Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós fimmtudagur 26. júlí 2007 25 Þ að er ljóst að ungstirnið Linds- ay Lohan hefur ekki látið raun- ir Paris Hilton, fyrrverandi vin- konu sinnar, sér að kenningu verða. Aðeins fimm dögum eftir að Lindsay hafði gefið sig fram við lögreglu sökum ásakana um að hafa keyrt undir áhrifum í maí var hún handtekin fyrir sömu sakir aðfaranótt þriðjudags. Undarleg atburðarás Lögreglan í Santa Monica lýsir atburða- rásinni á eftirfarandi hátt: Klukkan 01.34 barst lögreglu símtal í gegnum neyðarlínuna 911 þar sem kom fram að kona á bifreið væri að elta aðra konu á bifreið á bílastæði í Santa Moni- ca. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að sú sem elti væri Lindsay Lohan. Lögregluþjón- ar fundu áfengislykt af Lohan sem féll á bráð- birgðaáfengisprófi. Hún var í kjölfarið handtekin og færð til skýrslutöku og í blóðprufu. Á henni fannst hvítt efni sem er áætlað að sé kókaín. Lohan var þá kærð fyrir fimm mismunandi brot. Tvö sökum ölvunaraksturs, fyrir að keyra með útrunnin ökuréttindi, fyrir að hafa ólögleg fíkniefni í fór- um sínum og fyrir að koma með fíkniefni inn í fangelsishúsnæði. Segist saklaus Síðan hefur komið í ljós að konan sem Lo- han elti er móðir fyrrverandi aðstoðarkonu hennar. Ekki er vitað hvers vegna Lohan var að elta hana en móðirin hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um atvikið. Að sögn lögreglu hafði að- stoðarkonan sagt upp starfi sínu aðeins nokkr- um tímum áður. Lohan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist alsaklaus. „Ég er saklaus. Ég notaði ekki eiturlyf og ég átti þau ekki,“ segir Lohan um atburðinn. Aðspurð af hverju hún elti konuna vildi Lohan lítið gefa upp en sagði þó: „Móðir Tarin, fyrrverandi aðstoðarkonu minnar, keyrði næstum því á mig.“ Verði Lohan fundin sek í öllum ákærulið- um gæti hún átt yfir höfði sér sex ára fangelsi og því um mjög alvarlegt mál að ræða fyrir leik- og söngkonuna ungu sem er aðeins 21 árs. asgeir@dv.is Hin unga og ærslafulla Lindsay Lohan hefur verið tekin tvisvar á stuttum tíma fyrir ölvun- arakstur og í seinna skiptið með eiturlyf í fórum sínum. Verði Lindsay fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Gæti endað í 6 ára fanGelsi Tekin með eiturlyf lohan gerir því miður meira en gæða sér bara á goskdrykknum kóki. Lögregluskýrslan lohan var handtekin aðfaranótt þriðjudags. Í tómu rugli Þessi mynd náðist af lohan fyrir utan skemmtistað á dögunum. Sex ára fangelsi? lindsay gæti setið lengi inni verði hún fundin sek. Í annarlegu ástandi mikið af myndum hefur náðst af lohan í ruglinu. Lætur í sér heyra Breska stórstjarnan Elton John er nú orðinn sendiherra samkynhneigðra eftir að hann áttaði sig á því að hann væri búinn að láta alltof lítið að sér kveða í málefnum þeirra. „Ég verð að segja hvað mér finnst því ég ber líka ábyrgð sem samkynhneigð- ur maður í svo áberandi starfi. Ég hef setið á mér of lengi. Ég meina, þegar eyðnisamtökin, Act up, voru að reyna að breyta viðhorfi manna til alnæmis í Bandaríkjunum af því að enginn annar var að gera það sat ég bara á rassgatinu og aðhafðist ekki neitt en nú legg ég mig allan af mörkum,“ segir söngvarinn. Madonna bálreið Madonna reiddist gríð- arlega á tökustað á nýjustu mynd eiginmanns síns Guy Ritchie fyrir stuttu. Ástæðan er sú að Madonna heyrði útundan sér samtal tveggja starfs- manna á settinu. Samtal- ið var um nýlega ættleiddan son Madonnu sem heitir David og er frá Malaví. Annar þeirr sagði: „Hvað heitir aftur sonur Madonnu?“ og svaraði þá hinn: „Heppni Bastarður“. Við þetta reiddist Madonna mjög og er skemmst frá því að segja að tví- menningarnir eru atvinnulausir um þessar mundir. Hjálpar Federline Alli Sims, frænka Britn- ey Spears og fyrrver- andi aðstoðarkona söngkonunnar, hyggst nú að- stoða Kevin Fed- erline í forræðis- deilu vegna sona þeirra. Frænkan er sögð með svo mikl- ar áhyggjur af geðheilsu Britney að hún treysti henni ekki til að ala upp drengina og vilja því frekar að Fed- erline fái fullt forræði. Kevin er sagð- ur mjög reiður yfir því hvað Britney sé kærulaus gagnvart drengjunum og óttast hreinlega um öryggi þeirra. Klikkað viðtal við Britney Tímaritið OK! hefur ákveðið að birta viðtal við poppprinsessuna Britney Spears sem áður hafði verið ákveðið að birta ekki. Viðtalið mun birtast í OK! á föstudaginn en í því er fram- koma Britney sögð svo trufluð að ekki átti að birta það. Sagt er að þar komi fram hversu tilfinningalega óstöðug Britney í raun og veru sé og að það muni koma aðdáendum hennar á óvart. Geti jafnvel verið sjokkerandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.