Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 17
DV Sport miðvikudagur 13. júní 2007 17 ÍÞRÓTTAMOLAR Neil leNNoN til Forest rauðhærði baráttujaxlinn neil Lennon er á leiðinni til nottingham Forest. Lennon spilaði undir stjórn martins O‘neill hjá Celtic og Leicester á árum áður þar sem hann sinnti „skítverkum“ á miðjunni. nokkur lið voru á eftir Lennon og er vitað að roy keane, framkvæmdatjóri Sunderland, var hrifinn af leikmanninum. Hann valdi hins vegar nottingham Forest sem kemur talsvert á óvart þar sem félagið spilar í þriðju efstu deild í Englandi. Spurningin er hvort að Lennon muni eiga aðsetur í Skírisskógi og færa sauðsvörtum almúganum í nottingham gleði. um það skal ósagt látið. Gillett dreGur úr væNtiNGum Stuðningsmenn Liverpool hafa hingað til gert sér vonir um að nýju eigendur liðsins muni ausa peningi í leikmanna- kaup í sumar. nú er hins vegar útlit fyrir að rafael Benitez þurfi að sætta sig við að halda sömu stefnu í leikmannamálum og undanfarin ár. „Ég las að rafa væri að kasta handsprengjum og væri að gera kröfur en það gæti ekki verið fjær sannleikanum. við ætlum að eyða pening, en það verður innan vissra marka. við munum ekki eyða eins og drukknir sjóarar,“ sagði george gillett. Fyrst eftir að gillett og Hicks keyptu Liverpool voru leikmenn eins og Samuel Eto‘o, Fernando Torres og david orðaðir við félagið en síðustu daga hafa nöfn eins og diego Forlan, darren Bent og diego milito komið til sögunnar. Ef til vill er það merki um minna fjármagn til leikmannakaupa. malouda til eNGlaNds jean-michel aulas, forseti Lyon, hefur sagt að kantmaðurinn Florent malouda sé á leið til Englands. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lið væru að sverma fyrir kappanum, en Chelsea, Liverpool og arsenal hafa verið nefnd til sögunnar. „Ég mun funda með yfirmönnum ensks liðs á næstu 48 tímum. malouda kostar 25 milljónir evra (2,2 milljarðar króna),“ sagði aulas. „Franck ribery fór til Bayern fyrir 26 milljónir og malouda var leikmaður ársins í frönsku deildinni þannig að ég sé ekki af hverju verðið ætti ekki að vera svipað,“ bætti aulas við en malouda verður 27 ára í dag. Yrði með sömu lauN oG allt lið- ið til samaNs Hollendingurinn jimmy Floyd Hasselbaink hefur undanfarna daga verið orðaður við búlgarska liðið Levski Sofía. Stanimir Stoilov, þjálfari Levski, segir að erfitt yrði þó að fá Hasselbaink til liðsins. „Ég tel að það yrði mjög erfitt að fá leikmann eins góðan og Hasselbaink til Búlgaríu þar sem hann hefur enn margt að bjóða enskum liðum. Þar fyrir utan yrði sá leikmaður líklega með jafn há laun og allt liðið til samans,“ sagði Stoilov og bætti við að hann hafi talað við Hasselbaink fyrir nokkru síðan, þegar samningur hans við Charlton rann út. „Hann sagði mér að hann væri að leita að nýju liði á Englandi og væri með nokkur tilboð á borðinu.“ middlesbrouGh á eFtir Grétari raFNi Sky sports segir frá því að middles- brough séu á eftir grétari rafni Steinssyni sem spilar með aZ alkmaar í Hollandi. grétar er metinn á um fjórar milljónir punda og er talið að gareth Southgate sé á höttunum á eftir hægri bakverði. umboðsmaður grétars, jerry de koning, lét hafa eftir sér við fjölmiðla að íslendingurinn hefði mikinn hug á því að spila í ensku knatt- spyrnunni. Á mánudagskvöldi áttust við 3. deildar lið Gróttu og 1. deildar lið Reynis frá Sandgerði í 3. umferð VISA bikars karla í knattspyrnu. Leikurinn fór 2-1 fyrir leikmönnum Reynis eft- ir að staðan hafði verið 1-0 Reyn- ismönnum í vil í hálfleik. Það var Guðmundur Gísli Gunnarsson sem skoraði bæði mörk Reynis en Brynj- ólfur Bjarnason skoraði mark Gróttu í leiknum. Umdeilt atvik átti sér stað rétt undir lok leiksins þegar Sverri Berg- steinssyni, leikmanni Gróttu, og Jó- hanni Magna Jóhannssyni, leik- manni Reynis, lenti saman eftir að sá síðarnefndi braut á Sverri á vall- arhelmingi Gróttu. Gróttumenn voru þá komnir í ágæta stöðu fjórir sóknarmenn gegn þremur varnar- mönnum þegar dómarinn flautar og dæmir aukaspyrnu. Upphefjast þá stympingar milli Sverris og Jóhanns sem enda með því að báðir leik- menn fá gult spjald frá Guðmundi Guðmundssyni, dómara leiksins. Gróttumenn undirbjuggu sig til að taka aukaspyrnuna og sendu allt sitt lið inní markteig Reynismanna. Þar verða einhver læti milli manna sem enda með því að Andri Sveinsson, leikmaður Gróttu, var sendur í bað með rautt spjald. Í kjölfarið flaut- aði dómarinn leikinn af án þess að aukaspyrnan væri tekin og leiktím- inn virtist ekki vera búinn. Ásmundur Haraldsson, þjálfari Gróttu, segir að þessar lokamínút- ur hafi verið ansi undarlegar. „Það sem gerist þarna í kjölfarið er að Magnús Jónsson varnarjaxl okkar fer inní markteiginn og freistar þess að skora. Þá kemur einn leikmaður Reynis og hleypur á Magnús og læt- ur sig falla í jörðina til að reyna að fá Magnús útaf með rautt spjald. Andri Sveinsson Gróttumaður kemur þá að og er pirraður yfir framkomu leik- manns Reynis. Andri rífur í leikmann Reynis og reynir að toga hann upp af jörðinni og þá skallar hann Andra en lætur sig sjálfur detta í jörðina. Dóm- arinn gefur þá Andra rautt spjald,“ sagði Ásmundur. DV setti sig í samband við nokkra aðila sem voru á leiknum á mánu- dagskvöldi og voru margir á þeirri skoðun að tíminn hefði ekki verið búinn þegar leikurinn var flautaður af. Nokkrir áhorfendur sögðu að tvær til þrjár mínútur hefðu átt að vera eft- ir af venjulegum leiktíma og uppbót- artími. „Dómarinn segir að það hafi verið komnar 38 sekúndur fram yfir venjulegan leiktíma og þá hafi hann flautað leikinn af. Það er á hreinu að það hefði átt að bæta töluvert meira við leiktímann en það. Að mínu mati flautar dómarinn leikinn af vegna þess að ætlar sér ekkert að reyna að leysa málið,“ bætti Ásmundur við. Jakob Már Jónharðsson, þjálfari Reynismanna, hafði eilítið aðra sögu að segja. „Það var kominn töluverð- ur pirringur í Gróttumenn þegar við komumst yfir. Þeir höfðu verið sterk- ir í síðari hálfleik og oft á tíðum verið nálægt því að komast yfir. Svo skor- um við og það fer töluvert í pirrurnar á þeim. Í lokasókninni þá eru tveir af okkar mönnum slegnir niður í teign- um, annar skallaður og hinn sleg- inn í bringuna. Við það þjóta allir af bekknum hjá Gróttu inn á völlinn en við reyndum að halda ró okkar,“ sagði Jakob Már. Jakob Már hélt að meiri tími væri eftir af leiknum þegar dómarinn skyndilega flautaði leikinn af. „Dóm- arinn flautaði leikinn af og sagði að leikurinn væri búinn. Ég hélt reyndar að leiktíminn væri ekki búinn. Dóm- arinn sagði að hann hefði bætt 38 sekúndum við venjulegan leiktíma en ég er klár á því miðað við skipt- ingar og annað að hann hefði átt að bæta meiri tíma við. En hann ákvað að flauta leikinn af ábyggilega bara til að losna við frekari vandræði,“ sagði Jakob. Reynir fór áfram í 4. umferð VISA bikars karla í fótbolta eftir skrautlegan leik gegn Gróttu á mánudagskvöldi: REYNIR ÁFRAM Í SLAGSMÁLALEIK barátta Hart var tekist á í leik gróttu og reynis frá Sandgerði á mánudags- kvöldi. hef´ann Leikmenn gróttu reyna að verjast sókn reynismanna. Fernando alonso er ekki sáttur hjá McLaren en gerir sér grein fyrir aðstæðum: Liðið fagnar Hamilton meira Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að honum líði ekki full- komlega vel hjá McLaren og telur að liðið fagni árangri Lewis Hamilton meira en sínum. Alonso er hrifinn af árangri hins 22 ára gamla félaga síns en Alonso er átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna eftir sex keppnir. „Frá fyrstu stundu leið mér ekki nægilega vel með hlutina. Ég er í ensku liði með enskan liðsfélaga sem er að standa sig frábærlega. Þú veist að liðið mun leggja allt í hjálpa honum. Ég gerði mér grein fyrir því frá fyrstu stundu og ég mun ekki kvarta yfir því,“ sagði Alonso í viðtali við spænsku útvarpstöðina Cadena Ser. Þegar hann var spurður hvort tækniliðið hjá McLaren hafi fagnað sigri Hamiltons í Kanada um síðustu helgi meira en sigri hans í Malasíu og Mónakó svaraði Alonso: „Ég fannst það en þetta er enskt lið.“ Þrátt fyrir að vera átta stigum á eftir Hamilton hefur Alonso enn mikla trú á því að hann geti varið heimsmeistaratitil sinn. „Ég hef engar áhyggjur. Mér líð- ur vel og ég veit að sumir hafa meiri væntingar, en ég er enn þar sem ég vildi vera þegar ég gekk í raðir McLaren.“ Alonso telur að þrátt fyrir að hann aki fyrir enskt keppnislið þá geri enska pressan upp á milli þeirri Alonso og Hamilton. „Sem betur fer hefur spænska pressan meiri virðingu,“ sagði Alonso sem gekk í raðir McLaren frá Ferrari fyrir yfirstandandi tímabil. dagur@dv.is Félagar hjá mclaren Fernando alonso segir að Hamilton fái meiri hjálp hjá mcLaren en bætti því við að hann sé ekki að kvarta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.