Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 3

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 3
ERLING B. SNORRASON 3 frá ritstjörninm 1. Kor. 10,13. “Vill maöurinn grípa í guölegan kraft og standa gegn Satan meö ákveöni og þrautseigju, eins og Kristur í baráttu sinni viö óvininn í eyöimörkinni? Guö getur ekki frelsað manninn und- an valdi satans, gegn vilja mannsins. Maðurinn veröur aö vinna meö sínum mannlega krafti, meö hjálp guðlegs krafts frá Kristi, aö því að standa gegn hinum illa og sigra, hvaö sem þaö kost- ar. í stuttu máli, maðurinn veröur aö sigra á sama hátt og Kristur sigraði. Það eru mikil forréttindi að vinna sigur í hinu almáttuga nafni Jesú. En fyrir þann sigur getur maöurinn oröiö erfingi Guös og meöerfingi Jesú Krists. Þetta gæti hins vegar aldrei oröið ef Kristur gerði allt saman. Maöurinn verö- ur aö gera sitt. Hann verður sjálfur aö vinna sigur fyrir þann styrk og þá náð sem Kristur gefur honum. Maöurinn verður aö vera samstarfsmaður Krists í þessu verki aö vinna sigur. Fórnarlömb illra venja veröa aö vakna og sjá nauðsyn þess að leggja eitthvaö á sig sjálf. Þótt aðrir leggöu sig alla fram til aö lyfta þeim upp, þótt náð Guös væri gefin í ríkum mæli, þótt Kristur myndi hvetja, og englar hans þjóna, þá myndi samt allt þetta veröa til einskis ef þeir vöknuöu ekki upp sjálfir og tækju upp baráttuna sjálfir" “Þeir sem setja traust sitt á Krist eiga ekki aö vera þrælar einnar einustu illrar venju eöa tilhneigingar hvorki sjálfskap- aörar né aö erfðum fenginnar. í staö þess aö vera haldin í þrældómi hinna lægri eðlishvata, eiga þeir aö hafa stjórn á sérhverri löngun, lyst og ástríðu. Guð hefur ekki yfirgefiö okkur til aö berjast í eigin mætti gegn hinu illa. Hverjar svo sem tilhneigingar okkar til ills eru, hvort heldur meöfæddar eöa áskapaöar, þá getum viö unnið sigur á þeim fyrir þann kraft sem hann er reiðu- búinn að veita okkur." Hinar sterkustu freistingar geta ekki afsakað synd. Þaö skiptir ekki máli hversu mikill þrýstingurinn erá sálina, synd og afbrot er okkar eigið verk. Hvorki neimur né helvíti getur þvingaö eina einustu sál til aö fremja illt. Satan ræöst á okkur þar sem viö erum veikust fyrir, en viö þurfum ekki aö bíöa ósigur. Alveg sama hversu hörö eöa óvænt árásin er, Guð hefur séö okkur fyrir hjálp, og í hans mætti munum viö sigra" 1.4T 32,33 2. MH 174—176 3. PP421

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.