Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 26
Hljómsveitin Steed Lord kemur til með að spila á Global Gathering- danshátíðinni sem fram fer í nám- unda við Stratford í Englandi nú um helgina en mikil flóð hafa skollið yfir borgir og bæi í Englandi að undan- förnu og einna mest í Stratford. Svala Björgvinsdóttir, söngkona sveitar- innar, segir hljómsveitina hafa verið í sambandi við aðstandendur hátíð- arinnar og útlit sé fyrir að flóðalaust sé á tónleikasvæðinu sjálfu. „Tón- leikasvæðið er svo langt fyrir ofan sjávarmál, á gömlu flugvélasvæði, svo það er alveg hægt að halda há- tíðina þrátt fyrir allt það hræðilega sem er að gerast þarna rétt hjá,“ segir Svala og bætir því við að ýmsir aðr- ir gistimöguleikar séu í boði aðrir en rennblautt tjaldið. „Þetta er náttúru- lega alveg risastórt tjaldsvæði svo fólk getur valið um alls kyns svæði til að gista á. Það er til dæmis hægt að leigja svona litla skála til að sofa í og svo er líka sérstakt húsbíla- og tjaldvagnasvæði.“ Global Gather- ing er stærsta danshátíð í Evrópu en Svala telur þó færri en vanalega sækja hátíðina í ár vegna flóðanna. „Það eru yfirleitt svona sextíu til sex- tíu og fimm þúsund manns á hátíð- inni en það eru um fimmtíu þúsund í ár og þar af alveg sjötíu Íslendingar sem keyptu sér ferð í gegnum Flex,“ en Flex er athafnafyrirtæki sem hef- ur flutt inn marga fræga plötusnúða eins og til dæmis Deep dish. Mælt með Steed Lord Um hundrað og fimmtíu hljóm- sveitir spila á hátíðinni í ár og eru stærstu nöfnin meðal annars Ba- sement Jaxx og Faithless auk Hot Chip, Klaxons og gríðarlega margra af þekktari plötusnúðum og dans- hljómsveitum heims. „Við spilum á sviði sem er eingöngu með svona upprennandi og ferskar hljóm- sveitir og á sama sviði og við verð- ur meðal annars Uffie vinkona okk- ar sem spilaði hér heima á Barnum,“ segir Svala og bætir því við að út- varpsstöðin Radio one í Bretlandi hafi verið dugleg að mæla með og spila lög með Steed Lord. „Radio one verður með beina útsendingu frá hátíðinni og þeir hafa mælt alveg sérstaklega með því að sjá okkur á föstudeginum.“ Eru að taka upp plötu Á laugardeginum kemur Steed Lord svo til með að spila í Amster- dam í Hollandi á svokölluðu Street Lab Festivali. „Það er svona tísku- og tónlistartengd hátíð og við erum sem sagt sett saman með hollensk- um fatahönnuði sem er með tísku- sýningu þegar við erum búin að spila,“ segir Svala en hljómsveitin drífur sig svo strax aftur heim til Ís- lands eftir helgi til að klára að taka upp fyrstu plötu sína „Við förum bara beint í hljóðver og vonumst til þess að platan nái að koma út fyr- ir Airwaves. Platan verður gefin út hérna heima en svo erum við í sam- bandi við nokkur fyrirtæki varðandi dreifingu erlendis,“ segir söngkonan Svala hress að lokum. krista@dv.is fimmtudagur 26. júlí 200726 Bíó DV Plötusnúðaskvísan Sóley ætlar að þeyta skífum ásamt Dj. Dóra á Ólíver á laugardaginn en hún hefur ekki spilað frá árinu 2005: Dj Sóley snýr aftur í eitt kvöld „Þetta er bara svona til að rifja upp gamla tíma. Æ, það er bara sumar og sól og þótt ég sé búin að segjast vera hætt þessu er þetta náttúrulega svo gaman,“ segir plötusnúðurinn Sóley Kristjánsdóttir sem kláraði nýlega BA- nám í sálfræði og hefur einbeitt sér að móðurhlutverkinu og því ekki spilað á skemmtistöðunum frá árinu 2005. Sóley ætlar hins vegar að rifja upp gamla takta ásamt Dj Dóra á skemmtistaðnum Ólíver á laugardags- kvöldið. „Það getur vel verið að maður spili einhvern tímann aftur en það er ekkert planað eins og er. Það var bara búið að suða svo mikið í mér að ég er bara að friða þessa allra erfiðustu,“ segir Sóley hlæjandi aðspurð hvort hún sé nú aftur byrjuð að plötu- snúðast af fullum krafti. „Núna eru líka svo margir að spila saman tveir og tveir og það er ákveðin tilbreyting í því fyrir mig. Maður er líka miklu frjálsari þannig og getur alveg leyft sér að spjalla aðeins ef maður hittir einhvern. Svo er líka bara gaman að prófa nýjan stað en ég hef aldrei áður spilað á Ólíver, ætli við byrjum ekki að spila í kringum miðnætti,“ segir hin glaðlynda Sóley að lokum og hvetur að sjálfsögðu sem flesta til að mæta á laugardagskvöldið. Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður Spilar á Ólíver á laugardagskvöldið. Íslenska hljómsveitin Steed Lord spilar á danshátíðinni Global Gathering sem fram fer í námunda við Stratford í Englandi um helgina, en mikil flóð hafa skollið á í Englandi að undanförnu. Svala Björgvinsdóttir söngkona segir tónleikasvæðið þó vera flóðlaust og fínt. Dansað í rigningunni VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SHREK, Fíóna, Stígvélaði kötturinn og Asninn eru mætt aftur í skemmtilegasta ævintýri allra tíma álfabakka DIGITal kRINGlUNNI VIP kEflaVÍk akUREYRI www.SAMbio.is 575 8900 Blind dating kl. 8 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 2 - 4 - 6 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 8 - 10:10 L OCEan´S 13 kl. 10:10 7 gEORgia RUlES kl. 5:30 - 8 - 10:30 7 HaRRY POttER 5 kl. 5:20 - 8 - 10:40 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 L SHREK 3 M/- Ensku TAL kl. 8 L PiRatES 3 kl .10 10 HaRRY POttER 5 kl. 6 - 9 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 L Blind dating kl. 8 L diE HaRd 4 kl. 10 14 gEORgia RUlES kl. 8 - 10 7 HaRRY POttER 5 kl. 6 - 9 10 SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 6 L gEORgia RUlES kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 7 HaRRY POttER 5 kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 10 HaRRY POttER 5 kl. 2 - 5 - 8 10 HaRRY POttER 5 kl. 5 - 8 EVan alMigHtY kl. 2 - 4 - 6 L ÞESSAR 8 KONUR ERU UM ÞAÐ BIL AÐ HITTA 1 DJÖFULLEGAN MANN! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 HARRY POTTER kl. 3 - 4 - 6 - 7 - 9 - 10 HARRY POTTER LÚXUS kl. 3 - 6 - 9 EVAN ALMIGHTY kl. 4 - 6 - 8 - 10 DIE HARD 4.0 kl. 8 - 10.45 FANTASTIC FOUR 2 kl. 3 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 FORSALA Á DEATH PROOF kl. 5.20 - 8 - 10.40 TAXI 4 kl. 6 - 8 - 10 DIE HARD 4.0 kl. 5.30 - 8 - 10.40 FANTASTIC FOUR 2 kl. 5.45 - 8 - 10.15 16 10 14 16 14 14 16 16 12 DEATH PROOF kl. 8 - 10.15 1408 kl. 8 - 10* EVAN ALMIGHTY kl. 6 DIE HARD 4.0 kl. 5.40* *SÍÐUSTU SÝNINGAR 16 16 14 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu DEATH PROOF kl. 5.20 - 8 - 10.40 1408 kl. 5.50 - 8 - 10.10 DIE HARD 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING NÝJASTA MEISTARAVERK "GEGGJAÐUR STÍLL... STERK OG BRÁÐSKEMMTILEG ...BARA STUÐ!" - ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON, MANNLÍF - S.V - MBL. “HELVÍTI FLOTTUR HOLLUSTUEIÐUR” - T.S.K - BLAÐIÐ TRANSFORMERS kl. 10-POWER FORSÝNING 10 DEATH PROOF kl. 4.50, 7.30 og 10 16 1408 kl. 8 og 10 16 EVAN ALMIGHTY kl. 4 og 6 L DIE HARD 4.0 kl. 7.30 14 SHREK 3 íslenskt tal kl. 4 og 5.45 L - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Sími: 553 2075

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.