Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 14
fimmtudagur 26. júlí 200714 Bestu & verstu kaupin DV Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert? „Það eru svona lista- og fræðibækur sem ég kaupi mér oft þegar ég er erlendis þar sem úrvalið af svona listræn- um fræðibókum er mun meira en hérlendis. Ég öðlast svo mikla vitneskju í gegnum bækurnar sem ég get nýtt mér í listsköpun minni, auk þess sem þær auðga sálarlíf mitt. Svo líður mér líka bara einstaklega vel þegar ég er búinn með eina góða fræðibók.“ Hver eru verstu kaupin? „Þegar ég var að gera við eldhúsið mitt fyrir þremur árum keypti ég mér uppþvottavél eftir miklar og langar vangavelt- ur. Ég hefði hins vegar betur sleppt því þar sem ég bý bara einn og það er ekki mikið uppvask sem ég þarf að sjá um. Þarna lét ég svo sannarlega glepjast af neysluhyggjunni og fæ oft svona smá bömmer yfir því að hafa keypt þessa vél. Þetta er algjör óþarfi og oft þegar ég lít á uppþvottavélina mína líður mér illa því hún minnir mig á það hversu gráð- ugur og latur ég hef verið, sem er ekki góð tilfinning.“ Er eitthvað sem þig hefur mikið langað í, en lætur ekki eftir þér? „Já, mig langar alveg ótrúlega mikið í nýjan mixer en ég er að reyna að halda aftur af mér að kaupa hann því ég er að flytja til New York og ætla frekar að kaupa mér hann þar, með svona amerískri kló. Svo langar mig líka geð- veikt í flotta Nike-strigaskó en er líka búinn að vera að neita mér um allt fatakyns þangað til ég kem út.“ Hver eru bestu kaup sem þú hefu r gert? „Vá, þetta er erfitt. Ég keypti húfu í fyrra í New York sem ég er ógeðslega ánægð með að hafa keypt. Ég keypti hana bara úti á götu á einhverja tíu dollara og þetta er uppáhaldshúfan mín og ég er alltaf með hana. Ég var alls ekkert að fara að kaupa mér húfu en þetta er svona eins og lestarstjóra- húfa, mitt á milli þess að vera sixpens- ari og derhúfa með stuttu deri. Hún er ljósbrún og hvít með gylltum hnöpp- um og ég elska þessa húfu.“ Hver eru verstu kaup sem þú hefu r gert? „Ég keypti einu sinni heyrnartól til að nota þegar væri að tala á Skype í tölvunni minni en ég hefði betu r mátt sleppa því að kaupa þau. Þetta voru alltof dýr heyrnartól og svo hefur maður bara aldrei tíma til að setjast niður og fara á Skype , maður er alltaf á hlaupum með gemsann bara ef maður er að tal a í símann. Þessi svakalega fokdýru og fagmannlegu heyrnartól lig gja því bara ónotuð heima hjá mér.“ Er eitthvað sem þig langar mikið í en hefur ekki keypt þér? „Sko, ég væri alveg rosalega til í að eig nast ný spariföt, einhverjar svona fallegar nýjar flíkur. Ég hef allta f verið frekar afslöppuð og íhaldssöm þegar kemur að fatakaupum og er ekkert mikið að velta mér upp úr tískunni og eins og staðan er í dag fara allir peningar í græjur fyrir myndina mína. Mig langar svolítið í einverja nýja flotta kápu núna en ég er á leiðinni til New Y ork og það er aldrei að vita nema ég finni hana þar.“ lestarstjóra- húfa í uppáhaldi RagnhilduR Magnús dóttiR dagskRáRgeRðaRMa ðuR Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert? „Ég er mjög ánægður með bílinn sem við kærastan keyptum okkur í maí. Þetta er Skoda Octavia, 2005 ár- gerð. Skódarnir klikka ekki. Það er gott að sitja í bílnum og hann er sérlega mjúkur í akstri. Maður fyllist öryggis- tilfinningu við að keyra hann. Ég vonast til að hann muni reynast okkur vel í framtíðinni.“ Hver eru verstu kaup sem þú hefur gert? „Ég sé mjög eftir því að hafa eytt peningunum mínum í bakaríinu í Smáranum. Við fengum þar brunninn mat eftir að hafa beðið eftir honum heillengi. Við spurðum vingjarnlega hvort við gætum nokkuð fengið nýjan mat eða alla vega aðeins minna brenndan, en það kom ekki til greina. Ég hafði pantað mér aspasstykki og það var vægast sagt skelfilegt, kolsvart og skaðbrunnið. Svör- in sem við fengum vorum þau að þetta gæti bara gerst og við þessu væri ekkert að gera. Ég væri bara óheppinn og yrði að lifa með því. Þá spurðum við hvort við gætum fengið endurgreitt en það var alveg útilokað.“ Er eitthvað sem þig langar í, en hefur neitað þér um? „Mig langar ægilega að fara í siglingu með stóru skemmtiferðaskipi um heimsins höf með kærustunni. Fara í veglega utanlandsferð. Maður hefur hins vegar margt annað viðð peningana að gera og því þarf þetta að sitja á hakanum enn um sinn.“ dreymir um siglingu á stóru skemmtiferðaskipi Magnús stefánsson, handboltakappi fRá akuReyRi bjöRgvin fRanz gíslason leikaRi hljóðnemi á 25 þúsund Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert? „Ef ég á að taka það nýjasta sem ég hef keypt mér, þá er það North Face Wind - wall jakki sem ég keypti mér um daginn . Þetta er bæði flíspeysa og jakki þannig að hann heldur vindi og er ofsalega hl ýr. Þetta er rosalegt undratæki, sérstak - lega þegar ég er í útilegu, eins og núna. Jakkinn er það sem stendur upp úr í dag þó ég gæti eflaust tínt ýmislegt til.“ Hver eru verstu kaup sem þú hefu r gert? „Ég var í Bandaríkjunum um daginn og keypti mér hljóðnema á 25 þúsund kall . Þetta er voðalega fínt merki en svo er ha nn alls ekki nógu góður. Greinilega ódýr týpa því hann virkar bara alls ekki nógu vel. Þetta voru svolítil vonbrigði. Fjand- inn, nú næ ég örugglega aldrei að selja hann úr því þetta er komið í blaðið.“ Er eitthvað sem þig langar í en læt ur ekki eftir þér? „Já, úff. Það er ýmislegt. Ég hefði viljað k aupa mér iPhone þegar ég var í Banda- ríkjunum. Gallinn er hins vegar sá að h ann virkar ekki í Evrópu ennþá svo það hefði ekki verið skynsamlegt. Annars e r endalaust af græjum og dóti sem mig langar að kaupa mér. Ég verð hins vegar að halda aftur af mér svona rétt á með- an ég er að koma heimilinu í gang og r eyna að vera ábyrgur fjölskyldumaður. Annað gengur ekki.“ líður vel yfir fræðibókunum CuRveR thoRoddsen , listaMaðuR og fRæð iMaðuR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.