Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 8

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 8
8 HVERS VEGNA? framh. LÚSIFER BOÐAR T/L FUNDAR Eftir aö Lúsífer haföi ákveöiö sig, byrjaði hann aö vinna úr áformum sínum af mikilli elju. Hann hætti aö sitja viö hásæti Guös en eyddi öllum tíma sínum meöal englanna. Hann var mjög gætinn aö láta þá ekki vita hvaö hann raunveru- lega hafði í huga, því aö þá heföu þeir ekki hlustað á hann. En smám saman fann hann út hverjir mundu veröa líkleg- ir fylgifiskar hans. Fljótlega ákvaö hann tíma til alvarlegri átaka. Við skulum ímynda okkur aö vió getum fylgst meö honum þar sem hann er við skipulagsstörf í felustað sínum. Þaö var mikill alvörusvipur á andliti hans. Hann virtist vera að telja eitthvaö. Hann taldi og taldi og því meira sem hann taldi, því ánægöari varö hann. Allt í einu stökk hann á fætur og skellti hnef- anum í lófann. "Þetta er hárrétt," hrópaöi hann sigri- hrósandi. “Þaö eru nógu margir meö mér svo aö ég get farið úr felum." Og illskulegt bros breiddist yfir andlit hans. Hann bauð til ráöstefnu bestu vini sína á meðal englanna. "Ég vil að þiö sendiö út sendiboða til þess að kalla saman alla englana til sérstaks fundar. Segiö þeim aö þetta sé áríðandi. Ég vil að þeir séu allir viö- staddir." “Já, herra." Englarnir beygöu sig í lotningu. “Eigum viö að gefa þeim á- stæðu fyrirfundinum?" "Þeir munu komast aö raun um þaö í tíma," sagöi hann meö lævísu brosi. Þegar hinn ákveöni tími kom, hröðuöu allir englarnir sér á fundarstaöinn. And- rúmsloftið var þrungiö hvísli og samræðum. “Veist þú hvers vegna Lúsífer boöaöi okkur á þennan fund?" "Nei, ég hef ekkert heyrt. Hefur þú heyrt nokkuð?" “Nei, ég hef ekkert heyrt heldur. En ég var aö hugsa hvort hann ætlaði aö skipuleggja sérstaka söngskrá til heið- urs Guöi Syninum. Mér finnst tími til kominn aö viö skipuleggjum sérstakan fund til heiðurs Honum sem skapaöi okkur." "Já, ég er þér hjartanlega sammála. Ég get ímyndaö mér aö Lúsífer sé að skipuleggja eitthvað óvenjulegt og viöa- mikiö. Þú veist aö þaö tekur góöan tíma aö skipuleggja öll smáatriði slíks fund- ar.“ “Þaö er rétt. Sjáöu, Lúsífer er aö taka til máls.“ Hinn mikli fjöldi steinþagnaöi, er Lúsí- fer baö alla viöstadda um hljóö. Hve tígulegur var hann ekki á að líta. Allir englarnir dáöu hann. Þeir báru virðingu fyrir þekkingu hans og traust fyrir leið- sögn hans. Hann var sannarlega elsk- aður og virtur leiötogi. En þegar hann byrjaði mál sitt, var málflutningur hans ekki sá aö veita virö- ingu Guði Syninum, eins og englarnir höföu búist viö. Umræðuefni hans var hann sjálfur. Hann sagöi hve hryggur hann var er hann uppgötvaði aö Guö virtist vera ósanngjarn gagnvart þeim og aö Guö drægi taum Sonarins og vanrækti engl-

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.