Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 32
Vinnuslys í Kópavogi Maður datt niður af þaki á ný- byggingarsvæði í Kópavogi síðdeg- is í gær. Það var um hálfsexleytið síðdegis sem maðurinn rann til í bleytunni og datt niður af þak- inu. Hann slapp þó furðu vel en hann slasaðist á fæti. Sjúkra- bíll var sendur á vettvang til þess að sækja hann og var hann færður til aðhlynningar á Landspítalann í Fossvogi. Ekki var vitað hversu illa slasaður hann var á fæti í gær en auðveldlega hefði getað farið verr miðað við aðstæður. „Ef við vinnum málið fyrir dóm- stólum er viðbúið að Glitnir banki þurfi að hætta að nota nafnið,“ segir Ragnar Baldursson héraðsdómslög- maður. Hann lagði fram kvörtun til Neytendastofu fyrir hönd rafvélaverk- stæðisins Glitnis í Borgarnesi vegna notkunar bankans á nafninu. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar í málinu. Ekki væri hætta á ruglingi vegna þess hve starfsemi fyirtækjanna er ólík. „Það er ekki búið að ákveða næstu skref- in í málinu,“ segir Ragnar. Líkur eru á því að málið rati fyrir dómstóla. Ragn- ar segir að afstaða til þess verði tekin í næstu viku. Rafvélaverkstæðið Glitnir í Borg- arnesi hefur verið rekið frá árinu 1984. Í desember árið 1993 var stofn- að einkahlutafélag um reksturinn sem áfram hlaut nafnið Glitnir. Kvörtunin til Neytendastofu byggist á skráningu nafnsins í firmaskrá og fyrirtækjaskrá, samfellt í 23 ár. Auk rafverktakaþjón- ustu og reksturs verslunar og verk- stæðis er hlutverk Glitnis í Borgarnesi lánastarfsemi og rekstur fasteigna. Í erindi Glitnis ehf. til Neytenda- stofu segir einnig að eftir að Íslands- banki breytti nafni sínu í Glitnir banki hafi Glitnir í Borgarnesi orðið fyrir umtalsverðum óþægindum í starf- semi. Mikill fjöldi símtala berist raf- vélaverkstæðinu sem ætluð séu Glitni banka, auk þess sem verkstæðinu ber- ist reikningar og önnur gögn sem með réttu ættu að berast til bankans. Mikill tími fari í það hjá starfsfólki Glitnis ehf. að greiða úr þessum flækjum. Eigendur Glitnis ehf. telja að bank- inn markaðssetji starfsemi sína í heim- ildarleysi með firmaheiti Glitnis ehf, í stað þess að nota skráð firmaheiti. Þessi háttsemi sé brot á lögum um eft- irlit með óréttmætum viðskiptahátt- um og gagnsæi markaðarins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem firma- heiti frá Borgarnesi er notað í banka- rekstri. Kaupfélag Borgnesinga notaði um árabil skammstöfunina KB, sem síðar var notuð af banka. sigtryggur@dv.is „Hvort sem það er Eimskip eða önn- ur fyrirtæki á forsetabústaðurinn að vera hafinn yfir einstaka hópa og fyr- irtæki,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sem gagnrýnir að forseti Íslands skuli leyfa einkafyrirtækjum að handsala samninga í bústað sínum. Fyrr í vikunni skrifaði Eimskip undir samning um rekstur á kæli- og frystigeymslum í Kína. Hún er í Qingdao-höfn en hún er stærsta höfnin í Kína á sviði hitastýrðra flutninga. Samningurinn er einn sá stærsti sem hefur verið handsalaður hér á landi. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir ekki óeðlilegt að skrifa und- ir samninginn á Bessastöðum þar sem undirritun fór einnig fram í Kína ásamt forseta lýðveldisins. Gekk of langt „Þarna finnst mér að það ætti að draga línuna og finnst mér forsetinn hafa gengið of langt í þessum efn- um,“ segir Ögmundur sem þykir nóg um. Hann segir það sjálfsagt mál að Bessastaðir séu notaðir til móttöku og fagnaða. Hann segir ekkert at- hugavert við það að forseti Íslands taki vel á móti gestum. Þó vill hann meina að forsetinn hafi gengið of langt í þessu máli. Bessastaðir ehf.? „Forsetaembættið er sem bet- ur fer ekki enn orðið ehf. þótt flest í kringum okkur sé á leið í einhvers konar markaðspakkningu,“ segir Ög- mundur og bætir við að það skipti máli að í þjóðfélaginu séu fyrir hendi girðingar gegn ásælni markaðshyggj- unnar. Hann segir það tilganginn sem forstaembættið eigi að þjóna. Hann segir embættið vera tákn um lýðræði, sameiginlega sögulega arf- leifð og samstöðu þjóðarinnar. Virðingarvottur endurgoldinn „Ég vil ekki deila við Ögmund Jónasson alþingismann, hvorki um þessi efni né önnur,“ sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari. „Ég vil hins vegar leyfa mér að rifja það upp, að í opinberri heimsókn forseta Ís- lands til Kína fyrir tveimur árum, voru með í för fulltrúar ríflega 100 íslenskra fyrirtækja og mörg þeirra gengu frá samningum við kínverska samstarfsaðila, fyrirtæki eða op- inbera aðila í ferðinni. Til dæmis skrifaði núverandi dótturfélag Eim- skips, Atlanta, þá undir samning við kínverska samstarfsaðila sína við hátíðlega athöfn í Höll alþýðunnar í Peking að viðstöddum forseta Ís- lands og Hu Jintao, forseta Kína. Það má því kannski segja að við séum að endurgjalda Kínverjum þá gestrisni nú. Í annan stað má nefna að und- irskrift samningsins milli Eimskips og fulltrúa stjórnvalda í Qingdao var í kjölfar fundar forseta Íslands með hinni opinberu sendinefnd frá borginni en í forystu fyrir henni var aðalritari kínverska kommúnista- flokksins í Qingdao,“ segir Örnólfur. fimmtudagur 26. júlí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Var ekki KB banki líka í stríði við Borgnesinga...? SEGIR FORSETANN GANGA OF LANGT Ögmundur Jónasson segir Ólaf ragnar Grímsson misnota forsetabústaðinn: Einar oddur kristjánsson kvaddur Hátt í þúsund manns voru viðstaddir minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson alþingismann sem fram fór í Hallgrímskirkju í gær. Vinir og fyrrverandi og núverandi samstarfsmenn Einars báru kistuna út úr kirkjunni, þeir Geir H. Haarde forsætisráðherra, Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari, Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM Vallár. Einar Oddur lést 14. júlí síðastliðinn og verður hann jarðsunginn í Flateyrarkirkju laugardaginn 28. júlí klukkan 14:00. DV mynd Stefán Rafvélaverkstæðið Glitnir í Borgarnesi kvartar undan Glitni: Vilja að Glitnir skipti um nafn Kvikmynd tefur umferð Fram eftir kvöldi má búast við töfum á umferð vegna kvikmynda- töku á Bláfjallavegi og í Hvalfirði við Botnsá. Vegna malbikunar hringtorgs á mótum Vesturlandsvegar og Þing- vallavegar hefur umferð nú verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins. Jafn- framt hafa gatnamót við Þingvalla- veg verið færð um 100 metra til suð- urs. Af þessum sökum þarf að aka í sveigum um svæðið og eru vegfar- endur beðnir að sýna fyllstu aðgát. Ufsarstífla rís Landsvirkjun reiknar með að veita Jökulsá á Fljótsdal framhjá farvegi sínum, þar sem Ufsarstífla mun rísa, í dag. Rennsli árinnar hefur verið mikið í sumar sökum örrar bráðnunar jökla í hlýind- um. Það hefur nú rénað og hyggj- ast menn sæta lagi. Ufsarstífla verður 600 metra löng og upp undir 37 metra há. Það er verktakafyrirtækið Arn- arfell sem sér um byggingu stífl- unnar. Fyrirtækið hefur átt í fjár- hagsörðugleikum, en mikið kapp er lagt á að klára verkið á tíma. Ólafur ragnar Grímsson Forseti Íslands fór til Kína fyrir tveimur árum ásamt sendinefnd og úr varð einn stærsti samningurinn í sögu Íslands. Valur GrEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Glitnir banki Fyrirtækið Glitnir í Borgarnesi vill að Glitnir banki hætti notkun á nafninu. Bílvelta á Kárahnjúkum Starfsmaður Kárahnjúkavirkjun- ar missti stjórn á bíl sínum skammt frá afleggjaranum að aðgöngum 2 á Fljótsdalsheiði síðdegis í fyrradag en slapp án alvarlegra meiðsla. Bíll- inn fór fjórar veltur er hann fór út af veginum og kastaðist maðurinn út úr honum. Enginn var með mann- inum í bílnum en hann var ekki í bílbelti. Maðurinn hlaut minnihátt- ar beinbrot og var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og liggur þar enn. Hann verður útskrifaður á næstu dögum. Orsök slyssins má rekja til hraðaksturs og er bíllinn gjörónýtur. Þetta kemur fram á aust- urlandid.is Kviknaði í bíl Engan sakaði þegar kviknaði í bif- reið í gær á Hafnarfjarðarveginum í námunda við Fífuna í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk vel að slökkva eld- inn og lauk slökkvistarfi um tíu mín- útum eftir að útkall barst. Eldsupp- tök liggja ekki fyrir að svo komnu en bíllinn er mikið skemmdur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.