Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 2
Ný stjórn Hitaveitunnar Ný stjórn Hitaveitu Suður- nesja var kjörin á hluthafafundi sem boðað var til í kjölfar mikilla hreyfinga með hlutafé Hitaveitunn- ar. Fulltrúar Reykjanes- bæjar í nýrri stjórn eru Árni Sigfús- son bæjar- stjóri, Björk Guðjónsdóttir og Guðbrandur Einarsson. Fyrir hönd Geysis Green Energy sitja Ásgeir Mar- geirsson forstjóri og Jón Sigurðs- son. Gunnar Svavarsson er full- trúi Hafnarfjarðarbæjar og Harpa Gunnarsdóttir situr fyrir Orku- veitu Reykjavíkur. Árni er formaður stjórnarinn- ar, Ásgeir varaformaður hennar og Björk er ritari. Kaupþing skilaði 46,8 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Það er um tíu millj- örðum meira en áætlaður kostnað- ur við byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Afkomutölur Kaup- þings voru birtar í gær. Hermann Þórisson hjá greiningardeild Lands- bankans segir að búist hafi verið við því að Kaupþing myndi skila góð- um hagnaði og telur hann afkom- una jákvæða fyrir íslenskan mark- að. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreina- sambands Íslands, líkir vaxtastefnu bankanna við okurstarfsemi. Ákall verkafólks til viðskiptaráðherra Ef hagnaður Kaup- þings á þessum fyrstu sex mánuðum ársins er skoð- aður nánar sést að bank- inn hagnaðist um 180 þúsund krónur á mínútu, eða sem svarar mánað- arlaunum verkamanns. Kristján Gunnarsson spyr hvort ekki megi end- urskoða vaxtastefnu bankans í ljósi þess- arar góðu afkomu. „Ég held að ákall verka- fólks til nýskipaðs við- skiptaráðherra sé að taka þessi mál til end- urskoðunar. Það er kom- inn tími til að vaxtaokr- inu fari að linna.“ Hann segist hafa heimildir fyrir því að bankarn- ir græði mest á hluta- bréfaviðskiptum og því óþarfi að rukka hinn almenna borgara um himinháa vexti. „Fólk gengur vart svo fram- hjá banka án þess að því sé boðinn yf- irdráttur.“ Hagnaður hluthafa Kaup- þings nær tvöfaldaðist á milli ára og nam nú um 25,5 milljörðum króna. Hermann segir þetta gríðarlega aukningu. „Ég held að það hljóti að teljast jákvætt fyrir Ísland að bönk- unum gangi svona vel. Það hlýtur að skila sér í ríkara landi.“ Afkoma Kaupþings var hærri en spár höfðu gert ráð fyrir. „Þetta var um millj- arði hærra en við bjuggumst við. Sá milljarður er að miklu leyti til kom- inn vegna meiri gengishagnaðar og vaxtatekna. Bankanum hefur geng- ið vel að fjármagna á kjörum sem skila sér í hærri vaxtatekjum. Þessar miklu vaxta- tekjur koma einna helst á óvart í þessu uppgjöri.“ Heildareignir bankans námu í júní- lok um 4.570,4 millj- örðum króna og jukust þær um 23,3 prósent á föstu gengi frá áramót- um. Hermann bendir á að eign- ir Glitnis og Lands- bankans voru á síð- asta ársfjórðungi um 2.200 millj- arðar króna en þeir birta báðir nýjar afkomutöl- ur í kring- um mán- aðamótin. „Það kæmi ekki á óvart þótt það yrði mikil aukning hjá þeim líka.“ Til samanburðar voru eignir lífeyrissjóðanna um 1.500 milljarðar króna í lok apríl. Þóknunartekjur dygðu til að tvöfalda Suður- landsveg Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér í gær segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri að mikil aukn- ing á tekjum af vöxtum og þóknun- um einkenni uppgjörið. Hreinar vaxtatekjur Kaupþings jukust um 38 prósent á milli ára og námu nú um 19,2 milljörðum króna. Venjuleg lán námu á tímabilinu um 400 milljörðum og jukust um 20 prósent frá fyrra ári. Vext- ir af þeim eru inni í þessari tölu. Vaxtatekjurnar í heild samsvara fjórföldum bygg- ingarkostnaði höfuðstöðva Orkuveitunnar. Þóknunartekjur á öðr- um ársfjórðungi jukust um 65 prósent á milli ára og voru nú 15,2 milljarðar króna. Þetta eru þær tekjur sem bankinn fær fyrir hvers kyns þjónustu sem veitt er viðskiptavinum, hvort sem það eru ein- staklingar eða fyrir- tæki. Fyr- ir þessa upphæð mætti tvö- falda Suð- urlands- veginn ef miðað er við útreikninga Vegagerðar- innar. fimmtudagur 26. júlí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kjarnafæði hefur ákveðið að inn- kalla sendingu af Gamaldags sveita- kæfu í 250 gramma pakkningum. „Það sem gerðist þarna var að við fengum ábendingu um að einstakl- ingur hefði fengið í magann af því að snæða þessa kæfu og við brugðum á það ráð að kalla strax alla framleiðsl- una inn,“ segir Eðvald Valgarðsson hjá Kjarnafæði. Sýni hafa þegar verið send til rannsóknar og enn sem komið er bendir ekkert til þess að galli hafi verið á framleiðslunni. „Við verðum engu að síður að hafa vaðið fyrir neð- an okkur. Þess vegna biðjum við fólk að hafa samband við okkur ef það telur sig hafa þessa kæfu í ísskápn- um,“ segir Eðvald. Pökkunardagsetn- ing á umræddri sveitakæfu er 6. júlí 2007, og síðasti neysludagur er 26. júlí. Kjarnafæði hefur þegar fengið til baka alla þá Gamaldags sveitakæfu sem var í verslunum. Gamaldags sveitakæfa er kælivara og ekki verður loku fyrir það skotið að kæfan hafi skemmst í meðförum hjá þeim sem varð fyrir magaóþæg- indunum. Talið er að magakveisan hafi stafað af jarðvegsbakteríu sem þrifist getur í ýmsum matvælum og hráefnum. „Ef einhver á ennþá svona kæfu biðjum við fólk að koma henni til okkar og við munum endurgreiða fólki og bæta því óþægindin. Það er stórmál fyrir okkur ef eitthvað svona lagað kemur upp og algjört lykilatriði að við náum að bregðast skjótt og örugglega við,“ segir Eðvald. Hann segir að öllum ætti að vera óhætt að neyta þeirrar kæfu sem nú er að finna í verslunum. sigtryggur@dv.is Kjarnafæði innkallar Gamaldags sveitakæfu: Neytandi fékk í magann af kæfu Keypt í matinn Kjarnafæði hefur kallað inn gamaldags sveitakæfu. Ekkert bendir til þess að framleiðslan sé gölluð. Kaupþing hagnaðist um mánaðarlaun verkamanns á hverri mínútu fyrstu sex mánuði ársins, 180 þúsund krónur. Hagnaðurinn var 46,8 milljarðar, tíu milljörðum krónum meira en kostar að byggja hátæknisjúkrahús. Græddu máNaðar- lauN verkamaNNs á míNútu Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Þessar miklu vaxta- tekjur koma einna helst á óvart í þessu uppgjöri.“ Kaupþing Kaupþing skilaði gífurlegum hagnaði fyrri helming ársins. afkomutölur bankans voru kynntar í gær. fyrirfram var búist við góðum afkomutölum og er búist við að svipað verði uppi á teningnum þegar glitnir og landsbankinn gera upp ársfjórðunginn. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri mikil aukning á tekjum af vöxtum og þóknunum einkenna uppgjörið. Kristján Gunnarsson Kristján segir fólk vart geta gengið framhjá banka án þess að vera boðin yfirdráttarlán Bremsulaus í kópavogi Sautján ára piltur slapp með skrekkinn þegar vinnubíll sem hann ók hafnaði á umferðarljós- um í Kópavogi í gær. Pilturinn hugðist nema staðar við gatna- mót en uppgötvaði þá sér til skelf- ingar að bremsurnar virkuðu ekki. Hann náði að sveigja upp á gras- eyju en þar hafnaði bíllinn, sem var með kerru í eftirdragi, á um- ferðarljósum eins og fyrr sagði. Nokkur umferð var um gatnamót- in þegar óhappið átti sér stað og því mildi að ekki fór verr. Greiða tvær milljónir Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Vestmannaeyja- bæ til að greiða fyrrverandi eiganda matvælaverksmiðj- unnar Öndvegisrétta tvær milljónir króna. Upphæðin sem bænum var gert að greiða kom til vegna þess að fyrirhug- að var að setja upp matvæla- verksmiðju í Vestmannaeyjum árið 2001. Ekkert varð úr því að fyrirtækið hæfi starfsemi í Eyj- um. Þróunarfélag Vestmanna- eyja hafði gert samning árið 2001 við eiganda Öndvegis- rétta um kaup á fyrirtækinu og flutning þess. Krafðist eigandi matvælaverksmiðjunnar þess einnig að fá skaðabætur vegna vangoldinna launa en bærinn var sýknaður af þeirri kröfu. Kerra kyrrsett Sem fyrr fylgist lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með því að búnaður vegna eftirvagna sé í lagi. Þetta á ekki síst við um tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi. Einn- ig um kerrur af ýmsu tagi, þar á meðal hestakerrur, en ökumaður með eina slíka í eftirdragi var stöðvaður í gær. Kerran var bæði óskoðuð og án hemlabúnaðar. Þá var þyngd hennar umfram drátt- argetu bílsins sem maðurinn var á. Kerran var kyrrsett. Eft- irlit lögreglu með eftirvögn- um heldur áfram og mega ökumenn búast við afskiptum hennar af þeirri ástæðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.