreglan upp herör gegn heiðursmorðum og heimilis- ofbeldi sem virtist vera fylgifiskur fjölskyldna frá Suður-Asíu. Fórnar- lömbin voru fyrst og fremst konur sem höfðu farið í bága við strangar hefðir og menningu þjóðar sinnar. Á þeim tíma upplýsti saksóknarinn Nazir Afsal að vitað væri um eitt- hundrað og sautján tilfelli síðast- liðin tíu ár, þar sem fólk hefði ver- ið myrt eða horfið af yfirborði jarðar og aðstæður gæfu ástæðu til að ætla að um heiðursglæpi væri að ræða. Ekki eingöngu Suður-Asía Síðan þá hefur komið í ljós að vandamálið tengist ekki eingöngu fjölskyldum frá ríkjum Suður-Asíu. Önnur ríki og menningarsvæði koma líka við sögu. Á Bretlandi tengjast fjölskyldur frá Austur- Evrópu þessu vandamáli. Þar má nefna fólk frá Tyrklandi, Albaníu og Bosníu og Hersegóvínu. Einn- ig tengjast slík mál fólki frá Grikk- landi og Ítalíu. En yfirgnæfandi er fjöldi tilfella sem tengjast fjölskyld- um frá Mið-Austurlöndum. „Ef ég væri faðir þinn værir þú orðin að ösku núna,“ HEIÐURSMORÐUM FJÖLGAR KolbEiNN þorStEiNSSoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Talið er að heiðursmorðum hafi fjölgað verulega í Bretlandi undanfarin ár. Nú síðast voru frænd- ur fundnir sekir um að hafa myrt dóttur annars þeirra. Sök hennar var að þeirra mati að hafa orðið ástfangin af röngum manni. banaz Mahmod gékk í bága við vilja fjölskyldunnar. Kúrdískar konur mótmæla heiðursmorðum í istanbúl í Tyrklandi fyrr á þessu ári. Móðir og frænka í haldi lögreglu í tyrklandi 2004 Fjölskyldan tók þá ákvörðun sameiginlega að myrða hina fjórtán ára nuran Haritoglu því henni hafði verið nauðgað. Mahmod Mahmod myrti dóttur sína vegna heiðurs fjölskyldunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.