Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 6

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 6
G Lesendaþáttur í umsjá Erlings Snorrasonar. bergmál SVAR viö spurningum í grein Ellu Jack. Ég sé ekki betur en að þetta sé alveg rétt aö farið hjá þér. Þaö er mjög nauð- synlegt aö eyöa fordómum fólks. Þaö er alrangt aö kynna sig umsvifalaust sem S.D.A. og hefja síöan árásir á fólk, og geröir þess. Sjöunda—dags aðventistar eru ekki í þessum heimi til aö dæma fólk. Þegar Kristur var hér á jöröu sagöi hann: “Því aö ekki sendi Guö soninn í heim- inn, til þess aö hann skyldi dæma heim- inn, heldur til þess aö heimurinn skyldi frelsast fyrir hann." Jóh. 3,17. í þessu eigum viö aö samstarfa meö Kristi. "Jesús hikaöi aldrei viö aö segja sannleikann, en hann sagöi hann alltaf í kærleika. Hann auðsýndi fyllstu háttvísi, tillitssemi og vingjarnlega alúö í samskiptum sínum viö fólkiö. Hann var aldrei óheflaöur, talaði aldrei hörö orö aö óþörfu, særöi aldrei viökvæma sál án þess aö nauðsyn bæri til. Hann álasaði mönnum ekki fyrir veikleika þeirra. Hann fordæmdi hræsni, vantrú og rangsleitni, en þá voru tár í augum hans, er hann talaði höröum ávítunaroröum... í hans augum var sérhver sál dýrmæt. Jafnframt því sem framkoma hans bar í hvívetna vott um guðdómlega tign, auö- sýndi hann sérhverjum meölim í fjöl- skyldu Guös viökvæma tillitssemi. í hverjum manni sá hann fallna sál, og hans hlutverk var aö frelsa þá.“ Vegurinn til Krists, úr 1. kafla. FORSÍÐUMYNDIN sýnir nemendur frá Newbold College, skóla okkar í Englandi syngja á útisam- komu í nærliggjandi borg, Readíng. Þrír íslendingar eru á myndinni: Villý Adólfs- son, Helga Arnþórsdóttir og Sigríöur Sigurðardóttir. Slíkar útisamkomur eru fastur líður í skólalífinu. Á meðan sumirnemendanna syngja og tala, eru aðrír nemendur aö dreifa ritum og gefa sig á tal við vegfar- endur. Er mikill þróttur í þessu vitnis- buröarstarfi unga fólksins. VIÐBRÖGÐ LESANDA. “Ég vil óska ykkur tíl hamingju meö mjög tímabæra framför á íslenska æsku- lýösblaöinu, sem gefur því nútímalegt yfirbragð, og gerir þaö þannig aö kröft- ugra málgagni sem nær til æsku nú- tímans. Megi Guð blessa ykkur ríkulega í starfi ykkar." Herbert Borgþórsson (Númi) Box 303 Rolette, N.D. 58366

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.