Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 6
„Skuldirnar hafa aukist jafnt og þétt undanfarin tuttugu ár,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur hjá Seðlabankanum. Skuldir heimilanna við bankakerfið jukust um 11,8 millj- arða króna í júní frá maímánuði og nema heildarskuldirnar rúmlega 756 milljörðum króna, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Aukningin í skuldum heimilanna var hlutfalls- lega mest meðal gengisbundinna lána sem jukust um 5,6 milljarða króna á meðan verðtryggð lán juk- ust um 6,2 milljarða. Miðað við að Ís- lendingar eru þrjú hundruð þúsund talsins, þýðir þetta að hver Íslending- ur skuldar að meðaltali rúmlega tvær og hálfa milljón króna. Tekjur hafa aukist Arnór segir að margar ástæður liggi að baki þessari miklu aukningu en þar muni helst um að ráðstöf- unartekjur fólks hafa aukist mikið á undanförnu ári. „Kaupmáttur launa hefur aukist og kaupmáttur ráðstöf- unartekna hefur aukist enn meira því tekjuskattur lækkaði í byrjun árs- ins. Neysluskattar lækkuðu einnig sem leiddi til þess að verðbólgan var talsvert minni en launabreytingarn- ar sem eru nálægt tíu prósentum á einu ári,“ segir Arnór og bætir því við að atvinnutækifærum hefur fjölgað og atvinnuleysi er í lágmarki. „Nið- urstöður nýjustu vinnumarkaðs- könnunarinnar sýna að heildarfjöldi vinnustunda á öðrum ársfjórðungi er um sex prósentum meiri heldur en á sama tíma í fyrra. Þetta leiðir til þess að fólk hefur meira ráðstöfunarfé milli handanna og eyðir því meira.“ Bjartsýnisástand Arnór segir að væntingavísitalan sýni að landsmenn eru bjartsýnir á meðan atvinnuástandið er í blóma eins og um þessar mundir. Allt þetta stuðlar að því að menn eru bjart- sýnir um að framtíðartekjur þeirra standi undir fjárfestingum. Hann segir fólksfjölgunina spila töluvert stórt hlutverk í þessari þróun því hún skapi aukna eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði sem verður til þess að verð lækkar ekki á meðan og fjárfestingin í íbúðarkaupum verður meiri. Seg- ir Arnór að flestar efnahagslegar að- stæður séu hagstæðar eins og er og því aukist skuldirnar samfara því. Áratugalöng þróun Skuldir heimilanna hafa auk- ist jafnt og þétt undanfarin tuttugu ár og segir Arnór að þær hafa verið mjög lágar í upphafi níunda áratug- arins. „Skuldirnar brunnu að mestu leyti upp í verðbólgunni. Með til- komu verðtrygginga jukust mögu- leikar heimilanna til að skuldsetja sig til lengri tíma og skuldirnar hættu að brenna upp í verðbólgu. Síðan hefur þessi þróun haldið áfram og skuld- irnar verið að byggjast upp smátt og smátt. Í byrjun tíunda áratugarins var tekið upp vaxtabótakerfi sem var skuldahvetjandi og hvatti til aukinn- ar einkaeignar á húsnæði,“ segir Arn- ór en ásamt Íslendingum eru Spán- verjar sú þjóð sem á flest húsnæði í einkaeign. Aðspurður hvernig þessi þró- un geti snúist við og skuldir heim- ilanna minnkað segir Arnór að það gæti komið til ef þjóðin yrði fyrir efnahagslegum áföllum af einhverju tagi. „Ef atvinnuástandið myndi versna verulega og íbúðaverð færi að lækka, þá yrði erfiðara að fjár- magna íbúðarkaup. Það fer samt oft saman að íbúðaverð hækkar á með- an gengi krónunnar hækkar. Þegar gengið veikist dregur úr húsnæðis- verðbólgunni. Það er því mjög sterkt samband þar á milli.“ Áhyggjuefni „Heildarskuldir heimilanna hafa aukist um átján prósent frá fyrsta ársfjórðungi frá því í fyrra og af því eru skuldirnar við bankakerfið 24 prósent,“ segir Ingunn S. Þorsteins- dóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusam- bandi Íslands. Ingunn segir að í lok árs 2006 hafi heildarskuldir heim- ilanna verið 240 prósent af ráðstöf- unartekjum heimilanna. „Þetta er ískyggilega hátt hlutfall og með því hæsta sem gerist í heiminum. Ef ég man rétt eru Danmörk og Holland einu þjóðirnar sem eru skuldsettari en íslenska þjóðin. Erlendar skuldir hafa aukist hratt undanfarna mán- uði og segir Ingunn að það geti ver- ið áhyggjuefni fyrir heimilin þeg- ar krónan fer að veikjast. „Heimilin þurfa að greiða niður þessar skuld- ir og þegar krónan veikist verður greiðslubyrðin í samræmi við veik- ingu krónunnar. Ef skuldir einstakl- ings nema einni milljón króna og krónan fellur um tíu prósent, eykst greiðslubyrðin sem því nemur. Ingunn segir að kannanir hafi sýnt að Íslendingar hafi eytt um efni fram og neysla hafi verið fjármögnuð með skuldum. „Þetta er áhyggjuefni og við hjá ASÍ höfum varað við þess- ari skuldastöðu heimilanna. Að sama skapi hafa eignir verið að aukast og það verður að taka tillit til þess.“ fimmtudagur 26. júlí 20076 Fréttir DV LIFUM Á LÁNUM Arnór Sighvatsson Segir ástæðu aukinnar skuldsetningar vera aukinn kaupmátt og að atvinnuleysi sé í lágmarki. EinAr Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Skuldasöfnun Skuldir heimilanna hafa aukist en margir eyða um efni fram, segir ingunn S. Þorsteinsdóttir. Skuldir heimilanna hafa farið hækkandi jafnt og þétt á undanförnum árum og jukust skuld- irnar við bankakerfið um 11,8 milljarða í maí og júní. Arnór Sighvatsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að ástæðan sé sú að ráð- stöfunartekjur og kaupmáttur fólks hefur auk- ist. ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir þróunina vera mikið áhyggjuefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.