Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 30

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 30
se en ég get sagt, aö ég hef fylgt heilsuum- bótinni trúlega. Þeir, sem hafa tilheyrt fjölskyldu minni, vita, að þetta er satt. „GERIÐ ALLT GUÐI TIL DÝRÐAR" Viö mörkum ekki neina nákvæma stefnu, sem fylgja á í mataræði, en viö segjum, að í löndum, þar sem nóg er af ávöxtum, korni og hnetum, er kjöt ekki rétta fæðan fyrir Guðs fólk. Mér hefur veriö sýnt, að kjöt hefur þá tilhneigingu að vekja dýrslega eðlið í okkur, að ræna karla og konur þeim kærleika og samúð, sem þau ættu að bera til allra og gefi lægri ástríðunum stjórn yfir æðri öflum mannverunnar. Hafi neysla kjöts nokkru sinni verið heilsusamleg, er hún ekki örugg núna. Krabbamein, bólgur og lungnasjúkdómar orsakast að miklu leyti af kjötneyslu. Við eigum ekki að gera kjötneyslupróf um það, hvort fólk fær að vera í söfnuð- inum, en við ættum að íhuga áhrif þau sem trúað fólk, sem kjöts neytir, hefur á aðra. Ættum viö ekki sem sendiboðar Guðs að segja við fólkið: „Hvort sem þið etið eða drekkið, eða hvað sem þið gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrð- ar"? 1. Kor. 10, 31. Ættum við ekkf að flytja ákveðinn vitnisburð gegn því að láta undan spilltri matarlyst? Vilja ein- hverjir þeirra, sem eru prestar fagnaðar- erindisins og boða hin alvarlegustu sannleiksatriði, sem dauðlegum mönn- um hafa verið gefin, veita það fordæmi að snúa aftur til kjötkatla Egypta? Ætla þeir, sem lifa á tíundinni úr forðabúri Drottins, að láta það eftir sér fyrir hóglífi að eitra þann lífgefandi straum, sem rennur í gegnum æðar þeirra? Ætla þeir að misvirða þær viðvaranir og það Ijós sem Drottinn hefur gefið þeim? Heilsu líkamans á að skoða sem skilyrði þess að vaxa í náð og að eignast jafnaðar- geð. Ef ekki er séð fyrir maganum á viðeigandi hátt, verður það hindrun fyrir mótun hreinnar, siðferðislegar lyndis- einkunnar. Heili og taugar finna til með maganum. Að eta og drekka á rangan hátt mun leiða til þess að við hugsum og framkvæmum á rangan hátt. Nú er verið að prófa og reyna alla. Við höfum verið skírð til Krists, og ef við viljum gera okkar hluta með því að segja skilið við allt, sem dregur okkur niður og gerir okkur að því, sem við ættum ekki að vera, verður okkur veittur styrkur til að vaxa upp til Krists, sem er hið lifandi höfuð okkar og þá munum við fá að sjá hjálpræði Guðs. Það er aðeins með því að sýna skyn- semi varðandi meginreglur heilsusam- legs lífernis, að við getum fyllilega vakn- að til að sjá hið illa, sem leiðir af óviðeig- andi mataræði. Þeir, sem hafa haft hug- rekki til að breyta venjum sínum eftir að hafa séð mistök sín, munu komast að því, að umbæturnar krefjast baráttu og mikils þolgæðis, en þegar eitt sinn er búið að móta réttan smekk, munu þeir gera sér grein fyrir því, að neysla þeirrar fæðu, sem þeir áður skoðuðu skað- lausa, var smám saman en markvisst að leggja grundvöll að harðlífi og öðrum sjúkdómum. Feður og mæður, verið árvökul til bæna. Verið vakandi á verði gegn bind- indisleysi í sérhverri mynd. Kennið börn- um ykkar meginreglur sannrar heilsu- umbótar. Kennið þeim, hvað þau eigi að forðast, til þess að þau haldi heilsu. Nú þegar er reiði Guðs farin að hvíla yfir börnum óhlýðninnar. En Þeir glæpir, þær syndir og þær óguðlegu athafnir, sem sjást alls staðar! Sem söfnuður eigum við að leggja okkur fram um að vernda börnin okkar gegn spilltum fél- ögum.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.