Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 29

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 29
25 ingar, sem Drottinn hefur gefið um önn- ur svið sannleikans fyrir okkar tíma og munu missa skilning sinn á því, hvaö er sannleikur. Þeir munu vissulega upp- skera eins og þeir hafa sáð. Mér hefur verið sýnt, að nemendum í skólum okkar á ekki að bjóða kjöt eða þá rétti, sem vitað er um að eru óheilsu- samlegir. Ekkert það, sem mun vekja löngun í það, sem örvar, ætti að setja á matarborðið hjá okkur. Ég tala í þessu efni hvatningarorð bæöi til ungra sem gamalla og miðaldra. Neitið ykkur um það, sem er ykkur til tjóns. Þjónið Drottni með fórn. Mörgum finnst, að þeir geti ekki verið án kjöts, en ef þeir hinir sömu skipuðu sér með Drottni fastákveönir í því að ganga eftir leiðsögn hans, mundu þeir hljóta styrk og visku eins og Daníel og félagar hans. Þeir mundu komast að því, að Drottinn vill gefa þeim heilbrigða dómgreind. Margir mundu undrast það, ef þeir sæju, hversu mikið mætti spara fyrir málefni Guðs meö sjálfsafneitun. Smáupphæðir, sem sparast með fórn, mundu gera meira fyrir uppbyggingu málefnis Guðs en stærri gjafir, sem ekki hafa kallað á sjálfsafneitun. HVIKIÐ HVERGI Sjöunda dags aðventistar boða mikil- væg sannleiksatriði. Fyrir meira en fjöru- tíu árum (1863) veitti Drottinn mér sér- stakt Ijós um heilsuumbót. En hvernig göngum við í því Ijósi? En hversu margir hafa neitað að lifa í samræmi við leið- beiningar Guðs! Við ættum sem söfn- uður að taka framförum í hlutfalli við það Ijós, sem við veitum viðtöku. Það er skylda okkar að skilja og virða megin- reglur heilsuumbótar. Hvað snertir bind- indi ættum við að vera á undan öllum öðrum mönnum og samt er á meðal okkar velupplýst safnaðarfólk og jafnvel prestar, sem bera litla virðingu fyrir því Ijósi, sem Guð hefur veitt okkur um þetta efni. Þetta fólk borðar eins og því sýnist og vinnur eins og því sýnist. Þeir, sem eru kennarar og leiðtogar í verki okkar, ættu að taka fasta stefnu á biblíulegum grunni, hvað snertir heilsu- umbót og gefa ákveðinn vitnisburð þeim, sem trúa að við lifum á síðustu dögum sögu þessarar jarðar. Það verð- ur að draga markalínu á milli þeirra, sem þjóna Guði og þeirra, sem þjóna sjálfum sér. Mér hefur verið sýnt, að þær megin- reglur, sem okkur voru gefnar á fyrstu dögum þessa boðskapar, eru eins þýð- ingarmiklar og ættu að vera virtar jafnvel í dag eins og þær voru þá. Til eru þeir, sem hafa aldrei fylgt Ijósinu, sem veitt var um mataræði. Það er nú kominn tími til að taka Ijósið undan mælikerinu og láta það skína skært og bjart. Meginreglurnar um heilsusamlegt líf- erni eru okkur mikils virði, bæði sem einstaklingum og sem söfnuði. Þegarég fyrst kynntist boðskapnum um heilsu- umbót, var ég veikburða og óstyrk, átti oft vanda til yfirliðs. Ég bað Guð inni- lega um hjálp og þá lauk hann upp fyrir mér þessu mikilvæga efni, heilsuumbót- inni. Hann fræddi mig um það, að þeir sem varðveita boðorð hans, verða að komast í heilagt samband við hann og með bindindi í mat og drykk verði þeir að varðveita huga og líkama í sem bestu ásigkomulagi til þjónustu. Þetta Ijós hef- ur verið mér mikil blessun. Ég tók af- stöðu með heilsuumbótinni og vissi, að Drottinn mundi styrkja mig. Ég hefi betri heilsu í dag, þrátt fyrir aldur minn, en ég hafði á yngri árum. Sumir segja, að ég hafi ekki fylgt meginreglum heilsuumbótar samkvæmt því sem ég hef flutt þær í ritum mínum,

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.