Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 10
miðvikudagur 13. júní 200710 Fréttir DV
Putin mildast í garð andstæðinga
Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í
skák fór fyrir hópi mótmælenda í
Moskvu í fyrradag. Stjórnvöld gáfu leyfi
fyrir mótmælunum og lögreglan hafði sig
ekki í frammi þó þátttakan væri meiri en
reiknað hafði verið með. Andstæðingar
Valdímír Pútín, forseta segja gagnrýni
leiðtoga vesturveldanna skila árangri:
Um tvö þúsund andstæðingar Vladi-
mír Pútín söfnuðust saman í Moskvu,
höfuðborg Rússlands á mánudag.
Garry Kasparov, fyrrum heimsmeist-
ari í skák og einn opinskáasti gagn-
rýnandi forsetans ávarpaði hópinn.
Stutt er síðan að Kasparov var hand-
tekinn fyrir að gera slíkt hið sama en
í kjölfarið var hann settur í farbann
sem olli stirðleika í samskiptum Pút-
ín og Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands. Þetta var í fyrsta skipti sem
skoðanabræður skákmeistarans hafa
efnt til aðgerða án þess að lögreglan
grípi inn í. Breytt viðhorf ráðamanna
til mótmælenda má rekja til nýaf-
staðins fundar G8 ríkjanna.
Tvisvar á þremur dögum
Mótmælin á mánudag voru þau
önnur sem haldin eru í landinu síð-
ustu daga. Á laugardag efndu and-
stæðingar Pútíns til friðsamlegra
aðgerða í Sankti Pétursborg í til-
efni af sameiginlegri ráðstefnu við-
skiptafólks og ráðamanna í borg-
inni. Lögreglan í Moskvu hafði veitt
leyfi fyrir mótmælum fimm hundr-
uð manns á mánudag en lét ekki til
sín taka þó þátttakendur væru mun
fleiri. Eins var vopnaburður lögreglu
ekki áberandi samkvæmt frétt The
Guardian í gær. Þessu var þveröfugt
farið í apríl þegar óeirðalögregla elti
hundruð mótmælenda eftir götum
miðborgar Moskvu og barði á þeim
með kylfum. Þá ávarpaði Kasparov
mótmælendur og það gerði hann
líka á mánudag.
Forseti í vörn
Það hafa fleiri þjóðarleiðtogar
en Angela Merkel gagnrýnt Vladí-
mir Pútín vegna stöðu mannrétt-
indamála í Rússlandi. Dularfullir
dauðdagar andstæðinga forsetans
hafa verið uppspretta mikilla vanga-
veltna um að Pútín sé maðurinn á
bak við lát þeirra. Morðið á fyrrum
njósnaranum Alexander Litvinenko
í London í nóvember hefur til að
mynda valdið milliríkjadeilu milli
Rússlands og Bretlands en rússnesk
yfirvöld hafa ekki verið tilbúin til að
vinna með lögreglunni í Englandi að
málinu. Fyrir fund G8 ríkjanna um
síðustu helgi sagðist Tony Blair, for-
sætisráðherra ætla að ræða mann-
réttindamál við Pútín en einnig hót-
anir hans um að beina eldflaugum
aftur að evrópskum skotmörkum
líkt og á tímum kalda stríðsins. Á
sama tíma hefur sambandið við ná-
grannaþjóðirnar verið stirt. Þannig
hafa Eistar, Hvít-Rússar og Úkra-
ínumenn sakað Rússa um að beita
sig þrýstingi með því að takmarka
orkusölu til landanna. Á einkafund-
um sínum með Blair og George W.
Bush, Bandaríkjaforseta lofaði Pút-
ín að öllum flokkum og samtökum
yrði heimilt að bjóða fram í þing-
og forsetakosningum í landinum
sem eru á næsta leiti. Vladimír Bu-
kovsky, þekktur rússneskur and-
ófsmaður sem nú býr í Bretlandi
sagði í viðtali við The Independent
í gær að þrýstingur á Pútín frá öðr-
um þjóðarleiðtogum um helgina sé
líklega ástæðan fyrir því að leyfi var
veitt fyrir mótmælunum á laugar-
sjóræningjar krefjast fjár
Sómölsku sjóræningjarnir sem
rændu danska skipinu Danica
White laugardaginn 2. júní hafa
sett fram kröfur sínar. Staðfest hef-
ur verið að lausnargjalds verður
krafist fyrir skipið og áhöfn þess,
en ekki liggur fyrir um hve háa
upphæð verður að ræða.
Fimm Danir eru í áhöfn skipsins
og hefur útgerð skipsins lýst yfir
áhyggjum sínum af velferð þeirra.
Síðustu fregnir herma að þær
áhyggjur séu óþarfar. Skipið liggur
við akkeri úti fyrir hafnarbænum
Hobyo í Sómalíu.
Verstu flóðin í áratugi
Verstu flóð í áratugi í Bangladess
hafa tekið sinn toll. Hundruð
manna hafa látið lífið.
Opinberir embættismenn segja
að flest dauðsföllin megi rekja
til aurskriða sem úrkoman hefur
valdið. Verst hefur ástandið verið
í hafnarborginni Chittagong í suð-
urhluta landsins, en þar hafa í hátt
í hundrað manns látið lífið. Flóðin
hafa verið svo mikil að erfitt hef-
ur verið að finna þurrt land til að
grafa líkin. Skriðuföllin bar svo
skjótt að, að fólk átti ekki mikla
möguleika á að sleppa frá þeim.
Fyrrum leiðtogi Serba fundinn sekur um stríðsglæpi:
Réðist gegn föngum og öldruðum
Milan Martic, einn af fyrrum
leiðtogum Serba í Krajina-héraði í
Króatíu, hefur verið dæmdur í þrjá-
tíu og fimm ára fangelsi af stríðs-
glæpadómstólnum í Haag. Martic,
sem er 52 ára, var sekur fundinn
um morð og ofsóknir og þjóðernis-
hreinsanir sem beindust að öðrum
þjóðarbrotum en Serbum í Balk-
anstríðinu upp úr 1990. Að sögn
Bakone Moloto dómara voru glæp-
ir hans sérstaklega alvarlegir, því
aðgerðir hans snéru að öldnu fólki,
föngum og óbreyttum borgurum,
sem voru sérstaklega berskjaldaðir.
Saksóknarar sögðu að Martic hefði
verið lykilpersóna í „„sameiginlegu
glæpsamlegu framtaki“ sem var
upphugsað af fyrrum leiðtoga Ser-
ba í Belgrað, Slobodan Milosevic.
Áætlanir um Stór-Serbíu voru stór
þáttur í aðgerðum Serba í Bosn-
íu og Króatíu og voru allir aðrir en
Serbar ofsóttir, þeir hraktir á brott
og myrtir, eignum þeirra stolið eða
þær eyðilagðar, með það að mark-
miði að þeir snéru aldrei til baka.
Neitar sök
Milan Martic er einnig talinn
hafa aðstoðað við þjálfun og vopna-
væðingu lögreglu og sérsveita, en
hann er fyrrverandi lögreglustjóri.
Martic gaf sig fram við dómstólinn
í Haag árið 2002 og er fyrsti leiðtogi
Serba frá Krajina sem réttað er yfir.
Hann hefur neitað sök. Leiðtogar
Bosníu-Serba, Ratko Mladic og
Radovan Karadzic fara enn huldu
höfði.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
gagnrýni þjóðarleiðtoga vesturveld-
anna á störf hans er talin ástæðan fyrir
því að leyfi var veitt fyrir mótmælunum
á laugardag og mánudag.
Milan Martic
Fundinn sekur um
stríðsglæpi.