Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Síða 2
miðvikudagur 13. júní 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Dóp í tölvum Sjö voru grunaðir um tilraun til að smygla 13 kílóum af hassi og 200 grömmum af kókaíni en þeir verða ekki sóttir til saka vegna skorts á sönnunargögn- um. Smygla átti fíkniefnunum frá Danmörku, í fjórum tölvum til Íslands, en efnin voru gerð upp- tæki í Kaupmannahöfn en send- ingin síðan látin halda áfram hingað. Tveir Íslendingar sem búa í Danmörku og fimm Íslend- ingar sem búa hér á landi voru yfirheyrðir en enginn þeirra ját- aði og var þeim því öllum sleppt. Að sögn Kolbrúnar Sævarsdótt- ur, saksóknara hjá embætti rík- issaksóknara, var ekki hægt að rekja sendinguna og voru sönn- unagögn því ekki næg til þess að ákæra. Tölvurnar voru stílaðar á fyrirtæki hér á landi en tengist fyrirtækið ekkert málinu. Fleiri ferðir til Vestmannaeyja Þriðju ferð Herjólfs verður bætt við á mikilvægum ferðadög- um sumarsins. Samkvæmt áætl- un verður ferðunum fjölgað um ríflega 20 í sumar og ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu þess efnis. Kostnaður vegna fjölgunarinnar er talinn í kringum 30 milljónir króna en það var ákvörðun Kristj- áns L. Möller samgönguráðherra að verða við þessari beiðni frá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Góðar heimtur milli skólastiga Yfirgnæfandi meirihluti þeirra nemenda sem luku námi í grunnskóla í vor sóttu um skóla- vist í framhaldsskóla næsta vetur. Af 4.500 nemendum sóttu 4.200 um eða tæp 94 prósent. Vinsæl- ustu skólarnir í ár voru Verzlun- arskóli Íslands, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn. Ríf- lega 400 nemendur fá ekki inni í vinsælustu skólunum sem þeir höfðu valið sem fyrsta kost. Þeir fá hins vegar vist í öðrum skólum þar sem pláss er nægilegt í fram- haldsskólunum. Í ár sóttu 3.000 eldri nemendur um vist í fram- haldskólum landsins, sem ann- að hvort óska eftir að skipta um skóla eða hefja nám að nýju. Einkavæða ekki Íbúðalánasjóður verður hvorki einkavæddur né lagður niður í nánustu framtíð, segir Árni Mathiesen fjármálaráð- herra. Framtíð sjóðs- ins er hins vegar í skoðun. Að mati sendinefndar Al- þjóða gjaldeyris- sjóðsins, sem kynnti skýrslu sína í vikunni eru vextir hér á landi of háir og það skrifast að hluta til á Íbúðalánasjóð. Nefndin hvatti til að sjóðurinn verði lagður niður í núverandi mynd. Páley Borgþórsdóttir í bæjarstjórn Vestmannaeyja: Vill fjölga ferðum milli lands og eyja „Flugfélag Íslands hefur sinnt okkur vel og við erum ánægð að þeir treysti sér í að fljúga til Eyja,“ segir Páley Borgþórsdóttir, en hún situr í bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar. Á dögunum voru opnuð tilboð í flug- leiðina til Vestmannaeyja hjá Ríkis- kaupum. „Þetta er öflugt félag með öfluga starfsemi sem kemur okkur til góða,“ segir Páley, en fyrirfram var jafnvel búist við því að utanaðkom- andi aðilar hygðust kaupa Dornier flugvélar Landsflugs og bjóða einn- ig í flugleiðina. Á endanum bauð þó aðeins Flugfélag Íslands í flugleiðina en til að uppfylla útboðskröfur þurfti 30 sæta flugvél en vélar Landsflugs eru aðeins 19 sæta. „Vissulega er samkeppni alltaf góð og við hefðum viljað sjá hana. Staðreyndin er hins vegar sú að það treysti sér enginn annar í þetta. Við fögnum því bara,“ segir Páley. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að verð á flugi á milli lands og Eyja komi til með að haldast hátt og fram- boð á ferðum komi til með að vanta. Páley segir að markmiðið sé að reyna að fá fleiri ferðir og reynslan sýni að það sé full þörf fyrir fleiri ferðir. „Við höfum verið með tvær ferðir alla daga vikunnar, fyrir utan laugardaga þar sem ein ferð hefur verið farin. Okkur hefur oft vantað þessa aðra ferð á laugardeginum,“ segir Páley en hún segist vilja fjölga ferðum um- talsvert. „Við vildum helst að ferðum yrði fjölgað í þrjár á hverjum degi. Ég held að okkur veiti ekkert af því mið- að við nýtinguna á sætunum sem er um 60%. Það snarbreytir öllu lands- lagi fyrir okkur að geta flogið beint til og frá Reykjavík,“ segir Páley, en það þýðir að farnar verði um tuttugu ferðir á viku. Flugfélag Íslands hóf í október síðastliðnum flug til Vestmannaeyja. Félagið hætti flugi til Vestmannaeyja árið 2001 þar sem mikið tap var á rekstrinum. Áður höfðu Flugfélag Ís- lands og Íslandsflug háð mikla sam- keppni um farþega sem varð til þess að fjöldi farþega til eyja jókst umtals- vert. Samkeppnin varð þó til þess að bæði félögin hættu flugi. Í október fékk Flugfélag Íslands ríkisstyrk og samdi ríkið til tíu mánaða. Samning- urinn sem nú var gerður er til tveggja ára. einar@dv.is Flugfélag Íslands mun sinna flugi til eyja næstu tvö árin. Olgeir Jónsson, íbúi á Hafnargötu 70 í Reykjanesbæ, er mjög ósáttur við Árna Sigfús- son bæjarstjóra vegna mistaka í framkvæmdum framan við hús sitt. Böðvar Jónsson, fulltrúi bæjarráðs í Reykjanesbæ, segir að Olgeir hafi fengið tjónið bætt og segir að óánægja Olgeirs stafi af því að honum var synjað um vinnu hjá bænum: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EYÐILAGÐI HÚSIÐ MITT Einar Þór SigurðSSOn blaðamaður skrifar einar@dv.is „Kjallarinn í húsinu virkaði eins og sundlaug og ég er búinn að vera í stöðugri baráttu um að fá þetta borg- að en það hefur gengið mjög illa,“ segir Olgeir Jónsson, íbúi á Hafnar- götu 70 í Reykjanesbæ, en í kjölfar götuframkvæmda á Hafnargötunni fylltist íbúðin hans af vatni. „Það stóðu yfir miklar framkvæmdir á Hafnargötunni og hún var tekin alveg í gegn. Þeir skiptu meðal annars um rör og þess háttar en þeir gleymdu að tengja niðurfallið á íbúðinni. Ég bjóst við að þarna hefðu orð- ið mannleg mistök en þegar ég fór að láta reyna á, að fá þetta borgað færði bæjarstjórnin fram þau rök að mis- tökin lægju hjá manneskjunni sem bjó í húsinu á undan,“ segir Olgeir, en hann flutti inn í húsið árið 2004, um það bil ári eftir að umræddar framkvæmdir hófust. „Það eru dylgj- ur um það að 53 ára gömul kona sem bjó þarna á undan mér hafi eyðilagt þetta. Það var nánast fyrsta daginn sem við komum þarna inn sem íbúð- in fylltist af vatni. Það var um 40 til 50 sentimetra vatn í húsinu þar sem klósettið var lægsti punktur. Þeir sögðu mér að það væri bara eðlilegt og sökin væri okkar,“ segir Olgeir Olgeir segist vera mjög ósáttur við sitjandi bæjarstjóra, Árna Sig- fússon og hefur hann meðal annars brugðið á það ráð að hengja borða út í glugga með áletruninni: „Sjálfstæð- isflokkurinn eyðilagði húsið mitt.“ Olgeir segir einnig að hann hafi boð- ið sig fram til að taka að sér verkefni á gröfu en fengið þau skilaboð frá bænum að ekki væri þörf fyrir krafta hans. Að sögn Olgeirs hafi bærinn í staðinn tekið gröfur á leigu hjá fyri- ræki í bænum og greitt fyrir þær fúlg- ur fjár á meðan þær stóðu ónotaðar. níðingsskapur „Ég er búinn að vera í stöðugri baráttu um að fá þetta borgað en yfir- menn bæjarins ekki viljað gera mikið fyrir mig. Þetta er bara níðingsskap- ur, þessir menn virðast eiga bæinn með öllu,“ segir Olgeir og ýjar að því að ástæðan fyrir því að hann fái svona litlar bætur liggi hjá tryggingakerfinu. Bæjaryfirvöld gengust á endanum við því að laga þurfti skólplagnirnar. „Þeir leyfðu mér að laga skólpið en til þess að laga það mátti ég ekki taka upp gangstéttina fyrir utan húsið. Ég þurfti að brjóta allt húsið að innan- verðu og komast þannig að skólpinu. Þeir borguðu mér svo þann viðgerðar- kostnað sem var upp á 390.000 krónur og sögðu að inn í þeirri upphæð væru bæturnar fyrir þeim óþægindum sem þetta olli,“ segir Olgeir og segist vilja fá frekari bætur vegna þessara mistaka. „Árni Sigfússon sem er yfirmaður fé- lagsmála hjá bænum hagar sér bara eins og níðingur. Það er deginum ljós- ara að það þarf einhverjar breytingar í bænum,“ segir Olgeir. Fékk hærri bætur „Þetta mál var afgreitt frá bæjar- ráði og maðurinn fékk tjónið bætt í samræmi við mat tryggingafélags bæjarins. Hann var mjög ósáttur við þá upphæð sem við greiddum hon- um,“ segir Böðvar Jónsson, fulltrúi bæjarráðs í Reykjanesbæ. Böðvar segir að Olgeir hafi sent aftur beiðni um fá greiddar viðbótarbætur og voru honum greiddar um 300 þús- und krónur í viðbót við þá upphæð sem honum voru greiddar áður og að samkomulag hafi verið gert og málið væri fullfrágengið. Böðvar seg- ir að niðurfallið í húsinu hafi ekki verið tengt við skólpkerfi bæjarins og hafi aldrei verið. „Þetta er gamalt hús og hvort það sé bænum að kenna eða fyrrum íbúum skiptir ekki máli. Hann fékk tjónið bætt,“ segir Böðvar. Böðvar telur að rót þessa ósætt- is sé sú að Olgeir keypti sér gröfur og hafi sótt um starf hjá bænum, en ekki fengið. „Því miður var ekkert um það að ræða. Við höfðum engin sér- stök verkefni fyrir hann. Við töluð- um við aðra verktaka sem starfa fyr- ir bæinn og þeir höfðu ekki not fyrir hann. Það er ekki hlutverk bæjarins að halda uppi atvinnubótavinnu,“ segir Böðvar. „Árni Sigfússon sem er yfirmaður félagsmála hjá bænum hagar sér bara eins og níðingur“ Eyðilegging Hér má sjá eina áletrun á húsi Olgeirs. níðingur í bílnum stendur „níðingur á ekki að stjórna félagsmálum“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.