Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Qupperneq 12
Þjóðarathygli vakti Jóna Bene-diktsdóttir, bæjarfulltrúi á Ísa-firði, þegar hún steig fram og sagðist undrandi, hissa og algjörlega ósammála því ráðslagi að bæjar- fulltrúar þar vestra færu í kynnis- ferðir yfir lönd og álfur til að skoða olíuhreinsistöðvar. Jóna þessi komst að því að bæjarfulltrúar á fjörðum vestra hafi ekki sérstaklega mikið vit á þannig starfsemi og hafi þess vegna ekkert með þannig innkík að gera. Eflaust sé hægt að finna annað fólk til þeirra hluta. Eðlilega fór afstaða Jónu pent í taugarnar á þeim félög-um hennar sem höfðu þegar pakkað niður sokkataui, skyrtum og brókum og endurnýjað vega- bréfið. Jóna svo sem breytti engu, en hún vakti upp spurning- ar um ágæti ferða- lagsins og það var víst erfitt fyrir ferðalangana að skýra frá þekkingu sinni á olíufabríkkum. En hvað um það, þeir fóru með spekingssvip og skoð- uðu fabríkkur. Heima sat Jóna. Hún hafði svo sem nóg að gera, að- stoðarskólastjóri og þeir eru víst störfum hlaðn- ir, störfum sem þeir þekkja og kunna til verka. Það hélt Jóna sem hafði sinnt starfinu með ágætum, enginn hafði fundið að henni eða verkum hennar og allt virtist vera í þessu fína. Það var hlutverk Jónu að mennta börnin og gera þau klár fyrir lífið. Kannski leyndist meðal þeirra sérfræðingur í olíuhreinsistöðvum framtíðarinn- ar. Það er ómögulegt að segja, en kannski. Afskipti Jónu af olíuskemmti- ferð bæjarfulltrúanna voru geymd en ekki gleymd. Hún átti eftir að bíta úr nálinni með það að skemma fyrir ferðafólkinu, hún dró vissulega úr ferðagleðinni og það sem meira var, eftir að hún stráði efasemdum um þekkingu bæjar- fulltrúanna á olíufabríkkum gerði hún þeim vissulega erfiðara fyrir. Stund hefndarinnar er runnin upp. Ferðamennirnir komnir heim og eitt þeirra fyrsta verk var hefnd- in. Bæjarfulltrúarnir voru varla búnir að taka upp úr töskunum, sokka, skyrtur og brækur þegar þeir komu saman og hvað; lögðu starf Jónu niður og nú er hún atvinnulaus. Allt vegna þess að hún efaðist um þekkingu bæj- arfulltrúanna á olíuhreinsistöðv- um. Svona er þetta. miðvikudagur 11. júlí 200712 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Umbrot: dv. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7005, auglýsingar 512 70 40. MótMælandinn rekinn GRÍMÞÓR Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. ...hún sagði marga fjölmiðlamenn halda að hugleysi væri það sama og hlutleysi. Tölum þínu máli LeiðaRi Tveir síðustu dagar hafa fært okkur fréttir af mál-um sem DV upphóf og benti þjóðinni á. Fyrst ber að nefna áfanga í lífi þeirra manna sem þoldu helvistina á Breiðavík. Það mál hafði legið í þagnargildi allt þar til DV lagðist í rannsóknir og með kjarki þeirra manna sem sár- ast leið byrjaði umfjöllun um Breiðavíkurvistina. Þótt ekki sé nema hálft ár frá því DV sagði fyrst frá Breiðavíkurmálinu hef- ur margt gerst. Breiðavíkursamtökin verða eflaust til þess að styrkja mennina sem mest er hægt. Annað mál sem DV hreyfði við var sú sára staðreynd að blind börn gátu ekki fengið kennslu hér á landi og DV birti viðtal við föður blinds drengs þar sem fjölskyldan bjó í Lúxemborg. Það var eina leiðin til að barnið fengi þolandi kennslu. Nú hefur verið ákveðið að bæta úr vanda blindra barna og fjölskyldna þeirra með að bæta úr þeim vanda sem er og hefur verið. Það hlýtur að vera mikill léttir fyrir fjölskyldur blindra barna. Meira en eitt hundrað blind börn eru á landinu en aðeins tveir kenn- arar. Það er mikið verk óunnið, en það er að fara af stað. Breiðavík var ekki ein og stök. DV hefur einnig flutt fréttir af vist barna á Kumbaravogi og á Bjargi á Seltjarnarnesi. Félags- málaráðherra hefur lofað að önnur heimili en Breiðavík muni sæta skoðun. Þá mun skýrast enn og betur það sem DV hefur verið að grafa upp og rannsaka. Barnaþrælkun, barnaofbeldi og ástleysi í garð barna var þjóðfélagsmein og er jafnvel enn. Það er þörf á að fjölmiðlar hafi vilja og kjark til að stinga á þeim málum sem þarf að koma í kastljós þjóðarinnar. Flestir fjöl- miðlar hér á landi gera það ekki og ætla sér ekki að gera það. Þeir hafa valið sér stöðu þar sem fer sem minnst fyrir þeim. Þá breytir engu hversu útbreiddir þeir eru. Aðkoma að umfjöllun- arefnum er það sem mestu skiptir. Björg Eva Erlendsdóttir, sem var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, lýsti þessu ágætlega þeg- ar hún sagði marga fjölmiðlamenn halda að hugleysi væri það sama og hlutleysi. „Við áttum ekki von á umræðunni sem hófst í DV í febrúar en hún var kærkomið tækifæri til þess að hefja umræðuna.“ Þetta segir Páll Elísson, formaður Breiðavíkursamtakanna í DV í dag. Hann segir rétt þegar hann segir málið ekki aðeins snerta þá sem þoldu helvistina, heldur þjóðina alla. „Breiðavíkurmálið er smánarblettur á þjóðinni og ég held að landsmenn séu að átta sig á því núna. Það þarf að gera upp þessi mál, ekki bara fyrir okkur persónulega heldur alla þjóðina,“ segir Páll. Hefði DV hagað sér þannig hefði Breiðavíkurmálið ekki komist á dagskrá. Þá væri enginn fjölmiðill að skýra frá niðurlægingu og þrengingum barna og fjölskyldna þeirra. Það er brýnt að hér séu fjölmiðlar sem taka mál einstaklinga fram yfir mál kerfis- ins. DV talar þínu máli. DÓMstÓLL GötunnaR Er nauðsynlEgt að halda byggð á öllu landinu? „nei, mér finnst það ekki alveg nauðsynlegt, allavega ekki þessi minnstu sjávarpláss sem eru að deyja út. Það er ekki mikið lífi í þessu og mest allt að hrynja allt þetta fiskistúss hér á íslandi. Það eru aðallega stærri bæirnir sem mun ganga vel.“ Bryndís Tryggvadóttir, 17 ára, nemi. „já mér finnst það. Ég er sjálf utan af landi og gæti ekki hugsað mér ísland án landsbyggðarinnar þótt ég búi hér núna.“ Rakel Björnsdóttir, 42 ára, skrifstofumaður. „nei, í rauninni ekki. Það er eðlileg þróun að byggðir þróist og sumar dragist saman. mér finnst allt í lagi að halda í stærri bæjarfélög eins og á akureyri og egilsstöðum en ég er ekki tilbúinn að borga einhverja milljarða fyrir göng sem fimm nota.“ Snorri Arnar Sveinsson, 19 ára, nemi. „já, það er nauðsynlegt. ísland er það fallegt að mér finnst það alveg nauðsynlegt að halda því sem er í byggð áfram í byggð. Ég myndi ekki vilja sjá bæi úti á landi lenda í þeirri krísu að þeir leggi upp laupana.“ Þorgerður E. Long, 39 ára, öryrki. sanDkoRn n Moggamenn eiga erf- itt þessa dagana ef fréttir úr höfuðstöðvum þeirra reynast réttar. Þær segja aldrei fleiri segja upp áskrift en nú. Þeim fækki oftast yfir hásum- arið en í ár sé meira að gerast en áður. Grófustu sögur segja að um fjögur þúsund áskrifendur hafi hætt síðustu daga og vik- ur og flestir þeirra eigi heima í sjávarbyggðum þar sem fólk er allt annað en sátt með það sem Mogginn kallaði frétta- skýringar af kvótasvindli, en lesendurnir kalla fréttasvindl. Styrmir Gunnarsson neydd- ist meðal annars til að fara á fund Grundfirðinga vegna málsins. n Þar sem ríkisstjórnin hefur mikið fylgi og almenningur virðist ekkert finna að ákvörð- un um nið- urskurð á kvótan- um og ekki einu sinni að hinum sérstöku bráða- birgða- lögum um rafstraum á Suðurnesjum er stjórnarandstaðan að undir- búa fjörugt þing þar sem allt verður gert til að opinbera veikustu hliðar ríkisstjórnar- innar. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon, Guðni Ágústsson og Guðjón Arnar fara sín- um flokkum er klárt að tekist verður á. n Þingmaðurinn Grétar Mar Jónsson er með reyndari skip- stjórum Íslendinga. Hann notar ekki fríið frá þing- störfum til að endur- nýja kynni sín af sjó og sjósókn. Þess í stað er með hann þætti á Útvarpi Sögu þar sem hann meðal annars ræðir við fólk um ævi þess og störf. - og ekki aukatekið orð leiðrétting Röng mynd birtist með frétt í blaðinu í gær um kristnifræðslu í skólum sem bar fyrirsögnina Hætta á að brotið sé á trúfrelsi barna. Rétt mynd af Sigurði Hólm Gunnarssyni, varaformanni Siðmenntar, birtist hér með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.