Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 17
Víkingur tók á móti Fram í Lands- bankadeild karla í gærkvöldi. Leik- urinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um að losna við mesta falldrauginn. Liðin voru á svipuðum slóðum í deildinni og sig- ur í leiknum myndi þýða að sigurlið- ið myndi fjarlægast botn deildarinn- ar í bili að minnsta kosti. Fyrri hálfleikur var fjörugur og Víkingurinn Hörður Bjarnason átti fyrsta almennilega færi leiksins á 15. mínútu þegar hann átti fantafínt skot að marki Fram. Boltinn stefndi í vinkilinn en Hannes Þór í marki Fram varði skotið glæsilega. Á 33. mínútu skoruðu Víkingar eftir að dæmd var vítaspyrna á Hannes Þór í markinu. Hannes var í miklu kapp- hlaupi við Víkinginn Gunnar Kristj- ánsson um boltann. Hannes ákveður að renna sér á eftir knettinum með fótinn á undan sér en fer þá í Gunn- ar að mati Garðars dómara og víti dæmt. Dómurinn var strangur auk þess sem brotið virtist vera fyrir utan vítateigslínuna. Sinisa Kekic skor- aði úr vítinu en Hannes Þór var þó í knettinum, staðan orðin 1-0 heima- mönnum í vil. Nákvæmlega tíu mínútum síð- ar eða á 43. mínútu skoruðu Vík- ingar annað mark sitt í leiknum. Þar voru sömu menn að verki og sáu um fyrsta mark leiksins, þeir Gunnar Kristjánsson og Sinisa Kekic. Gunnar átti þá frábæra sendingu á Kekic sem skallaði boltann í markið og Víkingar komnir 2-0 yfir. Jónas Grani Garðars- son náði þó að minnka muninn fyr- ir Fram örfáum sekúndum fyrir lok hálfleiksins með marki eftir skalla. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Víkinga og leikurinn mjög fjörugur. Fram byrjaði af krafti Leikmenn Fram höfðu án efa fengið orð í eyra frá þjálfara sínum Ól- afi Þórðarsyni í hálfleik en þeir komu mjög beittir til leiks í síðari hálfleikinn. Gestirnir sköpuðu sér nokkur fín færi í upphafi hálfleiksins. Theódór Ósk- arsson átti hættulegt skot eftir send- ingu frá Jónasi Grana á 51. mínútu en Bjarni Þórður varði skot hans vel. Eftir þetta skiptust liðin á að sækja næstu mínúturnar en ekkert markvert gerð- ist þar til á 76. mínútu. Þá átti Sinisa Kekic hjólhestaspyrnu að marki Fram sem Alexander Steen náði að verja á marklínu. Á 80. mínútu átti Andri Karvels- son svo skot að marki Víkinga sem Víkingar bjarga á marklínu. Strax í næstu sókn á eftir komst Sinisa Kekic upp að endamörkum og renndi bolt- anum á Arnar Jón Sigurgeirsson, sem var kominn inn á sem varamaður, hann átti skot að marki sem Hannes ver í horn. Á 88. mínútu átti Alexader Steen gott skot að marki Víkinga en Bjarni Þórður Halldórsson varði skot hans frábærlega. Þetta reyndist vera síðasta færi leiksins og úrslitin því 2-1 Víkingum í vil sem börðust eins og ljón allan leikinn. Leikmenn Fram áttu nokk- ur góð færi í síðari hálfleik og hefðu með smáheppni getað nælt í að minnsta kosti annað stigið í leiknum. Með sigrinum komst Víkingur að- eins fjær botnsætinu en útlitið versn- aði töluvert hjá Frömurum. Þeir sitja í níunda og næstsíðasta sæti deildar- innar, Víkingar aftur á móti fóru upp í sjöunda sæti með tólf stig. Þetta er snilld Bjarni Þórður Halldórsson, mark- vörður Víkinga, átti stórleik í mark- inu. Hann var að vonum afskaplega ánægður með sigurinn gegn Fram. „Við vorum komnir 2-0 yfir en feng- um svo á okkur klaufamark undir lok hálfleiksins. Við ætluðum að reyna að bæta við en þeir lágu á okkur og við héldum það út. Þeir fengu ekkert mikið af góðum færum og vörnin hjá okkur hefur verið góð í síðustu leikj- um og það hjálpar mér. Það er snilld að vinna þennan leik og nú er að vinna Fylki í næsta leik og þá getum við andað léttar í bili. Það er ekki langt í næsta leik,“ sagði Bjarni Þórður. Óðinn Árnason, varnarmaður Fram, var afar svekktur í leikslok. „Þetta er bara sumarið í hnotskurn hjá okkur. Boltinn dettur inn hjá þeim í lélegum færum en við vöð- um í færum en náum ekki að skora. Ég er gríðarlega svekktur eftir þetta tap. Vítadómurinn var vafasamur en Garðar Örn dæmir og það er ekk- ert við því að segja. Við erum í bull- andi fallbaráttu þarna niðri og það var ekki ætlunin í byrjun sumars að vera þar. Það er eitthvað sem vant- ar hjá okkur, það er greinilegt,“ sagði Óðinn. DV Sport fimmtudagur 26. júlí 2007 17 ÍÞRÓTTAMOLAR Með vodka í æðuM? Hjólreiðamaðurinn alexandre Vinokourov, sem féll á lyfjaprófi fyrr í vikunni, segist saklaus og að um mistök sé að ræða. Hann er sakaður um að hafa sprautað sig með blóði sem er ríkt af rauðum blóðkornum. „Ég held að þetta séu mistök sem rekja má til áreksturs sem ég lenti í. Ég ræddi við lækninn minn sem sagði að það hafi verið mikið blóð í lærinu á mér, sem gæti leitt til jákvæðni í prófinu. Ég frétti að ég hafi átt að hafa fengið blóð frá föður mínum. Það er út í hött. Ég get sagt ykkur að með hans blóði hefði ég greinst með vodka í blóðinu,“ segir Vinokourov. Ferguson Ósáttur Sir alex ferguson, knattspyrnustjóri manchester united, er ósáttur við umboðsmann argentínska leikmannsins gabriel Heinze og segir að leikmaðurinn sé ánægður hjá félaginu. „Við höfum hugsað mjög vel um gabi. Hann fór í krossbandsaðgerð og við hugsuðum um hann. Við leyfðum honum að fara í endurhæf- ingu til Spánar, það var það sem hann vildi og ég held að hann sé mjög ánægður með þá meðferð sem hann fær. Við komum fullkomlega til móts við hann. Ég held að ef ekki væri fyrir umboðsmann hans væru engin vandamál á ferðinni,“ segir ferguson. dyer til West HaM? Sam allardyce, stjóri Newcastle, hefur látið hafa eftir sér að Kieron dyer gæti verið á leið frá félaginu út af persónuleg- um ástæðum. dyer hefur verið orðaður við West Ham að undanförnu. allardyce fundaði með dyer nýverið og játaði að leikmaðurinn gæti verið á leiðinni burt. „Á þessari stundu er fjölskylduvandamál á ferðinni og við verðum að sjá til hvort við getum ráðið fram úr því. Ef við náum því ekki gæti svo farið að dyer fari af þeirri ástæðu. Þetta eru vonbrigði fyrir mig en ég skil hann vel,“ segir allardyce. West Ham leitar nú að leikmanni til að fylla skarð juliens faubert sem verður lengi frá vegna meiðsla. Bolton og nantes ná saMan Bolton er við það að ganga frá kaupum á sænska kantmanninum Christian Wilhelmsson frá Nantes. Enskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Bolton og Nantes hafi komist að samkomulagi um kaupverð, um 300 milljónir króna. Sammy lee ætlar sér að móta Bolton- liðið eftir sínu höfði og kaup á þessum eldfljóta kantmanni eru liður í því. Wilhelmsson hefur ekki fundið sitt rétta form hjá Nantes og var lánaður til roma á síðustu leiktíð. manchester City hefur einnig sýnt Wilhelmsson áhuga. Hins vegar er búist við því að hann skrifi undir samning við Bolton á næstu dögum. Mido ekki til BirMingHaM? Svo gæti farið að egypski sóknarmaður- inn mido fari ekki til Birmingham eftir allt saman. tottenham samþykkti 735 milljón króna tilboð Birmingham í leikmanninn í síðustu viku. mido er hins vegar ekki fullkomlega sáttur við samninginn sem Birmingham bauð honum og nú virðist málið komið í pattstöðu. „Ég settist niður með Birmingham til að ræða um nýjan samning. Ég neitaði algjörlega nokkrum ákvæðum sem í honum voru. Ég veit ekki hvað gerist næst. Ég mun ekki fara til Birmingham nema þessum ákvæðum verði breytt,“ segir mido, sem nokkrum sinnum hefur verið til vandræða á ferli sínum. 2 1 VÍKINGUR FRAM Mörk: Sinisa Kekic víti (34.), Sinisa Kekic (41.) Mark: Jónas Grani Garðarsson (45.) 8 6 6 7 6 6 7 6 7 5 8 10 5 3 4 0 1 0 Bjarni Þórður Halldórsson Þorvaldur Sveinn Sveinsson Milos Glogovac Grétar S. Sigurðarson Valur Adolf Úlfarsson Hörður Sigurjón Bjarnason Viðar Guðjónsson (74.) Jökull Ingi Elísabetarson Gunnar Kristjánsson Egill Atlason (66.) Sinisa Kekic (84.) Hannes Þór Halldórsson Óðinn Árnason Ingvar Þór Ólason Reynir Leósson Theódór Óskarsson Jónas Grani Garðarsson Patrik Ted Redo Hans Mathiesen (60.) Andri Lindberg Karvelsson Alexander Steen Igor Pesic (66.) TÖLFRÆÐI SKOT SKOT Á MARKIÐ SKOT VARIN HORNSPYRNUR RANGSTAÐA GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD 9 6 5 3 1 4 0 7 6 5 5 6 7 5 5 6 6 5 VARAMENN: 66. Arnar Jón Sigurgeirsson - 6, 74. Jón B. Hermannsson , 84. Pétur Örn Svansson. VARAMENN: 60. Ívar Björnsson - 6, 66. Daði Guðmundsson - 6. Dómari: Garðar Örn Hinriksson - 5 Áhorfendur: 1.055 MAÐUR LEIKSINS: Bjarni Þórður Halldórsson Bjarni Þórður Hörður Valur Milos Þorvaldur Gunnar Viðar Jökull Egill Kekic Grétar Hannes Andri Reynir Ingvar Óðinn Theódór Mathiesen Pesic Redo Jónas Grani Steen KR-INGUM NEITAÐ UM SIGUR Víkingar unnu mikilvægan sigur á Frömurum í sannkölluðum botnslag Landsbanka- deildarinnar í gærkvöldi. sinisa kekic skoraði bæði mörk heimamanna í leiknum. KEKIC KLÁRAÐI FRAMARA kári garðarsson blaðamaður skrifar: kari@dv.is kecic fagnar Sinisa Kecic afgreidda framara með tveimur mörkum sínum. góður sigur magnús var að vonum sáttur með sína menn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.