Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 30
fimmtudagur 26. júlí 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Gleðipinnanum Páli Óskari Hjálmtýssyni tókst um helg- ina það sem mörgum þekktum tónlistarmönnum, innlendum sem erlendum, hefur mistekist að gera. Á laugardag- inn var hélt Palli svokall- að Burn- partí þar sem seldist upp. Það var gjörsam- lega troðið á staðnum og þegar blaða- maður DV kom að stóð einn dyravörður staðarins fyrir utan og öskraði á æstan lýðinn að uppselt væri og að fleirum yrði ekki hleypt inn. Þá hafði safnast saman múgur og margmenni fyrir utan Nasa sem ólmur vildi hlýða á fyrrum Eurovision-goð- sögnina. n Í dag klukkan 14 verður hald- inn blaðamannafundur á Kjar- valsstöðum. Tilefnið er stórtón- leikar Rásar 2 á menningarnótt. Þar mun hinn þjóðþekkti út- varpsmaður Ólafur Páll Gunn- arsson, eða Óli Palli, kynna hvaða tíu hljómsveitir koma til með að troða upp á tónleikun- um. Reyndar kemur fram í DV í dag að Mannakorn muni spila á tónleikunum en annað liggur ekki ljóst fyrir. Tónleikarn- ir fara fram á Miklatúni, eða Klambratúni eins og það er líka kallað, og er það Landsbankinn sem heldur tónleikana ásamt Rás 2. n Gilzenegger segir á nýrri vef- síðu sinni gillz.is að Blikar hafi lengi leitað að nýju nafni fyrir stuðningsmannaklúbbinn. Nýtt nafn er komið í leitirnar en það er: Græna pandan. Gillz segir enn fremur að Blikarnir séu með langöflugustu stuðnings- mennina á landinu. KR-ingar hafi staðið sig vel en þeir séu næst bestir. „Málið með stuðn- ingsmannaliðið þeirra er að þeir eru ekki nema svona 7-8 gæjar sem eru allir háværari en spik- feiti Valsar- inn sem er alltaf kolgeð- veikur öskr- andi. Græna pandan samanstend- ur af 150 kol- geðveikum helmöss- uðum stuðningsmönnum sem taka allir LÁGMARK 110 í bekk.“ Hver er maðurinn? „Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og alræmdur ævi- sagnahöfundur.“ Hvernig líður þér að hafa málaferli Jóns Ólafssonar yfirvofandi? „Þau komu mér á óvart. Þetta er allt með ólíkindum, ég hélt að þessu væri lokið. Ég óska Jóni alls góðs í sínum viðskiptum. Hann hefur sýnt að hann hefur gott viðskiptavit.“ Er búið að sækja óeðlilega að þér undanfarin misseri? „Ég er ekki viss um það. Ég segi eins og Hallfreður vandræðaskáld; ungur var ég harður í tungu. Senni- lega hef ég átt allar árásirnar skilið. Ég met mikils hversu dugleg Helga Kress hefur verið að prófarkalesa bækur mínar, það hefur verið mér lærdómsríkt.“ Hvernig stendur á þessu öllu saman? „Ég er umdeildur maður en ég vona að ég hafi lagt mitt litla lóð á vogaskálarnar við að breyta Íslandi til hins betra. Það eru margir and- stæðingar þess. Það getur vel verið að menn vilji ráðast á litlu Alban- íu þegar menn þora ekki að ráðast á Kína og velji mig þess vegna sem skotmark.“ Er þetta einelti? „Sumir saka mig um einelti gagn- vart óvinum mínum þannig að það hlýtur að jafnast út. Ég verð nú að játa að ég hef gerst spakari og frið- samari með árunum þannig að ég fyrirgef öllum fúslega og ljúflega sem það hafa gert.“ Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að verjast? „Þá les ég og skrifa, drekk góð vín og skrafa við góða kunningja. Ég hef einnig gaman af því að ferðast.“ Hvað finnst þér um íslensk stjórnmál í dag? „Íslensk stjórnmál hafa gerbreyst. Þau eru að hverfa sem stjórnmál. Í dag hugsa allir um að græða á daginn og grilla á kvöldin og eru hættir pól- itísku þrasi. Íslendingar eru komnir upp úr skotgröfunum og inn í bank- ana að telja peninga. Þjóðfélagið er orðið mun ópólitískara en það var.“ Er ekki eftirsjá að Davíð? „Jú, úr stjórnmálunum en hann nýtur sín ágætlega sem seðlabanka- stjóri. Hann var stórkostlegur stjórn- málamaður en mér finnst Geir H. Haarde standa sig mjög vel sem for- sætisráðherra.“ Er hann þá einn af þeim sem komið hafa upp úr skotgröfun- um og eru farnir að telja pen- inga? „Nei, en hann hefur skapað skil- yrði fyrir aðra til að græða á daginn og grilla á kvöldin. Það er mun þarf- ari iðja heldur en að eyða öllum tím- anum í þrætur og í að skipta síminnk- andi köku. Það er miklu betra að gefa fólki tækifæri til að baka fleiri kökur.“ Hvað með ungu kynslóðina í stjórnmálunum, á hún von? „Já mér líst mjög vel á ungu kyn- slóðina í flestum flokkum. Ég get nefnt Björn Inga Hrafnson, Gísla Martein Baldursson, Sigurð Kára Kristjánsson, Bjarna Benediktsson, Birgi Ármannsson, Björgvin Sig- urðsson, Kristrúnu Heimisdóttur og marga aðra. Þetta er ungt nútíma- fólk sem er sömu skoðunar og ég; að Ísland verði fordæmi og fyrirmynd annarra ríkja.“ Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? „Við lifum á miklu hlýindaskeiði í veðurfari og ég vona að það hlýni líka í hjarta þeirra sem reyna að ásækja mig. Aðalatriðið er að enginn verður með orðum veginn. Menn eru ekki ofsóttir nema menn upplifi það sjálf- ir þannig og það geri ég ekki. Ég er mjög sáttur við lífið og tilveruna.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx xxxx xx +12 4 xx xx xx xx +10 4 +9 7 +15 4 +9 4 xx xx xx xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +11 4 xx +107 xx +12 4 +11 4 xx xxxx xx +10 1 +11 4 xx xx xx xx xx +9 4 +9 1 +12 4 +8 4 xx xx xx -xx -xx MAÐUR DAGSINS NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Sennilega hef ég átt áráSirnar Skilið Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson sér um ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Skattalækkanir til kjarabóta“ sem haldin verður í dag, en þrír Nóbelsverðlauna- hafar hafa meðal annarra komið að verkefninu. 1litið um öxl - Fátt er betra en að staldra við og líta um öxl. Fara í rólegheitum yfir það hvað fortíðin hefur leitt af sér. Ef þú horfir yfir farinn veg gefst þér tóm til að leggja ískalt mat á það sem hefur gerst í lífinu undanfarin misseri, sjálfum þér og öðrum til heilla og velfarnaðar. 2Stöðutékk - Nauðynlegt er að staldra við endrum og eins til að taka stöðuna. Þá er mikilvægt að bakka og reyna að horfa á sjálfan sig úr fjarlægð. Þegar menn gefa sér tíma til að staldra við verður oft meira úr verki, jafn- vel þótt menn íhugi vel og lengi. Staldraðu, staldraðu, staldraðu við, eins og Stuðmenn. 3framhaldið - Ertu kominn í þrot? Eru fjármálin í óreiðu eða „lentirðu“ í framhjáhaldi? Ertu að feta slóð sem þú vilt ekki feta? Reyndu að sjá fyrir hvernig framtíðin verð- ur ef þú heldur áfram á sömu braut. Þegar maður straldr- ar við er kjörið að spyrja sig spurninga á borð við þær sem hér voru taldar upp. Viltu virkilega halda ósiðum þínum áfram? Staldraðu við og hugsaðu málið til enda. 4lærðu af öðrum - Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Þegar þér finnst tím- inn líða of hratt skaltu staldra við og reyna að læra af mistökum annarra. Maður á að nýta sér mis- tök annarra á þann hátt að maður passi sig á þeim sjálfur. Á þann hátt má komast hjá flestum algengum áföllum. 5margt í boði - Sem betur fer höfum við Íslendingar tæki- færi. Tækifæri til að lifa og dafna. Láttu ekki tæki- færið renna þér úr greipum með fljótfærnisleg- um ákvörðunum. Staldraðu við og skoðaðu alla kosti af gaumgæfni. ástæður til að staldra við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.