Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 22
Rétt og satt er það sem hann segir, hann Árni Johnsen. Auðvitað veit hann Árni bet- ur en aðrir menn hvað mun kosta að grafa veggöng til Vestmanna- eyja. Það er ríkinu líkt að hafa kost- að til hóp verkfræðinga og annarra óþurftarmanna til að reikna út hvað kostar að bora göngin. Nokkuð sem er ekki svo mikill vafi um. Þjóð sem á Árna Johnsen þarf ekki verk- fræðinga, þjóðin þarf ekki svona spekúlasjón- ir. Og alls ekki um það sem hann Árni veit og hefur vitað lengi og hefur margoft sagt okkur hinum frá. Þannig er nú það. Algjörlega er galið af óþurftar-liðinu að leggja á borð fjár-hæðir sem eru ekki í neinum takti við það sem hann Árni hefur fundið út. Þetta gengur ekki og víst er að það verður ekki látið ganga. Til þess er þjóðin of viss. Hún veit hverjum er best að fylgja svo nú geta allir landsins verkfræðingar hent sínum reikningskúnstum. Þær eru hvort eð er óþarfar. Ef hann Árni segir að það kosti tíu milljarða eða rúmlega það að bora göngin er gagnslaust að halda því fram að það kosti kannski áttatíu millj- arða. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega og það um hábjargræðis- tímann? Það sér hver maður að það kostar enga áttatíu milljarða að grafa göngin. Það hef- ur hann Árni bent á, ekki einu sinni, ekki tvisvar, nei, marg- oft. Það kostar ekki nema lítinn hluta þess sem hinir gagnslausu reikningsmenn hafa komist að. Þannig er það og þannig verður það. Það er ekkert hægt nú frekar en áður að strá kornum í augu þjóðarinnar. Ef menn eru á móti göngunum er best að segja það, en vera ekki að reyna að reikna sig frá jafnþörfu verki og hann Árni segir Vestmannaeyja- göngin vera. Svo til að kóróna vitleysuna er sagt sísona í skýrslu- ónefnunni að ekki sé rétt að grafa göng þar sem hætta er á jarðhræringum. Heyr á end- emi. Hvaðan kom þessi fullyrð- ing? Hver heldur þessu fram? Og hefur sá enga sómakennd eða hvað? Nei, best er að hlusta ekki á þessa vitleysu. Hann Árni hefur sagt að hættan sé engin og þess vegna er algjör- lega ótrúlegt að aðrir stígi fram og haldi fram svona vitleysu. Hverjum kem- ur til hugar að hann Árni hafi sagt þetta hættulaust ef það er það ekki? Nei, svona getur þetta ekki gengið. Burt með úrtölufólkið og höldum áfram. Það er búið að vísa okkur veginn og nú er ekki annað að gera en stíga hann. Forðumst fræðingana og hlustum á Árna Johnsen. fimmtudagur 26. júlí 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7005, auglýsingar 512 70 40. Grímþór Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Hér þarf að efast um allt. Fráleit þjónusta Leiðari Merkilegt er hversu illa vegir, hættur og leiðbeiningar á veg-um eru merkt hér hjá okkur. Segja má það heyra til undan- tekninga á vegamótum að skilti segi í hvaða átt ber að keyra til að fara til Reykjavíkur. Er- lendir ferðamenn verða sífellt að vera með kort uppi til að átta sig á hvar aðrir staðir eru og hvort þeir séu á akstursleiðinni til Reykja- víkur, en þangað fara jú flestir. Auðvelt er að bæta úr og gera þeim sem ekki rata léttara með að ferðast um landið. Sama er að segja um tungumálið. Íslenskan er okkur mikils virði en erlendir ferðamenn lesa ekki íslensku eða skrifa. Þess vegna er ótrúlegt að ekki skuli vera vegamerkingar á erlendum tungumálum, sérstaklega á ensku. Þjóðvegirnir eru hættulegir, oft einbreitt malbik eða ekkert. Öryggi allra ykist væru merking- ar fleiri, betri og á fleiri tungumálum. Utan alfaraleiðar þar sem margar hættur eru, vegir ótryggir, mjóir og beinlínis hættulegir eru merkingar takmarkaðar. Við viljum að fólk sæki okkur heim vegna sérstöðu landsins. Þess vegna ber okkur að tryggja að þau sem ferðast séu eins örugg og hugsast getur og eins upplýst og hægt er. Það á ekki bara við um erlenda ferðamenn. Okkur líka. Girðingar og hlið til varnar því að sauð- kindur fari milli svæða eru betur merkt og skýrar en hættulegir vegir, bæði á láglendi og hálendi. Á sauðfjárveikivarnarhliðum eru leiðarvísar um umgengni oftast á fjórum tungumálum auk íslensku. Það er ekki hægt að segja að erlendir ökumenn kunni ekki að keyra á erfiðum vegum áður en allt er gert til að létta þeim það sem frekast er hægt, þá sérstaklega með að veita upplýsingar til þeirra og það á tungumáli sem mögulegt er að þeir geti skilið. Víða erlendis eru upplýsingar við þjóðvegina um hversu langt er í næstu bensínstöð, að næsta salerni, hversu langt er að næstu matvöruverslun eða veitingastað. En ekki á Íslandi. Ekki á að vera erfitt að laga svo einfalda hluti. Fyrst þarf að vera vilji og eftir að hann finnst er líklegt að framkvæmdir fylgi á eftir. Með- fram þjóðvegum í Danmörku er hægt að lesa hversu langt er að næsta salerni fyrir fatlaða, þar er hægt að lesa hversu langt er í alla nauðsynlega þjónustu. Þar er einfalt og gott að vera útlend- ingur, þó farið sé um óþekktar slóðir þarf aldrei að efast um neitt sem viðkemur ferðalaginu. Hér á landi er þessu öfugt farið, hér þarf að efast um allt. DómstóLL Götunnar Telur þú að við geTum gerT beTur en sTórþjóðir Til að sTilla Til friðar í ísrael? „Ég held að okkur takist ekki að koma á friði þarna á milli ríkjanna. Ég fæ ekki séð að einhver frá íslandi geti haft áhrif á gang mála fyrir botni miðjarðarhafs. Hvað höfum við meira að segja en þeir sem þegar hafa reynt að miðla málum í þessari deilu?“ Maressa Sigrún Pinal, 18 ára stúdent „Það gæti verið að við komum með góða hugmynd til þess að leysa þessa endalausu deilu. mér finnst hins vegar ólíklegt að okkur takist það sem george Bush, tony Blair og Bill Clinton hafa reynt. utanríkisráðherrann okkar er bara lítil kona á íslandi og ég fæ ekki séð hvernig hún getur bætt við það sem stóru þjóðirnar hafa þegar reynt.“ Anna Ásthildur Thorsteinsson, 18 ára stúdent. „Við ættum að einbeita okkur frekar að innanríkismálum enda af nógu að taka þar. Við ættum að hætta þessari vitleysu. utanríkisráðherra getur sennilega gert meira gagn hérna heima heldur en að reyna að leysa þúsund ára gamla deilu. Það er allt í steik hérna heima, samanber náttúruverndarmálin sem samfylking- in vanrækir þessa dagana.“ Kristján Garðar Árnason, 28 ára, atvinnulaus „mér líst ótrúlega vel á það . maður hefur lengi beðið eftir bjargvættinum í norðri. Ég held að þetta geri ekki mikið gagn ef ég á að segja eins og er. Þetta er samt svolítið gott fyrir egó íslendinga að fá að taka þátt í leiknum með stóru körlunum. en að öllu jöfnu er ég bara fegnastur því að bjargvætt- urinn skuli vera risinn!“ Jón Bjarki Magnússon, 23 ára, lífskúnstner og skáld sanDkorn n Fast er nú sóst eftir því að Sigurður Hall matreiðslu- meistari stýri matreiðsluþátt- um á Stöð 2 í vetur. Sjálfur vildi Sigurður ekki stað- festa þetta og sagði einungis að menn hefðu rætt sín á milli og það óformlega. Sigurður er að verða nokkuð sjónvarpsvanur, því að auk þess að hafa um langt skeið eldað mat í íslensku sjónvarpi hefur hann komið fram í yfir sextíu sjónvarps- þáttum í Bandaríkjunum við góðan orðstír. n „Það er ekki von á góðu þeg- ar valdasýki og fábjánaháttur leggjast á eitt,“ segir Þórunn Jóna Hauksdóttir, framhalds- skólakennari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks í Ár- borg, á vef- síðu sinni. Færsla sjálf- stæðiskon- unnar hefur vakið hressi- lega eftir- tekt eystra. „Gegnt brúarsporðinum mun blasa við 34 metra hár reður. Skagandi upp í loftið svo meiri- hlutinn komist í betra tæri við almættið,“ bætir Þórunn við á sama tíma og hún segir ónafn- greindan leiðtoga bæjarstjórn- arinnar vera utanbæjarbesefa sem ætti að halda sig heima. n Í fréttum Stöðvar 2 í gær var því haldið fram að íslenski klámframleiðandinn Scott Hjorleifsson hafi fengið óblíð- ar móttökur í lokuðu partíi femínista þegar hann kom til landsins ný- verið. Scott var einn af helstu for- kólfum þess að klámráð- stefnan um- talaða yrði haldin hér á landi. Í frétt- unum sagðist hann hafa farið á djammið í borginni við sjöunda mann. Þá hafi hann óvart endað í partíi með yfirlýstum femín- istum sem Scott segir að hafi ekki vitað hver hann var. Engu að síður hafi femínistarnir verið afar andstyggilegir. DV hafði samband við alræmdustu fem- ínista landsins en enginn þeirra kannast við að hafa verið í partíi með Scott. Árni veit betur Ef menn eru á móti göngunum er best að segja það, en vera ekki að reyna að reikna sig frá jafnþörfu verki og hann Árni segir Vestmannaeyjagöngin vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.