Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2007, Blaðsíða 7
Í DV í fyrradag sagði Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur hjá Samtök- um iðnaðarins, að gengið héldist lík- lega hátt á meðan stýrivextir héldust háir. Ingunn segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær krónan veik- ist á nýjan leik. „Seðlabankinn hef- ur gefið það út að stýrivextir verði ekki lækkaðir í bráð. Þegar það gerist mun krónan veikjast og það gæti sett mörg heimili í ákveðinn vanda.“ DV Fréttir fimmtudagur 26. júlí 2007 7 Íslendingum stendur til boða að kaupa nýjan Bugatti Veyron 16,4 á tæpar tvö hundruð milljónir króna. Bíllinn er rúmlega þúsund hestöfl og er aðeins 2,5 sekúndur upp í hundrað. Ásberg Helgi Helgason, sölumaður hjá Sparibíl, segir að söfnunargildi bíls- ins sé mikið en hefur ekki ennþá fengið neinar fyrirspurnir frá áhugasömum einstakl- ingum í bílaleit. 200 MILLJÓNIR FYRIR BÍL „Þetta er nýr og óskráður bíll sem við getum boðið til sölu og hann hefur aðeins verið keyrður nokkra flutn- ingskílómetra,“ segir Ásberg Helgi Helgason, sölumaður hjá Sparibíl. Á vefsíðunni bilasolur.is er auglýst- ur til sölu Bugatti Veyron 16,4 og er ásett verð á bílnum tæpar 200 millj- ónir króna og er það endanlegt verð þegar búið er að greiða tolla og flutn- ingsgjöld. Ásberg segir að söluskrá fyrirtækisins sé beintengd geng- inu og breytist því frá degi til dags. Þannig lækkaði verðið á bílnum um tæpa eina og hálfa milljón á einum degi vegna hagstæðrar krónu. 2,5 sekúndur í hundrað Bíllinn sem er 2006 árgerð er rúmlega eitt þúsund hestöfl og það tekur hann aðeins 2,5 sekúndur að fara í hundrað kílómetra hraða. Ef vilji er fyrir hendi er þó hægt að koma honum í tvö hundruð kíló- metra hraða á aðeins 7,3 sekúnd- um en hámarkshraði bílsins er 407 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn er í heildina sjö gírar og er gírskipt- ingin svipuð og í formúlu eitt öku- tækjunum og án kúplingar. Brems- ur bílsins þykja einnig mjög öflugar og þarf hann aðeins rúmlega þrjá- tíu metra svigrúm til að bremsa úr hundrað kílómetra hraða niður í núll. Ásberg segist ekki hafa fengið neinar fyrirspurnir frá áhugasöm- um kaupendum en þó geti það alveg eins gerst að bíllinn seljist. „Það hafa margir bílaáhugamenn spurst fyrir um bílinn. Það er alveg til fólk sem á peninga fyrir þessu en spurning- in er hvort það vilji nota þá í þessa fjárfestingu. Notagildið er ekki mikið hérna á Íslandi en það væri þá helst að menn myndu kaupa hann til að nota erlendis.“ Mikið söfnunargildi Þrátt fyrir að bíllinn sé um þús- und hestöfl þarf ákveðinn lykil til að fá öll hestöflin til að virka. Það ger- ir það að verkum að bíllinn verð- ur öruggari í akstri því töluverða kunnáttu þarf til að stýra jafnkraft- miklum bíl og þessum. Aðspurður hversu miklu bensíni bíllinn eyði á hundrað kílómetrum segir Ásberg að menn sem hafi efni á að fjárfesta í slíkum bíl séu lítið að spá í eyðsl- una. Hins vegar veit hann til þess að bíllinn er mjög fljótur að fara með tankinn þegar bíllinn er í fullri notk- un. Það komi hins vegar sjaldan fyr- ir að öllum krafti bílsins sé beitt og stillingar sjái til þess að halda eyðsl- unni í lágmarki. Aðeins verða framleidd á milli fimm hundruð til þúsund eintök af bílnum og því líklegt að söfnunar- gildi hans komi til með að verða mik- ið. „Þeir tala um að framleiða ekki fleiri en þúsund eintök og hugsan- lega færri. Hann gæti því orðið mun verðmætari að nokkrum árum liðn- um.“ Aukning í sölu dýrra bíla Ásberg segist finna fyrir mikilli aukningu í sölu á dýrari bílum á Ís- landi og virðist sem fólk sé farið að sækja meira í lúxusinn en oft áður. „Salan á vönduðum hágæða lúxus- jeppum hefur aukist mikið á und- anförnum árum. Þar erum við helst að tala um Range Rover, Mercedez Benz, BMW og Porsche,“ segir Ás- berg og bætir því við að þeir hafi verið að bjóða flottustu útgáfuna af Range Rover á rúmar ellefu milljónir króna. Sambærilegur bíll hjá B&L kostar um sextán milljónir og því sé hægt að spara sér töluverða fjármuni. Hafi einhver áhuga á að fjárfesta í bílnum en þarf á bílaláni að halda, þá er hægt að reikna út á vefsíðunni avant.is hversu mikið þarf að borga á mánuði. Ef tekið er lán til þriggja ára og mið- að við þrjú prósent verðbólgu þarf að borga um 4,6 milljónir á mánuði. Salan á vönduðum há- gæða lúxusjeppum hef- ur aukist mikið á und- anförnum árum EinAr Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Bugatti Veyron 16,4 er með dýrustu götubílum heims. Hann þykir með eindæmum kraftmikill enda um þúsund hestöfl. „Það hefur verið mjög mikil sala á garðslöngum og úðurum. Á tíma- bili seldist þetta alveg upp hjá okk- ur því við áttum satt að segja ekki von á þessari miklu sölu,“ segir Pét- ur Hallsson, aðstoðarverslunar- stjóri í BYKO í Breiddinni. Sumarið í Reykjavík hefur verið eitt það besta í manna minnum og hafa viðskiptin blómstrað á garðvörum. Fylgifisk- ur góða veðursins hafa verið miklir þurrkar og segir Pétur að menn hafi ekki gert ráð fyrir að sumarið yrði svona gott. „Þessi veðrátta er ekki beint al- geng hérna á Íslandi þannig að sal- an hefur verið meiri en við áttum von á. Salan á garðhúsgögnum hef- ur sjaldan eða aldrei verið jafngóð og í sumar. Fólk virðist vilja njóta sum- arblíðunnar í garðinum hjá sér eða á svölunum,“ segir Pétur sem seg- ist eiga von á því að þessi góða sala haldi áfram. „Við eigum von á að það verði góð sala í það minnsta fram yfir verslunarmannahelgi. Það byrjuðu útsölur hjá okkur í gær og það eru ef- laust einhverjir sem vilja endurnýja fyrir næsta sumar.“ Magnús Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Rúmfatalagersins, tekur í sama streng og segir að sal- an á sumarvörum hafi gengið fram- ar vonum í verslunum Rúmfatalag- ersins. „Einstaka vörunúmer hafa selst upp hjá okkur og við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í sölu frá síðasta sumri. Það eru aðallega garðhúsgögn eins og borð, stólar og sólbekkir sem seljast mikið. Veðrið í fyrrasumar var ekkert sérstakt og því hefur salan aukist töluvert milli ára,“ segir Magnús og bætir við að salan á útileguvörum hafi einnig aukist mikið. „Við höfum séð töluverða aukningu í sölu á útileguvörum eins og tjöldum og svefnpokum. Svo er verslunarmannahelgin að ganga í garð og við eigum von á að þessi góða sala haldi áfram að minnsta kosti fram að þessari mestu útilegu- helgi sumarsins. Svo eru útsölurnar byrjaðar og margir hafa endurnýjað fyrir næsta sumar.“ Sprenging hefur verið í sölu á garðhúsgögnum og útileguvörum í sumar: Garðhúsgögn rjúka út Blíðviðri frábær veðrátta hefur einkennt sumarið í reykjavík. Hefur salan á garðvörum sjaldan eða aldrei verið jafnmikil. LIFUM Á LÁNUM ingunn S. Þorsteinsdóttir Segir skuldahlutfallið vera ískyggilega hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.