Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 33

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 33
29 fengið leiðbeiningar um að segja þeim að neyta þeirrar fæðu sem er næringar- ríkust. Ég get ekki sagt við þá: ,,Þið megið ekki borða egg, mjólk eða rjóma. Þið megið ekki nota smjör við matartil- búning." Það veróur að prédika fagnað- arerindið hinum fátæku, en það er ekki kominn ennþá tími til þess að fyrirskipa strangasta fæðuval. ÞÁ GETUR GUÐ BLESSAÐ Þeir prestar, sem finnst þeir vera frjálsir til þess að láta eftir matarlyst sinni, hafa ekki náð markinu. Guð vill að þeir sýni heilsuumbót í verki. Hann vill, að þéir lifi eftir því Ijósi, sem hefur verið gefið um þetta efni. Ég er svo sorgbitin, þegar ég sé þá sem ættu að vera ákafir varðandi meginreglur okkar um heilsu ekki enn endurfædda varðandi rétta lifn- aðarháttu. Ég bið þess, að Drottinn hafi áhrif á hjörtu þeirra og sýni þeim að þeir fara á mis við mikið. Ef hlutirnir væru eins og þeir ættu að vera á heimilum þeirra, sem mynda söfnuði okkar, gæt- um við gert tvöfalt verk fyrir Drottin. Sjöunda dags aðventistar verða að hafa Heilagan anda í hjörtum sínum og á heimilum til þess að verða hreinsaðir og vera áfram hreinir. Drottinn hefur sýnt mér, að þegar ísrael nútímans auð- mýkir sig fyrir honum og hreinsar sálar- musterið af allri saurgun, muni hann heyra bænir þeirra vegna hinna sjúku og veita blessun sína við notkun lækn- ingalyfja hans gegn sjúkdómum. Þegar maðurinn í trú gerir allt sem hann getur til að hamla gegn sjúkdómum og notar þær einföldu meðhöndlunaraðferðir, sem Guð hefur kennt okkur, mun við- leitni hans hljóta blessun Guðs. Haldi Guðs fólk í rangar venju, eftir að svo mikið Ijós hefur verið gefið og fari það eigin leiðir og neiti að bæta sig, mun það vissulega þurfa að taka afleið- ingum afbrotanna. Ef það er ákveðið að seðja spillta matarlyst, hvað sem það kostar, mun Guð ekki á yfirnátturlegan hátt bjarga því frá þeim afleiðingum, sem eftirlátssemi þess hefur í för með sér. ,,Þér skuluð liggja í kvölum." Jes. 50,11. Ó, hversu margir missa af ríkulegustu blessunum, sem Guð hefur aö geyma handa þeim í heilsu og andlegum hæfi- leikum! Það eru margar sálir, sem keppa eftir því, að fá að eignast sérstaka sigra og sérstakar blessanir, svo að þeir geti gert eitthvað mikið. Til þess að ná þessu marki finnst þeim ávallt, að þeir verði að berjast hart í bæn og tárum. Þegar þetta fólk rannsakar ritningarnar með bæn til að fá að vita um vilja Guðs og fram- kvæmir síðan vilja hans af hjarta án þess að skilja nokkuð undan eða sýna eigin- girni, mun það finna hvíld. Öll kvölin, öll tárin og baráttan mun ekki veita þeim þá blessun, sem það þráir. Eigingirnin verður algjörlega að hverfa. Það verður að vinna það verk og tileinka sér ríkdóm náðar Guðs, sem er heitin öllum, sem biðja í trú. „Vilji einhver fylgja mér," sagði Jes- ús, ,,þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp krossinn daglega og fylgi mér." Lúk. 9, 23. Viö skulum fylgja frelsaran- um í einfaldleika hans og sjálfsafneitum. Við skulum hefja upp manninn á Gol- gata með orðum okkar og líferni. Frels- arinn hefur mjög náið samneyti við alla þá sem helga sig Guði. Hafi nokkurn tíma verið skeið, er við þurftum á starfi Anda Guðs að halda í hjörtum okkar og lífi, þá er það núna. Við skulum ná taki á þessum guðlega krafti til að öðlast styrk til að lifa lífi í heilagleika og sjálfsafneit- un. 1 (1) 9T, bls. 153-156.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.