Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 23
Undanfarið hefur verið í um- ræðu hér á landi margvísandi og kynbundið heimspekilegt, stjórn- málalegt og líka eflaust trúarlegt viðfangsefni ættað úr mesta hugs- anaveri landsins: Kópavogi. Efnið er þetta: Hvenær telst svæði vera opið eða lokað við athafnir í must- eri? Getur hreyfanlegt tjald verið jafngildi veggjar? Á tímum musterisins helga í Jer- úsalem hafði tjald meira lokunar- gildi en veggur en rifnaði uppúr og niðurúr þannig að grátmúrinn einn varð eftir. Frá þessu er sagt í Biblí- unni. Til að leysa íslensku gátuna og komast að alþjóðlegri lausn á veggjavanda dreif utanríkisfrúin sig til Landsins helga því þar býr þjóð sem hefur sérhæft sig mest allra í múrum, tjöldum og lokuðum, að- skildum svæðum. Eftir fréttum að dæma hefur frú- in grátið skilningsríkum tárum við alla múra og líka í eldhúsum, en nið- urstöðu er ekki að vænta eða gátan ráðin fyrr en með Sólarlyklinum hennar þegar meyjarduldin vaknar árlega af blundi og brýst fram með fæðingarhríðum skáldkvenna í jóla- bókaflóðinu. Á meðan við bíðum skulum við snúa okkur að súlum, ekki síðri tákn- um því allt er skylt. Undanfarið hafa borist til landsins súlur af ýmsu tagi, tengdar konum. Þær hafa numið land og rutt úr vegi öndvegissúlum Ingólfs. Nú er hér meiri fjölbreytni. Til eru danssúlur í opnu eða lokuðu rými, friðarsúla úr ljósi úti í ósnortinni náttúruperlu og listasafn þar sem eru bara súlur fullar af vatni ættuðu af ýmsum helgum stöðum á landinu og sagðar verða eilíft tákn um „vatnið horfna“ þegar jöklar hafa bráðnað. Safnið er þess vegna í lykilstöðu og gæti leyst gátu Dauðu plánetunn- ar - Hvernig var vatnið? – þegar jörð- in verður orðin sökum framþróunar jafnþurr og Mars. En svarið verður víst ansi gruggugt, súlnavatnið hefur þegar fúlnað og gulnað eins og stað- ið kranavatn. Það gæti jafnvel orðið hættulegt og mengað og bætir varla á öðrum stjörnum hugmynd manna þar um okkur. Ekki er friðarsúlan síður merki- leg. Þjóðin bíður eftir hausti og dimmu til að sjá hana lýsa, ekki okk- ur heldur stjörnunum, enda er henni beint til himins, kannski gegn yfir- vofandi bandarísku stjörnustríði. En er þetta hefndargjöf sem fælir burt japanska ferðamenn sem fara yfir hálfan hnöttinn til að sjá norðurljós- in í Reykjavík en þeim mætir þá ráð- rík freyðiljósasúla eftir landa þeirra, rándýr í rekstri? Hjólabrettataktar Friðfinnur Sigurðsson lék listir sínar fyrir ljósmyndara DV á hjólabrettapalli í Breiðholtinu í góða veðrinu á dögunum. Hjólabrettin eru sívinsæl og stundar fólk á öllum aldri íþróttina sem reynir jafnt á líkama og hug því verulega reynir á jafnvægið í hinum ýmsu kúnstum.myndin P lús eð a m ínu s Paul Watson, forsprakki Sea Shepard, fær mínusinn að þessu sinni fyrir að svíkja Íslendinga í annað sinn um heimsókn. Reyndar mætti kannski gefa honum plús líka - fyrir að láta okkur í friði. Spurningin „ Við höfum nákvæmari og nærtækari niðurstöður vísindamanna sem segja allt annað og treystum þeim. Þeirra niðurstöður hljóma upp á um 20 milljarða,“ segir Árni Johnsen alþingismaður. Kostnaður við göngin til Eyja hefur verið metinn á bilinu 50 til 80 milljarðar króna sem er mun meira en gert var ráð fyrir í byrjun. Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen gerði matið fyrir Vegagerðina. Eru EyjamEnn komn- ir í ógöngur? Sandkassinn Það hefur verið kostulegt að fylgjast með fregnum um lagn- ingu jarðganga til Vestmanna- eyja. Verkfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að það myndi kosta að minnsta kosti 50-60 milljarða króna. Það eitt að halda áfram að rannsaka málið myndi kosta á þriðja hundrað milljónir. Ég heyrði eitt sinn sögu um kín- verskan verkfræðing sem á að hafa komið hingað til lands til að kanna kosti þess að grafa jarð- göngin. Hann á að hafa komist að þeirri niðurstöðu að verk- ið yrði erfitt en raunhæft engu að síður. Að lokum spurði hann hversu margir byggju á eyjunni fögru og fékk þau svör að um fimm þúsund manns lifðu þar. Kínverjinn á að hafa fengið sjokk og kallað okkur brjálæðinga. Og Þegar maður hugsar út í það fær hver íbúi fær að minnsta kosti tíu milljónir króna. Í sjálfu sér væri einfaldara að styrkja gott fólk um þá fjárhæð. Hægt væri að fjármagna frumlegan iðnað eða fólk hefði kost á því að flytja. Sem að sjálfsögðu enginn vill. Samgöngur til og frá Vest- mannaeyjum eru klúður í besta falli. Allt of lengi hefur eyjan þurft að sætta sig við hálfsokkinn kláf og flug- völl sem ekki er hægt að lenda á vegna þoku meirihluta ársins. Því tel ég tíu milljónir á mann engan fórnarkostnað. aftur á móti hlýtur maður að fara að velta fyrir sér gatnakerf- inu hér í borginni. Umferðar- teppur á morgnana eru daglegt brauð. Að auki kvarta sjúkra- flutningamenn á Selfossi yfir því að þeir komist ekki yfir Ölfusárbrúna vegna umferð- ar. Maður hlýtur því að velta fyr- ir sér hvort ekki væri betra að fara að hugsa okkur nær og reyna að tvöfalda þjóðvegina tvo sem liggja út úr borginni. Auka á ör- yggi og draga úr umferðarslysum. Þó að göngin séu skemmtileg pæling liggur á að fækka bana- slysum einnig. Sem minnir mig á það. Ég er sjálf- ur farinn að læra á bíl. Ég er einn af örfáum sem sá mig aldrei knú- inn til þess að aka um sjálfur. Ég nýtti mér almenningssamgöngur. En þrátt fyrir að Gísli Marteinn Baldursson hafi skýrt strætóskýli „Verzló“ batna þær ekkert. Þar af leiðandi settist ég undir stýri í fyrsta skiptið á ævi minni í gær. Með þeim afleiðingum að ég lenti næst- um í árekstri, drap á bílnum á miðjum gatna- mótum og lét ökukennarann minn bókstaflega fá hjartaáfall. En hann lúkkaði vel enda allan tímann með sól- gleraugun og svellkaldur eins og um væri að ræða Bruce Willis að bjarga heiminum. Valur veltir fyrir sér samgöngu- málum á íslandi Svæði og súlur DV Umræða FimmTuDagur 26. Júlí 2007 23 Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús DV-MYND: ARNAR ÓMARSSON guðbErgur bErgsson rithöfundur skrifar Undanfarið hafa borist til landsins súlur af ýmsu tagi, tengdar konum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.