Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 15
DV Sport miðvikudagur 13. júní 2007 15
Sport
sport@dv.is
Upp úr sauð í leik
Gróttu og Reyni S.
eGGeRT STeFÁNSSON, KNATTSPYRNUMAÐUR ÚR FRAM, eR HÆTTUR Í FÓTBOLTA
eN HANN SLeIT KROSSBAND Í LeIK HK OG FRAM Á SUNNUDAGINN. BLS 18.
Miðar að klárast
Miðvikudagur 13. júní 2007
„Eina breytingin frá því í Serbíu er
að Arnór Atlason kemur inní æfingar-
hópinn. Við eigum eftir að sjá hvernig
hann stendur með sín meiðsli og hvort
hann getur eitthvað hjálpað okkur eða
ekki,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðs-
þjálfari í gær á blaðamanna- fundi. Ís-
lenska liðið leikur seinni leik sinn gegn
Serbum í undankeppninni fyrir EM í
Noregi.
„Ég tel að við höfum náð mjög
góðum úrslitum þarna í Serbíu. Þeir
sem sátu hérna heima fyrir framan
sjónvarpið gerðu sér kannski ekki al-
veg grein fyrir hvernig andrúmsloftið
þarna var. Hvers konar höll og mót-
spyrna þetta var. Serbneskur leikmað-
ur sem ég talaði við sagði fyrir leik-
inn að þeir þyrftu að vinna með 5-10
mörkum til að eiga möguleika. Þannig
ég held að staða okkar sé nokkuð góð
í rauninni.
Þrátt fyrir það þá vil ég vara við því
að menn haldi að við séum komnir til
Noregs með þessum úrslitum. Ég veit
að Serbarnir geta spilað mun betur.
Það voru margir leikmenn hjá þeim
sem voru ekki að spila nógu góðan
leik. Hvort sem það var af því að þeir
voru ekki nógu góðir eða að okkar
markvarsla var of góð fyrir þá.
Þannig ég reikna með mjög sterku
serbnesku liði og sterkara en í Serbíu.
Það er mjög mikilvægt að við vinnum
okkar vinnu í þessari viku og bætum
okkur frá því í leiknum úti og ég er viss
um að það gæti gengið eftir. Það er okk-
ar markmið að komast til Noregs og við
tókum stórt skref í þá átt í Serbíu en við
þurfum að klára það.“
Alfreð segir að Serbarnir hafi komið
sér töluvert á óvart með því að spila 3-
2-1 vörn enda hafi íslenska liðið leyst
þannig afbrigði af varnarleik vel.
„Við leystum þá vörn þeirra mjög
vel í sundur, þó það hafi verið dæmt
mikið af tæknibrotum á okkur sem
flest voru ekki fyrir hendi hreinlega.
Þannig að ég reikna með því að þeir
breyti í aðra vörn.
Að öðru leyti þá sér maður að Ser-
barnir eru að breyta um leikstíl, mað-
ur sá á EM í Sviss lið sem mátti ekki við
neinum hraða og spilaði varla hraða-
upphlaup, hraða miðju eða seinni
bylgju. Það var hins vegar þeirra sterk-
asta vopn á móti okkur. Við áttum í
vandræðum með það að hluta til. Vor-
um að skipta tveimur mönnum stund-
um og á móti þá var ég óánægður með
hvað við vorum að nýta okkar hraða-
upphlaup illa. Við vorum ekki að nýta
okkar sterkasta vopn sem er hrað-
inn, hraðaupphlaup og hröð miðja.
Við þurfum nauðsynlega að gera það
í seinni leiknum. Að hluta til var það
útaf því að það var endalaust verið
að stoppa leikinn til að þurrka gólfið
vegna hita í höllinni en það skýrir ekki
af hverju þeir eru að skora mun fleiri
hraðaupphlaupsmörk heldur en við.“
benni@dv.is
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins varar við bjartsýni:
Býst við sterkari Serbum
Var um sig alfreð var spar á yfirlýsing-
arnar í gær.
EGGERT
HÆTTUR