Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 15
DV Sport fimmtudagur 26. júlí 2007 15
Sport
Fimmtudagur 26. júlí 2007
sport@dv.is
MSI í mál við West Ham Jafntefli hjá Breiðabliki og KR
Það var sannkallaður sex stiga leikur í gær Þegar víkingur vann fram 2-1. bls. 17
Íslandsmeistarar FH eru komn-
ir áfram í aðra umferð forkeppni
Meistaradeildar Evrópu. Liðið gerði
markalaust jafntefli gegn Færeyja-
meisturum HB á útivelli í gær. Þetta
var seinni viðureign þessara liða en
sú fyrri fór fram í Kaplakrikanum í
síðustu viku. Þar vann FH 4-1 sigur
og kemst því örugglega áfram. Það
var öllu rólegra yfir leiknum í gær en
þeim sem fram fór hér á landi.
Danski miðjumaðurinn Denn-
is Siim komst næst því að skora fyrir
FH í fyrri hálfleiknum en markvörður
HB varði vel. Heimamenn voru lík-
legri undir lok hálfleiksins en náðu
ekki að skora og staðan var marka-
laus þegar Petteri Kari, dómari frá
Finnlandi, flautaði til leikhlés.
Leikurinn var hraðari í fyrri hálf-
leik og Davíð Þór Viðarsson gerðist
líklegur til að skora snemma í hon-
um þegar hann átti gott skot sem ekki
hitti á rammann. FH byrjaði betur en
smátt og smátt náði HB betri tök-
um á miðjunni og leikurinn jafnað-
ist. Það gerðist fátt á lokasprettinum
enda ljóst að Hafnarfjarðarliðið var
komið áfram.
FH kemst áfram samanlagt 4-1 en
Freyr Bjarnason, Sigurvin Ólafsson
og Matthías Vilhjálmsson skoruðu
mörk FH í fyrri leiknum en sá síð-
astnefndi skoraði tvö mörk. FH mun
mæta liði Bate frá Hvíta-Rússlandi
í næstu umferð forkeppninnar en
Bate sigraði Apoel frá Kýpur í fyrra-
dag. Fyrri viðureignin verður 31. júlí
eða 1. ágúst en seinni leikurinn fer
fram viku síðar. elvargeir@dv.is
HB og FH gerðu 0-0 jafntefli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær:
MARKALAUST Í FÆREYJUM EN FH ÁFRAM
mikilvægur
sigur víkings
FH áfram tryggvi
guðmundsson er hér
á fleygiferð í fyrri
leiknum gegn HB.
sinisa kekic skoraði bæði mörk
víkings sem vann fram 2-1.