Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 10
fimmtudagur 26. júlí 200710 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Nýr ráðu- neytis­s­tjóri Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra skipaði í gær Jónínu S. Lárusdóttur ráðu- neytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu. Hún tekur til starfa um næstu mánaðamót. Jónína útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Ís- lands árið 1996 og lauk meist- aragráðu frá London School of Economics and Political Science árið 2000. Hún hóf störf í viðskiptaráðuneytinu haustið 2000 og var skipuð skrifstofustjóri þar árið 2004. Jónína er 36 ára, gift Birgi Guðmundssyni, viðskipta- stjóra hjá Landsbankanum í London, og eiga þau eitt barn. Gengið um Grasagarðinn Í kvöld mun Félag garð- plöntuframleiðenda standa fyrir fræðslugöngu um Grasagarðinn í Reykjavík. Þar mun Guðmundur Vernharðsson garðplöntufram- leiðandi leiða gönguna og fjalla sérstaklega um nokkrar tegund- ir sem eru í framleiðslu og sölu hjá garðplöntuframleiðendum. Nýlega kom Félag garðplöntu- eigenda í samvinnu við Grasa- garðinn upp korti yfir 50 plöntur sem staðsettar eru í garðinum. Mæting er í lystihúsinu og hefst gangan klukkan 20. Eftir göng- una verður boðið upp á pipar- myntute úr laufum piparmyntu sem ræktuð er í garðinum. Heimsmeistarar í gervigreind Íslendingar eru heimsmeist- arar í gervigreind eftir að íslensk- ur hugbúnaður bar sigur úr být- um í keppni alhliða leikjaforrita í Vancouver í Kanada. Mennirnir á bak við hugbúnaðinn eru Yngvi Björnsson, dósent við Háskólann í Reykjavík, og Hilmar Finnsson, meistaranemi í tölvunarfræðum við HR. Markaðsstjóri HR segir að í keppninni hafi forritin þurft að spila um 40 mismunandi leiki, meðal annars útfærslur af skák, myllu og dammi. Óvissa ríkir um framhaldið á nýju greiðslukerfi Strætó bs.: Gamlir s­kiptimiðar í umferð á ný Gömlu skiptimiðavélarnar hafa öðlast aukið vægi í strætisvögn- um borgarinnar. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., seg- ir að nýja greiðslukerfið bili oft og jafnvel standi til að leggja það nið- ur. Á dagskránni er meðal annars að gera fólki kleift að fara á netið í strætó og bæta aðstöðu farþega sem bíða eftir vagni. „Fyrirtækið sem Reykjavíkur- borg gerði þróunarsamning við á nýju greiðslukerfi strætós fór á hausinn,“ segir Reynir. Aðrir aðil- ar hafa boðið þeim samninga en ekki hefur náðst samkomulag um verð. „Upphæðin sem þeir vildu fá var algjörlega óásættanleg.“ Hann segir að bæði Strætó bs. og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hafi fjárfest í búnaði til að nýta þá tækni sem þróuð var. Nú sitji þeir þó eftir með búnað sem aðeins sé hægt að nota að hluta. Reynir segir að eftir að í ljós kom að mögulega þyrfti að leggja kerfið niður hafi aðrir aðilar sett sig í samband við borg- ina til viðræðna um framhaldið. Hann nefnir að verið sé að skoða ýmsa möguleika til að gera strætó not- endavænni. „Við stefn- um að því að bjóða upp á betri aðstöðu á biðstöðvum. Í þessu sambandi hefur verið talað um lokuð, upphituð skýli.“ Hann bendir á að þetta yrði þó aðeins gert á stærri stoppistöðvum ef af verður. Að mati Reynis er það raun- hæfur og nærtækur möguleiki að farþegar strætós geti farið á netið í vögnunum á næsta ári. „Við stefnun að því að vagn- arnir sjálfir verði heitir reit- ir, eða hot spots, líkt og mörg kaffihús eru í dag. Þar get- ur fólk tengst netinu án þess að greiða fyrir þjónustuna.“ Reynir segir að áður hafi þessi hugmynd virkað fráhrind- andi þar sem til að nota heita reiti þurfti fólk að vera með fartölvu. „Meðalferðin með strætisvagni er það stutt að fólk væri oft rétt búið að ræsa tölvuna þegar komið væri á leiðarenda. Þetta horfir allt öðru vísi við þegar nýjustu farsímarnir geta tengst netinu með því að ýtt er á einn takka.“ erla@dv.is Á ferð um bæinn í strætisvagni að ári má búast við því að vagnarnir verði svo- kallaðir heitir reitir þar sem hægt er að fara á netið án aukakostnaðar. Bandaríski þáttarstjórnandinn Andrew Zimmern er hér á landi í leit að undarlegum íslenskum matarvenjum. Hann fjallar um slátur, rúgbrauð, saltfisk og íslenskar pylsur. Zimmern lét þó ekki vera að fá Sigga Hall til þess að elda fyrir sig huggulegar útgáfur af íslenska matnum. UNDARLEGUR ÍSLENSKUR MATUR Í SVIÐSLJÓSINU „Þeir eru búnir að fá sér pylsu og slát- ur og fleira í þeim dúr og voru svo hjá mér í aðeins huggulegri mat í fyrra- dag,“ segir Sigurður Hall matreiðslu- meistari. Þáttarstjórnandinn og veit- ingahúsagagnrýnandinn Andrew Zimmern, sem heldur úti þáttum og vefsíðu sem heita Bizarre Foods, er hér á landi að vinna sjónvarpsþátt um undarlegan íslenskan mat. „Hann er fyrst og fremst að leita að séríslenskum mat, ekki að nein- um óþverra,“ segir Sigurður. Hann segir Andrew og meðreiðarsveina hans hafa sérstakan áhuga á seyddu rúgbrauði og saltfiski. Á lundaveiðum í Eyjum Sigurður segist í fyrstu ekki hafa áttað sig á því hversu vinsælir Biz- arre Foods-þættirnir væru vestan- hafs. „Við fórum á Bæjarins bestu og þar voru bandarískir ferðamenn sem ætluðu alveg að verða vitlausir þegar þeir sáu Andrew,“ segir hann. Í þáttum sínum, sem sýndir eru á Travel Channel í Bandaríkjunum, ferðast Andrew um veröldina og sviptir hulunni af óvenjulegum mat- arvenjum, hvort heldur sem hann þarf að renna niður froskhjörtum sem ennþá slá eða kindaraugum, eins og hann orðar það á vefsíðu sinni. Í gær var haldið til Vestmannaeyja til þess að fylgjast með lundaveiðum og eldamennsku heimamanna. Íslenski humarinn stærstur „Ég eldaði lambakjöt og saltfisk fyrir Andrew á þriðjudaginn,“ seg- ir Sigurður. Hann segir að íslensk- ur humar hafi vakið sérstaka athygli hjá þáttarstjórnandanum. Íslenskir humrar séu enda með þeim stærstu sinnar tegundar í heiminum. „Það er mikilvægt að ruglast ekki á íslenska humrinum og þeim sem á ensku er kallaður lobster, sem er mun stærri og önnur tegund,“ segir matreiðslu- meistarinn. „Þeir voru líka mjög hissa þegar þeir áttuðu sig á því að hér á landi er ræktað grænmeti og ávextir á borð við tómata og jarðarber sem gefa þeim erlendu ekkert eftir, nema síð- ur sé,“ segir hann. Andrew Zimm- er hyggst skoða sérstaklega íslenska grænmetisræktun. Haglabyssa og reykofn Þegar Andrew hefur lokið þáttar- gerð um ákveðið land eða svæði gef- ur hann jafnan út leiðbeiningar fyrir ferðamenn á svæðinu. Hann bendir til að mynda ferðalöngum í Amazon- regnskógunum á að vara sig á því að borða ekki í ógáti conga-maura sem skríða um allt þegar meiningin er að snæða sítrónumaura, sem rómaðir eru fyrir bragðgæði. Það gæti eyði- lagt upplifunina. Fyrir þá sem ferðast með strönd Persaflóa bendir Andrew á að ef rey- kofn er að finna í bakgarði veitinga- húss sé maturinn líklegast góður. Ekki spilli fyrir ef garðurinn er þak- inn tómum haglabyssuskothylkjum. Búast má við því að Andrew gefi út svipaðar leiðbeiningar fyrir Ísland þegar ferðinni er lokið. Sigtryggur Ari jóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Í huggulega matnum andrew fjallar um innmat og slátur en lét þó ekki vera að snæða íslenskt lambakjöt og saltfisk að hætti Sigga Hall. Matreiðslumeistarinn Siggi Hall eldaði fyrir andrew Zimmern sem ferðast um heiminn í leit að undarlegum hefðum í matargerð. Útimarkaðir á Akureyri Útimarkaðir eru nú haldnir aðra hverja helgi á Ráðhústorg- inu á Akureyri. „Þetta er viðleitni hjá okkur til þess að lífga upp á miðbæjarstemninguna og við ætlum að halda þessu áfram í sum- ar svo lengi sem þetta gefur góða raun,“ segir Ragnar Hólm Ragnarsson, upplýsinga- fulltrúi hjá Akureyrarbæ. Á markaðnum eru seldar vör- ur á borð við jarðarber, hunang, rabarbara og ýmislegt handverk. „Ég á von á því að þetta verði jafnvel skemmtilegra núna um helgina en síðast,“ segir Ragnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.