Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 13
13 FULLER: Bob, margar prédikanir þínar fjalla um sambandið á milli rokktónlistar og kristilegs lífernis. Mér skilst að þú sjáir beint samband á milli rokktónlistar og Djöfulsins. Erþetta rétt? LARSON: Já, þaö er margt varðandi rokkið sem veldur mér áhyggjum. í fyrsta lagi, þá er það boðskapurinn sem einkennir allt rokk, t.d. kynferðislegt frjálsræði, eiturlyfjaáróður, kynferðisleg afbökun og guðlast. í öðru lagi þá hef ég áhyggjur vegna þeirrar staðreyndar að skemmtikraftar nútímans eru aðalmótendur menningar okkar. Unga fólkið lítur upp til þeirra og hermir eftir líferni þeirra svo að þetta fólk sem boðar kynferðislegt frjálsræði, frjálsræöi í eiturlyfjanotkun, og eru á móti flestu því sem er einhvers virði, hefur kröftug áhrif á hugsanagang unga fólksins. Þegar við svo horfum framhjá boð- skapnum og boðendunum þá komumst við að þeirri niðurstöðu að hið ákafa rokk er í rauninni fólgið í því að kaffæra sjálfan sig í tónum. Það hefur slík áhrif á líkamann að táningarnir virðast ekki að- eins komast í vímuástand, heldur viröast þeir heilaþvegnir af boðskap söngsins. Ákaft rokk er reynsla sem felst í líkam- legri kaffæringu ítónum. Þegar táningar eru virkilega þátttak- endur í rokki, hlusta þeir annað hvort á það á tónleikum eða með heyrnartækj- um eða í einhverjum þeim kringumstæð- um þar sem það kemur til þeirra af fullum krafti. Ef það er flutt á tónleikum er mjög sennilegt að það komi með 15000 til 30000 vatta krafti. Á tónleikum þar sem þú hlustar á rokk, ertu í raun- inni ekki að hlusta á það. Eftir skamma stund verður heyrnin óvirk og í stað þess finnur þú tónlistina líkamlega. Hún bókstaflega nuddar líkama þinn. Það geta síðan liðið tvær eða þrjár klukku- stundir áður en heyrn þín verður aftur eðlileg, en á meðan þú ert þar heyrir þú ekki í höfði þínu, heldur heyrir þú með líkama þínum. Með öðrum orðum rokkið hefur bókstafleg hljóðáhrif á líkama þinn líkt og þegar tíu tonna vörubíll kremur höfuðkúpu manns. Hlustandinn er kaf- færður í rokktónlist, og það útskýrir það fyrirbæri, að fólk er fáanlegt til að gera næstum því hvað sem er, þegar það gefur sig algjörlega á vald rokktónlistar. FULLER: Það er augljóst að tónlist snýst um tvö atriði hér, í fyrsta lagi texta, og í öðru lagi flutningsþáttinn sjálfan. Þú hefur fjallað um fluttninginn sem slátt eða takt sem hefur lostafullt andrúms- loft. Nú skulum við um stund fjalla um textana. Um hvað fjalla textarnir? LARSON: Flestir þeir sem fullorðnir eru hafa ekki hlustað, og jafnvel þótt þeir hafi hlustað þá mundu þeir ekki fyllilega skilja efnið vegna þess að það er á erlendu tungumáli. Það tekur tíma að læra það sem verið er að segja. En unga fólkið í dag skilur hið erlenda tungumál rokksins Það skilurþað mjög, mjög vel. Þegar þú kemur að textum sem fjalla um kynferðislegt frjálsræöi, þá ertónlist- in í dag yfirfull af slíkum.En þaö sem veldur mér jafnvel ennþá meiri áhyggj- um eru þeir textar, sem boða notkun eiturlyfja. Helsta tilhneigingin í tónlistarheim- inum í dag er kölluð Gay Rock Music. Árið 1973 kom út metsöluplata sem nefndist “Walk on the Wild Side“, þar sagði: "Holly came from F—L—A, hitchhiked along the way, shaved his legs, he became a she and said, Hey, babe, why don 't you walk on the wild side? “ Plötuumslagið sýndi mynd af skemmtikraftinum, Lou Reed, þar sem hann var íklæddur sokkabuxum og

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.