Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 19

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 19
alveg sjálfur og biðja aleinn. Á hverjum morgni fór hann nógu snemma á fætur svo að hann gæti lesið í Biblíunni sinni og beðið til Jesú áður en hann fór í skólann. Á hverju kvöldi las hann í Biblíunni og sagði bænirnar sínar áður en hann fór að sofa. Foreldrar Sergios fylgdust með honum þegar hann las í Biblíunni sinni og sagði bænirnar sínar. Á hverjum morgni horfðu þau á hann. Og á hverju kvöldi fylgdust þau einnig með honum. “Sergio er góður drengur,“ sagði móðir hans einn dag. “Sergio er alltaf svo vingjarnleg- ur. Hann hlýðir alltaf þegar ég bið hann að gera eitthvað. Hann segir aldrei, ég vil ekki gera þetta. Hann segir aldrei, “bíddu aðeins, eða “ég ætla að gera þetta seinna, mamma." “Getur það verið að hann læri þetta í bókinni sem hann les í á hverjum degi?“ spurði faðir hans. “Gæti það verið að hún hjálpi honum að vera svona góð- ur drengur?" “Það er ekki fallegt af okkur að láta Sergio vera einan að lesa bókina," sagði móðir hans. “Nei, það er það ekki,“ sagði faðir hans. “Það er ekki rétt af okkur að láta hann vera einan að gera þetta. Við skulum lesa bók- ina með honum. Við ættum að biðja til þess Guðs sem Sergio biður til." Og þannig var það að foreldr- ar Sergios byrjuðu að lesa í Biblíunni með litla drengnum sín- um. Þau byrjuðu líka að biðja til Guðs Sergios. Á hverjum morgni fóru þau á fætur snemma og lásu Biblíuna og báðu með Sergio. Á hverju kvöldi lásu þau með hon- um í Biblíunni og báðu til Guðs. “Við viljum vita meira um Biblí- una,“ sögðu foreldrar Sergios. “Við viljum vita meira um Guð þinn, Sergio. Við viljum að kenn- arinn komi til okkar og hjálpi okkur." Og þannig gerðist það að kennarinn kom heim til Sergios til að hjálpa þeim að læra meira um Jesús. Kennarinn sagði þeim um kærleika Guðs. Og kennarinn sagði þeim einnig sögur um Jesúm. Áður en langt um leió vildu foreldrar Sergios taka skírn alveg eins og Jesús hafði tekið skírn. Sergio var mjög hamingjusamur. Hann hélt í hönd móður sinnar þegar hún fór niður í vatnið til að láta skírast. Sergio var ekki annþá nógu gamall til þess að verða skírður sjálfur. En með því að vera góður drengur, með því að vera vin- gjarnlegur, og með því að hlýða föður sínum og móður, hafði hann leitt þau til Jesú. Það er lítið vers í Biblíunni sem segir, “Sannlega segi ég yður: nema þér snúið við og verðið eins og börnin, komist þér alls ekki inn í himnaríki."

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.