Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Qupperneq 2
Varahlutirnir sem Guðmundur Gísli Viktorsson, tvítugur Reykvík- ingur, keypti í bílinn sinn kostuðu einungis þriðjung þess sem um- boðið hafði gefið upp sem verð fyrir varahlutina. Ástæðan var sú að hann keypti þá á netinu. Þegar varahlut- irnir voru komnir hingað og búið að borga af þeim tolla og gjöld kostuðu þeir 48 þúsund krónur. Hjá umboð- inu hefðu þeir hins vegar kostað um 160 þúsund krónur. „Mig vantaði kúplingssett í bílinn minn, Dodge Stratus árgerð 2002, þetta eru þrír hlutir pressa, diskur og lega,“ segir Guðmundur Gísli. „Ég hringdi upp í Ræsi sem er með um- boð fyrir Dodge á Íslandi og spurði þá hvað kúplingssettið kosti. Maður- inn þar tjáði mér að þeir ættu þetta auðvitað ekki til á lager en þeir buð- ust til að panta þetta fyrir mig. Þetta er auðvitað umboðið og þeir eiga að sjá um þetta fyrir mann. Ég var hins vegar ekki ánægður með verðið sem þeir nefndu við mig. Þeir vildu fá um 70 þúsund fyrir pressuna, um 60 þús- und fyrir diskinn og 30 þúsund fyrir leguna. Þetta var því um 160 þúsund allt í allt,“ segir Guðmundur. Guðmundi fannst það heldur mikið og var ekki ánægður með þetta boð Ræsis. „Ég fór bara á netið sjálf- ur og fann þetta sama stykki hjá fyrir- tæki í Bandaríkjunum sem sér um að breyta svona bílum, gera þá aflmeiri og fleira. Þeir áttu kúplingsettið til og hjá þeim kostaði það 26 þúsund krónur. Ég ákvað því að flytja settið inn og með öllum innflutningstoll- um og gjöldum kostaði þetta 48 þús- und krónur,“ segir Guðmundur. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir að til séu dæmi um að fólk hafi keypt varahluti í gegnum netið og þeir hafi verið ófullnægjandi. „Við vit- um að fólk hefur keypt hluti í gegn- um netið sem ekki passa og kannski skemma aðra hluti í bílnum. Margar hliðar eru því á málinu. Það er auð- vitað betra að kaupa varahlutinn frá viðurkenndum framleiðanda,“ segir Özur. miðvikudagur 11. júlí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hægt að spara háar fjárhæðir með því að kaupa varahluti erlendis frá: Fékk varahlutina á þriðjung af íslensku verði Guðmundur Gísli Viktorsson Nýtt kúplingssett vantaði í þennan dodge Stratus. guðmundur gísli keypti varahlutina á netinu á aðeins 48 þúsund krónur, innan við þriðjung þess sem þeir áttu að kosta í umboðinu. „Það var svo mikil öryggisgæsla að það var ótrúlegt,“ segir Birgitta Jóns- dóttir, Íslandsvinur og mótmæl- andi. Fjöldi mótmælenda mætti í Kringluna í gær ásamt predikar- anum Billy og sögðust vilja særa illa anda út úr Kringlunni. Mót- mælunum fylgdu gríðarleg læti og reyndu öryggisverðir að koma fólk- inu átakalaust út. Yfirmaður örygg- isgæslunnar í Kringlunni, Magnús Pálsson, líkir ástandinu við átaka- stæði í Miðausturlöndum. Hann sagði einfaldlega: „Þau höguðu sér eins og vitleysingar.“ Tveir predikarar „Fólk hélt í fyrstu að þetta væri einhver ofsatrúarhópur,“ segir Birgitta hlæjandi um mótmælend- urna sem mættu í Kringluna í gær. Einn mótmælandinn klæddi sig upp sem prest. Hann heitir Snorri Páll Úlfhildarson Jónsson og er tónlistarmaður. Hann leiddi hóp- inn áfram með eldræðu um stór- iðjustefnu á Íslandi og vildi særa út illa anda auðvaldsins. Þá var pred- ikarinn Billy ókominn en hann er atvinnumótmælandi. Ástandið var eldfimt að sögn Birgittu en öryggisverðir brugðust ókvæða við uppátækinu að hennar sögn. Sjálf segist Birgitta hafa hleg- ið að hamaganginum enda vildu mótmælendurnir engum illt. Þeir vilja bara vekja athygli á stóriðju- stefnu ríkisstjórnarinnar. Meinað inngöngu vegna vondrar lyktar „Einn strákur hnakkreifst við ör- yggisvörðinn en honum var mein- að að fara inn í búð því það var svo vond lykt af honum,“ segir Birgitta og hlær. Aðspurð hvort lyktin hafi verið vond segir hún svo ekki vera. Að lokum kom hinn raunveru- legi predikari á svæðið. Þá upphófst mikill hamagangur sem endaði á því að öryggisverðir komu mót- mælendum út um dyr Kringlunn- ar. Í kjölfarið læstu þeir öllum inn- gönguleiðum. Óvægin árás „Ég fæ ekki séð hvernig Kringl- an tengist stóriðjustefnu, húsið var byggt fyrir tuttugu árum og þá var aðeins eitt álver á landinu,“ segir Magnús Pálsson yfiröryggisvörður í Kringlunni. Það er ljóst að hon- um og hans starfsfólki er verulega brugðið. Hann segir að hamagang- urinn hafi verið slíkur að hann líkir því við átakasvæði í Miðausturlönd- um. Hann segir að mótmælendur hafi hagað sér hreinlega eins og vitl- eysingar. En að lokum fór fólkið út átakalaust. Mótmælendur hótuðu að koma aftur að hans sögn en hann svaraði því að þá tækju öryggisverð- ir bara á móti þeim aftur. „Maður varð ansi sveittur eft- ir átökin,“ segir Magnús að lok- um um þennan óvenjulega dag í Kringlunni. TrúaráTök í kringlunni Valur GreTTisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Yfir fimmtíu mótmælendur mættu í Kringluna um hádegisbil- ið í gær og létu mikið fyrir sér fara. Öryggisverðir áttu í mesta basli með að koma þeim út. Pred- ikarinn Billy kom á svæðið og sagði stóriðjusinnum að iðrast. „einn strákur hnakk- reifst við öryggisvörð- inn en honum var meinað að fara inn í búð því það var svo vond lykt af honum.“ séra Billy klerkurinn kom eins og stormsveipur inn í kringluna og gerði allt vitlaust. Honum var að lokum vísað út ásamt fylgismönnum sínum og frelsuðum sálum í kringlunni. Mótmælendur og öryggisvörður andrúmsloftið var eldfimt á meðan mótmælendur sögðust reyna að særa illa anda út úr kringlunni. Magnús Pálsson Yfiröryggisvörð- urinn magnús átti erfiðan dag í gær og sagði að mótmælendur hefðu hagað sér eins og vitleysingar. dV Myndir karl áfram tafir á Þingvallavegi Á Þingvallavegi, milli Skálafells og Gljúfrasteins, verða tafir næstu daga vegna klæðningar. Þetta er gert vegna þeirrar blæðingar sem var í malbikinu í síðustu viku og olli skemmdum á veginum. Um- ferðarþjónusta Vegagerðarinnar hvetur ökumenn til að aka ekki hraðar en á 50 kílómetra hraða á vegarkaflanum sem nú er sérlega varasamur bifhjólamönnum. Vegna vegaframkvæmda má búast við töfum og lokunum víðs vegar um landið. Sólheimavegur verður lokað- ur á milli Stærribæjar og Eyvíkur í dag og á morgun frá klukkan átta árdegis til sjö að kvöldi, og 13. júlí milli klukkan átta og þrjú síðdegis. Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lét lífið þeg- ar bifreið hans valt á Öxna- dalsheiði sunnudaginn 8. júlí síðastliðinn hét Þorbergur Gíslason og var til heimilis að Hveramýri 2, Mosfellsbæ. Þorbergur var tuttugu og eins árs gamall, ókvæntur og barn- laus. Tilkynnt var um slysið snemma morguns, en ekki er vitað hvenær það varð. Tildrög þess eru enn óljós og málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri. Svínað á unglingum Starfsgreinafélag Austurlands hefur lýst yfir áhyggjum sínum með aðbúnað og réttindi unglinga á vinnustöðum. Félagið kemst að því að flestir unglingar vinna með námi og að vinnutíminn sé oft í litlu samræmi við upphaf- legar áætlanir. Þar að auki vinni fjölmargir unglingar á launatöxt- um sem eru undir viðurkennd- um lágmarkslaunum og þeir sæti jafnvel hótunum um uppsagnir sætti þeir sig ekki við launakjör sín. Forsvarsmenn Starfsgreina- félagsins hvetja foreldra til þess að vera á varðbergi og fara vel yfir launaseðla barna sinna. Annar áfangi í umhverfismati Annar áfangi Sundabrautar er nú í málsmeðferð hjá Skipu- lagsstofnun samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum fyrir annan áfanga hófst sumarið 2006. Þá voru kynnt drög að til- lögu að matsáætlun og almenn- ingi gafst tækifæri á að koma með athugasemdir. Ýmsar athugasemdir bárust og hefur verið tekið tillit til þeirra í tillögu að matsáætlun sem nú hefur verið send til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun, sem mun væntanlega auglýsa hana til kynningar á næstu dögum. Lögbundinn athugasemda- frestur er 2 vikur, en vegna sumarleyfa hefur frestur verið lengdur í rúmar 4 vikur og er því til 10. ágúst. Athugasemdum skal skila til Skipulagsstofnunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.