Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 1
aðeins tvær þjóðir skulda meira en við F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 26. júlí 2007 dagblaðið vísir 112. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 íslensk heimili taka peninga að láni og skuldirnar aukast: >>Hvenær gerum við góð kaup og hvenær kaupum við eitthvað sem við höfum ekkert með að gera.?Nokkrir Íslendingar láta hugann reika og segja okkur frá hvenær þeir gerðu góð kaup og eins segja þeir frá verstu innkaupunum. Skrýtinn íslenskur matur >>Vinsæll, banda- rískur sjónvarps- þáttur fjallar um undarlegan, íslenskan mat. >>Lindsay Lohan á í vanda. Hún hefur verið tekin drukkin á bíl og með eiturlyf. Fari allt á versta veg á hún yfir höfði sér þungan dóm. fréttir neyslan er fjármögnuð með lánum og skuldir einstaklinga aukast hratt og eru nú hærri en nokkru sinni. Hver Íslendingur skuldar að meðaltali 2,5 milljónir króna. sjá bls. 6 til 7. bestu verstu&kaupin sviðsljós Á kafi í eiturlyfjum Kekic hetja Víkinga DV Sport fimmtudagur 26. júlí 2007 15 Sport Fimmtudagur 26. júlí 2007 sport@dv.is MSI í mál við West Ham Jafntefli hjá Breiðabliki og KR Það var sannkallaður sex stiga leikur í gær Þegar víkingur vann fram 2-1. bls. 17 Íslandsmeistarar FH eru komn-ir áfram í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Færeyja-meisturum HB á útivelli í gær. Þetta var seinni viðureign þessara liða en sú fyrri fór fram í Kaplakrikanum í síðustu viku. Þar vann FH 4-1 sigur og kemst því örugglega áfram. Það var öllu rólegra yfir leiknum í gær en þeim sem fram fór hér á landi. Danski miðjumaðurinn Denn-is Siim komst næst því að skora fyrir FH í fyrri hálfleiknum en markvörður HB varði vel. Heimamenn voru lík-legri undir lok hálfleiksins en náðu ekki að skora og staðan var marka- laus þegar Petteri Kari, dómari frá Finnlandi, flautaði til leikhlés. Leikurinn var hraðari í fyrri hálf-leik og Davíð Þór Viðarsson gerðist líklegur til að skora snemma í hon-um þegar hann átti gott skot sem ekki hitti á rammann. FH byrjaði betur en smátt og smátt náði HB betri tök-um á miðjunni og leikurinn jafnað-ist. Það gerðist fátt á lokasprettinum enda ljóst að Hafnarfjarðarliðið var komið áfram. FH kemst áfram samanlagt 4-1 en Freyr Bjarnason, Sigurvin Ólafsson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH í fyrri leiknum en sá síð-astnefndi skoraði tvö mörk. FH mun mæta liði Bate frá Hvíta-Rússlandi í næstu umferð forkeppninnar en Bate sigraði Apoel frá Kýpur í fyrra- dag. Fyrri viðureignin verður 31. júlí eða 1. ágúst en seinni leikurinn fer fram viku síðar. elvargeir@dv.is HB FH MARKALAUST Í FÆREYJUM EN FH ÁFRAM mikilvægur sigur víkings FH áfram tryggvi guðmundsson er hér á fleygiferð í fyrri leiknum gegn HB. >>Sinisa Kekic skoraði bæði mörk Víkings sem vann Fram 2-1 í sannkölluð- um sex stiga leik í Landsbankadeildinni. Á sama tíma mættust Breiðablik og KR en með sigri hefðu Vesturbæingar komist úr botnsæti deildarinnar. Hins vegar varð jafntefli niðurstaðan og er að- eins eitt stig í Framara sem eru sæti ofar. Allt um leiki gærdagsins í DV-Sport.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.