Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 20
fimmtudagur 26. júlí 200720 Bestu & verstu kaupin DV
Hvernig ganga viðskiptin í Kjötborg?
„Þau ganga ljómandi vel, þakka þér fyrir.
Veðrið hefur verið svo gott undanfarið og
þær fáu hverfisbúðir sem eftir eru njóta
góðs af því. Reyndar erum við einir eftir á
stóru svæði og erum með stórt elliheimili
hér rétt hjá, en þar er fólk sem hefur versl-
að við okkur í áratugi. Annars eru aðaló-
vinir lítilla búða bílar. Það eru allir á bílum
nú til dags. Ef fólk er heima hjá sér í hverf-
unum í góðu veðri eins og er búið að vera
síðustu vikurnar, þá röltir það frekar út í
búð. Bíllinn er þá frekar skilinn eftir heima
og þá eru það verslunarmiðstöðvarnar sem
standa auðar. Við sjáum mikinn mun á við-
skiptum eftir veðri.“
Hafa viðskiptahættir fólks breyst
mikið í gegn�m �rin?
„Nei, ekki eins mikið og ætla mætti. Hjá
okkur staðgreiða sumir viðskiptavinir,
aðrir nota greiðslukort og svo er stór hóp-
ur hjá okkur sem er í reikningsviðskipt-
um upp á gamla mátann. Það er dálítið
ríkjandi ennþá, finnst mér. Fólk vill geta
sent börnin út í búð eða litið inn sjálft án
þess að þurfa að vera með veskið með sér
í hvert skipti. Svo eru aðrir sem alltaf vilja
ganga frá öllu um leið og það er bara hið
besta mál. Svona almennt séð er fólk nú
bara ósökp venjulegt í viðskiptaháttum og
reynir að gera sín góðu kaup eftir því sem
það getur. Fólk sem telur sig vera mest
sparsamt reynir að fara í stærstu búðirn-
ar og kaupa stórt inn. Við líðum ekki fyrir
það frekar en aðrir.“
Verðið þið aldrei fyrir barðin� �
óprúttn�m aðil�m?
„Það er varla hægt að tala um að svoleið-
is fólk komi hingað. Ég held stundum að
sumir tali meira um þetta en eðlilegt er.
Það er algjör undantekning að fólk reyni að
komast hjá því að borga eða reyni að svíkja
okkur. Það gerist nánast aldrei. Ég segi
stundum þegar ég er spurður að óheið-
arlegt fólk fari annað, hingað komi bara
heiðarlegt fólk.“
Er andrúmsloftið í hverfisbúð�n�m
annað en hj� stór� verslanakeðj�n-
�m?
„Já, allt annað. Ég finn að fólk vill hafa
búð í hverfinu hjá sér þar sem það getur
litið inn og spjallað meðan það grípur mat
í soðið eða brauð með kaffinu. Fólk vill
hitta nágrannana og finnur öryggi í því
að þekkja okkur sem afgreiðum og aðra
kúnna. Það myndast ákveðin hverfis-
stemning eins og hún var í gamla daga.
Hér versla margir fastakúnnar sem hafa átt
viðskipti mjög lengi við okkur. Annars finn-
um við líka fyrir því að unga fólkið vill hafa
vinalega búð í hverfinu.“
Manst� eftir kúnn�m sem hafa verið
sérlega útsjónarsamir eða klókir í
innka�p�m?
„Já, ég kann nokkrar sögur af skemmti-
legu fólki sem hjá okkur hefur verslað. Í
gamla daga var ég með búð í Stórholtinu.
Eitt sinn kom þar til mín maður sem var
mjög mikið fyrir að græða pínulítið og
spurði mig hvað síldarþrenna kostaði hjá
mér, en hún var framleidd af Íslenskum
matvælum sem staðsett voru í Hafnar-
firði. Honum þótti verðið allt of hátt og
ákvað að sleppa því að kaupa síldina hjá
mér. Þess í stað keyrði hann suður í Hafn-
arfjörð á framleiðslustaðinn. Þar fannst
honum verðið betra svo hann ákvað að
kaupa sér þrjár síldarþrennur, því verðið
var svo hagstætt. Svo liðu ekki nema tveir
eða þrír dagar þangað til maðurinn mætti
til mín aftur og spurði hvort hann mætti
ekki skila tveimur þrennum því honum
hefði ekkert fundist þetta sérstakt. Ég sá
aumur á manninum og tók við síldinni.
Þetta ferðalag hans hefur tekið hann allan
daginn því þá var mun meira mál að keyra
suður til Hafnarfjarðar auk þess sem hann
þurfti að bíða eftir afgreiðslu þar. Ég hafði
mjög gaman af þessum manni því hann
var alltaf að reyna að græða svolítið. En
það fór nú lítið fyrir sparnaðinum í það
skiptið.“
baldur@dv.is
Bílarnir
aðalóvinurinn
„Ég segi stundum þegar
ég er spurður að óheiðar-
legt fólk fari annað, hingað
komi bara heiðarlegt fólk.“
Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónassynir hafa
séð um rekstur Kjötborgar frá árinu 1981. Kjöt-
borg er ein af síðustu hverfisbúðunum sem
reknar eru í höfuðborginni. Búðin hefur verið
við Ásvallagötu 19 undanfarin 25 ár en foreldrar
þeirra bræðra ráku lengi vel verslun að Búðar-
gerði 10 þar sem þeir stigu sín fyrstu skref í
verslunarrekstri. Gunnar segir viðskiptin ganga
vel, sérstaklega þegar veður er hagstætt.
Gunnar Jónasson andrúmsloftið er heimilislegt í Kjötborg. Þangað kemur fólk bæði til að versla og spjalla.