Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 13
Framhald á næstu opnu D V m yn D A rn A r be st u v er st u & kau pin Stundum kaupum við hluti sem við hefðum betur sleppt að eyða peningunum í. Sem betur fer kaupum við líka hluti á góðu verði sem reynast okkur vel. Það flokkast sem góð kaup. Við fórum á stúfana og ræddum við Láru Ómarsdóttur fréttakonu, en hún er fimm barna móðir og þekkir því gildi þess að gera góð kaup. Hún gefur okkur nokkur góð ráð um heimilisinnkaupin og skipulagningu. Við rædd- um auk þess við nokkra aðra valinkunna Íslendinga um þeirra bestu og verstu kaup, þar sem ýmislegt forvitnilegt kom á daginn. Á baksíðu er rætt við bræðurna Gunnar og Kristján Jónassyni, en þeir sjá um rekstur Kjötborgar, sem er ein af síðustu hverfisbúðunum. Tilkoma stóru verslanakeðjanna hefur verið flestum hverfisbúðum um megn, en þeir bræður eru hvergi af baki dottnir. aldrei fara MeÐ kort aÐ versla Lára ÓmarsdÓttir fréttakona Lumar á ýms- um gÓðum og hagkvæmum innkauparáðum: „Ég reyni alltaf að versla sem ódýrast og fylgist vel með verði og slíku,“ segir Lára Ómarsdóttir fréttakona en hún er í sjö manna fjölskyldu og lumar á nokkrum skynsamlegum sparnaðarráðum. „Í fyrsta lagi hef ég komist að því að tilboð eru ekkert endilega hagstæðustu kaupin. Til dæmis er kannski tilboð á stórum pakkning- um af morgunkorni en svo kemur jafnvel í ljós að það er ódýrara að kaupa bara tvær minni pakkningar í staðinn. Ég vann sjálf í verslun og man því hvernig það virkaði að plata fólk til að kaupa ákveðnar vörur með því að stilla þeim upp á tilboði á miðju gólfi verslunarinn- ar eins og til dæmis klósettpappír sem er stafl- að upp á tilboði en svo er mun ódýrari pappír uppi í hillu.“ Lára hefur sjálf kynnst því hvern- ig er að versla þegar fjárhagurinn er slæmur og notaði þá ýmsar aðferðir við matarkaupin. „Besta ráðið er að fara ekki út í búð að versla með kort með þér heldur eingöngu pening og vera þá búin að ákveða fyrirfram hversu miklu á að eyða í hvert skipti. Þannig kemstu ekki upp með að kaupa einhvern óþarfa. Það er líka alltaf betra að kaupa inn fyrir alla vikuna í einu í staðinn fyrir eitt og eitt kvöld. Maður sest þá bara niður og gerir lista og ákveður hvað mað- ur ætlar að hafa í matinn og hvað nákvæm- lega maður ætlar að kaupa,“ segir Lára og bæt- ir því hlæjandi við að þeim mun sjaldnar sem maður þurfi að fara í búðina þeim mun betra. Þegar kemur að kaupum á fatnaði segir Lára að þótt ótrúlegt sé þá sé hún ekki mikið gefin fyrir að versla á útsölum. „Ég er bara búin að komast að því með öll þessi börn að það er oft betra að kaupa vandaðri vöru sem dugar mun lengur og þá sérstaklega þegar kemur að ein- hverjum flíkum sem eru mikið notaðar og eyð- ast auðveldar upp en aðrar. Maður hefur auð- vitað freistast til að kaupa ódýra strigaskó en svo eru þeir jafnvel ónýtir eftir mánuð og þá þarf bara að kaupa nýja strax aftur. Þetta gild- ir svona aðallega um útigalla, sokka, vettlinga og annað slíkt en þegar kemur að sumarfötum er allt í lagi að kaupa bara einhverja ódýra út- sölukjóla eða stuttbuxur því það kemur hvort eð er aldrei neitt sumar hér á landi svo sumar- fötin eru ekki notuð jafnmikið,“ segir Lára og bætir því við að sjálfsagt sé að láta fötin ganga systkina á milli. Að lokum gefur Lára eitt gott ráð varðandi jólagjafainnkaup en bæði hún og eiginmaður hennar koma frá gríðarlega stórum fjölskyldum svo þær eru ófáar gjafirn- ar sem þarf að fjárfesta í fyrir jólin. „Það gildir það sama um jólagjafakaup og önnur innkaup. Maður þarf að vera búin að setjast niður og ákveða nákvæmlega hvað á að gefa hverjum og helst að gera það bara í byrjun desember því ef maður er á síðasta snúningi eða í einhverju stressi endar maður svo oft á að kaupa eitthvað allt of dýrt eða einhvern algjöran óþarfa,“ segir hin sniðuga og útsjónarsama Lára að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.