Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 9
óvenjulegra veðurafbrigða í Evr- ópu með miklum hitum og flóð- um um álfuna, megi rekja til gróðurhúsaáhrifa. Í gær unnu björgunarmenn á Englandi hörð- um höndum að því að halda aft- ur af flóðum sem eru þau verstu í landinu í sextíu ár. Um 250 þús- und manns eru án rafmagns og 140 þúsund manns eru án drykkj- arvatns. „Við megum búast við því að slík öfgaveðurafbrigði verði al- gengari í framtíðinni. Að halda einhverju öðru fram væri afar óá- byrgt af okkar hálfu,“ segir Nick Reeves, yfirmaður hjá CIWEB sem sérhæfir sig í því að kanna um- hverfisáhrif í heiminum. Búist er við því að hiti lækki á flestum svæðum Suður- og Aust- ur-Evrópu á næstu dögum. HUNDRUÐ LÁTAST VEGNA HITABYLGJU Í EVRÓPU DV Fréttir fimmtudagur 26. júlí 2007 9 Talíbanar hafa myrt einn af þeim tuttugu og þremur suður-kóresku gíslum sem þeir rændu í Afganistan í síðustu viku. Talsmaður talíbana greindi frá þessu í samtali við frétta- stofu CNN á miðvikudag. Ástæðuna fyrir morðinu sagði hann vera þá að ekki hafi verið geng- ið að kröfum talíbana, en þeir höfðu meðal annars óskað eftir því að her- menn frá Suður-Kóreu yrðu kallaðir frá Afganistan og að þeim talíbönum sem eru í haldi í Kabúl yrði sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Afganistan fannst lík gísls- ins sundurskotið. Qari Mohammad Yousif Ahmadi, talsmaður talíbana, sagði að hin- ir gíslarnir yrðu myrtir upp úr mið- nætti að staðartíma á fimmtudag ef ekki verði gengið að kröfunum, eða klukkan hálfníu í kvöld. Fylkisstjóri í Quara Bagh sagði við CNN að talíbanarnir héldu gíslun- um á ólíkum stöðum til að torvelda leit. Gíslunum tuttugu og þremur var rænt þegar þeir voru á gangi á aðalveginum við Kabúl. Suður-kór- eska fréttastofan Yonhap hefur gefið út að átta gíslanna hafi verið sleppt en CNN hefur ekki fengið þær fregn- ir staðfestar. Áður hafði Yousif Ah- madi varað við því að yfirvöld í Ka- búl fengju ekki annað tækifæri til að mæta kröfum talíbananna. Hamid Karzai, forseti Afganist- an, hefur gefið út að hann muni ekki skipta á gíslum. Hann var gagnrýnd- ur harðlega þegar hann sleppti fimm talíbönum úr fangelsi í marsmánuði í skiptum fyrir ítalskan fréttamann. Krafa talíbana um að yfirvöld í Seúl kalli heim þá 200 hermenn sem eru í Afganistan er líklegri til að verða uppfyllt þar sem Kóreubúar hafa áður sagst ætla að kalla þá frá Afganistan á þessu ári. Talíbanar rændu tuttugu og þremur suður-kóreskum trúboðum: Næstum aldargömul ensk sam- tök gefa árlega út leiðarvísi fyrir ung- ar konur um það hvernig beri að lifa í sátt við straujárn, eldavél og fram- kvæma alls kyns venjuleg heimil- isstörf. Í ár hefur þó orðið breyting á því nú er nútímakonum kennt að stunda öruggt kynlíf og borga niður skuldir. Svokallaðir Leiðarvísar fyrir stúlk- ur, Girl guide, koma út á Englandi með reglulegu millibili. Í þeim eru stúlkum kenndar dyggðir heimilis- starfanna og geta þær unnið sér inn sérstök verðlaunamerki með því að vera góðar húsmæður. Þessar nýju áherslur eru til komnar eftir að gerð var víðtæk könnun meðal kvenna sem nota leiðarvísinn, en um fimm hundruð þúsund konur eru meðlim- ir í samtökunum Girl guide. Samtökin gefa út ólíka leiðarvísa fyrir hvern aldurshóp og í hópi elstu stúlknanna, eða sextán ára og eldri, þótti mikilvægast að þær lærðu að fara með fjármálin. Í fjórða sæti kom síð- an mikilvægi þess að læra að stunda öruggt kynlíf. Niðurstöður könnun- arinnar notuðu samtökin til þess að gefa út leiðarvísa fyrir nútímakonur. Þessar nýju áherslur hafa valdið nokkurri hneykslan meðal gagnrýn- enda. En talsmaður þeirra, Liz Bur- ley, lætur slíkt tal sem um vind um eyru þjóta. „Við viljum veita stúlkum tækifæri á því að öðlast hæfni til þess að takast á við vandasamt líf í nú- tímaveröld. Samfélagsmörk standa ekki í stað og því viljum við í sífellu spyrja meðlimi okkar hvað þeim finnst til þess að vera í takt við það sem ungar konur takast á við í dag,“ segir Burley. Árið 1910 var haft fyrir ungum konum að strauja og mjólka kýr. Þá voru ungar konur jafnframt hvattar til að stunda íþróttir og fara í útilegur sem gagnrýnendur þess tíma töldu „hneykslanlegt“ og kölluðu samtök- in „kjánaleg og hættuleg“. Fótboltaáhugamenn látast Að minnsta kosti 50 létust og 135 særðust í Bagdad í Írak þegar tvær sprengjur sprungu innan um mannfjölda sem var að fagna sigri landsliðs Íraka gegn Suður- Kóreu í undanúrslitum í Asíu- meistaramótinu í fótbolta. Þúsundir manna dönsuðu og sungu saman á götum Bagdad til að fagna sigrinum og telur lögreglan að vísvitandi hafi ver- ið ráðist á fótboltaáhugamenn. Þetta var fyrsti markverði sigur landsliðsins í fjölda ára. Prófessor hrósar al-Kaída Prófessor sem líkti fórnarlömbum árásarinnar á Tvíburaturnana við nasista var á þriðjudag rekinn úr stjórn háskólans í Colorado. Árið 2002 skrifaði Churchill ritgerð um árásina 11. september 2001 og sagði hana réttlætanleg viðbrögð við harð- ræði bandarískra lögreglumanna í Mið-Austurlöndum. Einnig hrósaði hann hugrekki árásarmannanna. Hann fær áfram að kenna við skól- ann en forsvarsmenn hans segja brottrekstur úr stjórninni ekki tengj- ast pólitískum skoðunum hans. Styðja ekki sjálfsmorðsárásir Stuðningur íslamstrúarmanna við sjálfsmorðsárásir gegn óbreyttum borgurum hefur minnkað allveru- lega í íslamstrúarlöndum frá því 2002, að því er fram kemur í niður- stöðum nýrrar, stórrar könnunar. Þrátt fyrir þetta segjast 70 prósent Palestínumanna trúa því að í sum- um tilfellum megi réttlæta sjálfs- morðsárásir. Könnunin náði til 45 þúsund manna í 47 löndum. Í nið- urstöðum hennar kom einnig fram að fólk er almennt bjartsýnt um að næsta kynslóð muni eiga betra líf. Myrtu kóreskan gísl Samtök sem gefa út leiðarvísi fyrir ungar konur valda hneykslan fyrir að kenna þeim að stunda öruggt kynlíf: Hvernig á að stunda öruggt kynlíf? Brunarústir ferðamenn á ítalíu áttu fótum sínum fjör að launa eftir að eldur gaus skyndilega upp. Slökkvistarf í fullum gangi mikið álag er á slökkviliðum um alla Evrópu. Kennt að mjólka Árið 1910 var konum kennt að mjólka kýr í leiðarvísi. Aðstandendur gíslanna Ættingjar gíslanna tuttugu og þriggja bíða í ofvæni eftir fregnum af ástvinum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.