Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 13. júní 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkassinn Frægt Fólk Mig langar enn alveg ofsalega að eignast frægan vin. Einhvern sem sendir einkaflug- vélina eftir mér bara svo ég geti sagt honum uppáhaldssög- una hans. Ég hef ítrekað reynt að stofna til slíks vinasam- bands, en ekkert hefur gengið. Hins vegar virðist eins og tækifæri hafi runnið mér úr greipum um helgina, en mínir menn á götum Reykjavíkurborgar sögðu mér að Matt Damon hefði verið á Sirkus. Djöfull er ég alveg handviss um að ég og Matt hefðum getað orðið bestu vinir, hann er algjörlega mín týpa. Næsti sigurjóN sighvatssoN? Ég sá Hostel 2 fyrir helgi og mér fannst hún prýðileg. Ég man hvað það gladdi mig að sjá Ey- þór Gunn- arsson í fyrri myndinni, en það gladdi mig kannski enn meira að sjá nafn hans í associate producers dálknum í kreditlista seinni myndarinnar. Eyþór er karl í krapinu, vílandi díla hér og veigrar sér ekki við að leika í einni mynd eða mæta á rauða dregil- inn í Cannes. Vonandi fær hann frekar tækifæri í gegnum vini sína Eli Roth og Quentin Taranti- no, því þarna er að ég held flottur framleiðandi á ferð sem gæti gert góða hluti. ENdurviNNsla Það er samt merki- legt hvað fólk er orðið hugmynda- snautt í Holly- wood. Önnur hver kvikmynd er gerð upp úr annaðhvort tölvuleik, leik- verki, mynda- sögu eða það sem verst er: eldri kvikmynd. Auðvitað hlakka ég til að sjá næstu Batman mynd, en það eru bara 18 ár síðan fyrsta myndin var gerð og kannski óþarfi að reyna upp á nýtt, sérstaklega þar sem Jack Nichol- son var bara nokkuð flottur sem jokerinn. Hins vegar mættu Ís- lendingar alveg fara taka upp á því að leita í eitthvað eldra og gera það upp á nýtt. Ég heyrði að leikstjóri Astrópíu, Gunnar Björn Guð- mundsson væri að skrifa kvik- myndahandrit upp úr Gauragangi Ólafs Hauks Símonarsonar. Það líst mér vel á, húrra fyrir því. sirkusiNN Er að loka, ljónin eru farin fyrir fullt og allt. Ég man þeg- ar ég fór á stefnufund 365 á gamla DV. Gunnar Smári Egilsson, þá- verandi forstjóri fyritæksins var að kynna Sirkus-hugtakið fyrir okkur. Sirkus átti að vera regnhlífardæmi yfir alla miðla 365 sem höfðuðu til ungs fólks, 3 - 5 ára plan minnst sagði Gunnar Smári. Sirkus-blað- ið, þótt ágætt sé er varla hugsað fyrir ungt fólk lengur. Sjónvarps- stöðin er orðin að Stöð 2++ og nú var ég að heyra að netsvæðið Minnsirkus.is væri að fara loka. Og ekki nema eitt og hálft ár liðið, bömmer. Dóri DNA lætur allt flakka Auður er þekktur barnabókahöf- undur og hver man ekki eftir bókun- um um Elías sem voru aðalbækurn- ar og gífurlega vinsælar fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Bækurnar um Elías urðu fimm. Hann hlýtur að hafa verið orðinn 12- 14 ára þegar tilveru hans lauk. Þá var ég margbúin að fara fram á það við útgefandann að fá að kasta honum fyrir vörubíl í síðasta kafla en hann svaraði þeirri beiðni alltaf neitandi.“ Auður segist hafa verið búin að fá alveg nóg af barnabókageiranum og það hefði verið erfitt fyrir alla aðra en Vígdísi að fá sig út í slíkt ævintýri. „En málið er sem sagt það að dag nokkurn hringdi dyrabjallan heima hjá mér og fyrir utan stóð afskaplega yndisleg og sæt stúlka. Hún heilsaði kurteislega og hógværlega, kynnti sig og sagði erindið það að hún vildi at- huga hvort ég væri til í að skrifa með henni barnabók. Þessi bón var svo fallega og vel framsett að ég bauð Vigdísi inn og lét hana í stól. Hún út- skýrði málið nánar, myndskreyting barnabókar ætti að vera lokaverk- efnið hennar í Listaháskólanum og nú vantaði hana barnabók. Hún vildi að bókin fjallaði um litla, rauðhærða stúlku og mitt hlutverk yrði að skrifa myndatexta. Þar sem við Vigdís erum báðar rauðhræðar, hún með dásam- lega fallegt sítt, náttúrulega rautt hár og ég með örfá dásamleg, rauðlituð hár leist mér vel á hugmyndina. Eft- ir andartaks umhugsun ákvað ég að verða við bóninni. Textarnir, sem urðu dálítið lengri en myndatextar og urðu að lítilli sögu um litla rauð- hærða stúlku, eða öllu heldur um foreldra sem þurfa að læra að verða foreldrar, og áfallið sem þau fá þeg- ar þau uppgötva að litla stúlkan er með rautt hár. Sjálf er hún voða- lega ánægð með það og hefur góða ástæðu til.“ Rauðhært fólk ofsótt Auður segir viðhorf til rauðhærðs fólk alltaf hafa verið mjög merkilegt. „Fólk hefur verið hrætt við okkur alveg aftur í miðaldir og það eimir enn eftir af því. Við erum talin tryllt- ari, æstari, sterkari og meiri bardaga- menn en aðrir. Sagt var að óvinaherir hafi snúið við til síns heima ef rauð- hærðir voru í fremstu víglínu. Ég var að hugsa um snúa bókinni okkar Vigdísar strax yfir á ensku og senda eintak til Newcastle en þar býr rauð- hærð, fjölmenn fjölskylda sem býr við endalausar ofsóknir.“ Það kom fljótlega í ljós að Auður og Vigdís áttu fleira sameiginlegt en rauða hárið og Auður segir að henni hafi þótt bæði þægilegt og traust- vekjandi að uppgötva stöðugt fleiri sameiginlega eiginleika þeirra. „Við erum til dæmis báðar al- veg sjúkar í fallegan pappír. Hún býr svolítið svipað og ég, við erum báð- ar lítið fyrir það að hafa hlutina inni í einhverjum skápum. Svo eigum við báðar kött. Við eigum líka sameigin- legt vandamál og notum til dæmis báðar skó númer 35. En svo er annað alls ólíkt með okkur, hún er til dæm- is sætari en ég. Miklu sætari. Ég er gamall jaxl og hún er bara 22 ára.“ Helsti aðdáandinn féll í stafi Auður og Vigdís eru ánægðar með bókina og Auður segir teikning- ar Vigdísar mjög fallegar. „Vigdís, sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður, notar bland- aða tækni og að mínu mati eru myndir hennar fjölbreyttar og ótrú- lega skemmtilegar. Hún lagði miklu meiri vinnu í bókina en ég sem var ekki nema svona tíu daga að ljúka því sem að mér sneri. Þetta er eng- inn doðrantur, heldur lítið hefti sem er alfarið hannað af Vigdísi. Ég sendi harðasta aðdáanda mínum eintak um leið og bókin var tilbú- in og hún var svo hrifin að hún féll eiginlega bara í stafi þar sem hún er enn þá.“ Nú ætla þær stöllur að taka sig til og selja bókina svo ungi myndlist- armaðurinn nái inn fyrir kostnaðin- um. „Við ætlum að koma okkur fyrir á Laugaveginum, líklega fyrir fram- an Bónus, á laugardaginn ef veður leyfir. Þar verður hægt að fá bókina áritaða af báðum höfundum en það hefur ekki gerst oft í Íslandssögunni. Bókin kostar aðeins tvö þúsund og fimm hundruð krónur og þeir sem eiga mjög mikið af barnabörnum fá auðvitað magnafslátt,“ segir Auð- ur að lokum, áður en hún brunar í burtu á reiðhjólinu. Auður Haralds rithöfundur segist geta svarið fyrir það að hún hefði ekki þorað, þegar hún var 22 ára, að banka upp á hjá virtum eldri rithöfundi (og á þá við sjálfa sig) og spyrja hann hvort hann vildi skrifa með sér barnabók. Vigdís Hlíf Sigurðardóttir hafði kjarkinn og afraksturinn verður til sölu á laugardaginn: litla, rauð- hærða stúlkaN Í dag Á morgun Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx +121 xx xx xxxx xx xx +11 1 xx +13 1 xx +11 1+10 4 +11 4 xx +10 1+11 4 xx +11 1 xx xx xx +114 -xx Vigdís og Auður Höfundar bókar um litla, rauðhærða stelpu. Takið sumarfríið ykkar núna með- an veðrið er gott. Við Íslendingar vitum aldrei hvenær veðurguðirnir svíkja okkur og það er ekkert súrara en að ætla að eyða sumarfríinu í að ferðast um Ísland í fríinu og það rigni allan tímann. Það er um að gera að leggjast bara útí sundlaug- arnar og ná á sig smá brúnku áður en sólin hverfur. Ef þið ætlið að gifta ykkur í sumar, gerið það þá á morgun til að reyna að ná góða veðrinu, ekki skipuleggja útibrúð- kaup á Íslandi því veðrinu er aldrei treystandi hér á landi. Það er frábær hreyfing og skemmti- leg útivist að skella sér á línuskauta. Dragið vinkonurnar eða vinina með og skellið ykkur á línuskauta í Nauthólsvíkinni í staðinn fyrir að setjast inná kaffihús að spjalla. Það er svo sniðugt að samræma útivist og vinafund með þessum hætti og manni líður svo hrikalega vel eftir að hafa hreyft sig svolítið. En samt bara á meðan veðrið er gott. Það er fólkið sem er í útivinnu á svona dögum sem lítur alltaf best út, sólbrunnið og sætt eftir að hafa verið í vinnunni. Það er lúxus vinna úti og reyta arfa í sólskini og blíðu svo við mælum bara með útivinnu meðan veðrið er gott. Mikið af skemmtilegri útivinnu er í boði en hinsvegar óvíst að einhverjir séu til í að ráða starfskraft sem vill bara vinna í góðu veðri. Þetta er allt saman spurning um að nýta góða veðrið og þá er tækifæri til að hringja í alla vinina bara helst núna og bjóða í grillpartý í kvöld. Ekki taka týpuna á þetta sem segir að allir eigi að mæta með eitthvað sjálfir á grillið því þá kemur eng- inn. Splæstu frekar bara í pulsur og borgara og vertu grand á því. Mundu líka að hafa nóg af bjór með grillgóðgætinu til að skapa alvöru partístemningu. Og skipuleggja að minnsta kosti þrjá leiki til að halda blóðinu á hreyfingu. Við mælum með... ...LíNuSkAutum ...SumARfRíi ...ÚtiViNNu ...GRiLLVeiSLu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.