Innsýn - 01.04.1976, Qupperneq 5
viljað með allri minni getu reyna að
lagfæra.
En nú er ég komin að því, sem ég vildi
segja. Kvöld eitt sátum við tvær og
vorum að tala saman um hitt og þetta.
Þá segir hin: “hvernig ætli standi á því,
að allir séu að tala um að þú ert aðvent-
isti? Það getur ekki verið að þú sért
það." Ég brosti nú með sjálfri mér og
spurði hvers vegna það gæti ekki verið,
og innst inni fann ég til mikils kvíða. Af
því þeir eru “allir svo skrítnir.“ “Jæja,
elskan, en ég er það nú samt.“ Svipnum
sem kom á hana er ekki hægt að lýsa.
Hún hálf hrópaði: "fyrirgefðu, en...“
Já, hvað átti ég að segja. Ég spurði
hana hvernig henni fyndist við vera
skrítin. “Jú, þeir virka bara þannig. Þeir
tala ekki við hvern sem er. Þeir hneyksl-
ast ef einhver reykir, eða drekkur." Hún
taldi sitthvað fleira upp.
Fyrir nokkrum vikum varég að tala við
aðra sem er með mér í skólanum. Hún
vissi að ég færi ekki á böll, reykti ekki né
drakk og færi í kirkju oftar en á jólum og
páskum. Við höföum talað mikið saman
um trúmál, en ég hafði aldrei sagt henni
að ég væri aðventisti, aðeins að ég tryði
á Guð, og að ég væri búin að komast að
því, að fara eftir hans oröi væri best fyrir
mig — þannig liði MÉR best.
Svo var það einn daginn að hún
spurði mig hvort ég væri ekki í e—m
söfnuði. Jú — Hverjum? — Söfnuði
aðventista — Þá komu sömu viðbrögð
hjá henni eins og hinni. “Ég trúi þessu
ekki! Ég sem hélt að þeir væru svo
skrítnir." Hvernig þá?
Ég fékk mjög svipuð svör og áður.
Nú vil ég spyrja! Er þetta rangt af mér.
Á ég að reyna að vera “skrítin?" Á ég að
kynna mig sem S.D.A. eða á ég að vinna
mér þetta nafn upp?
Átti ég að byrja að tala við stelpurnar
þegar þær fengu sér sígarettu, eða glas,
eða þegar þær voru að uppdubba sig
fyrir ball? Átti ég að segja þeim hversu
rangt þetta væri og óhollt, mannskemm-
andi, o.s.frv.? Átti ég ekki að reyna að
vinna mér vináttu með þögninni, eins og
ég reyndi? Er ég svona ókristin? Ég vil
biðja ykkur að hugsa um þetta. Ég veit
að þetta er ekki bara mitt vandamál. Oft
finnst okkur sem Guð hafi yfirgefið okk-
ur. Við finnum hversu mikið við þurfum
að standa ein (með honum). Við skulum
eiga eitt sameiginlegt — það, að treysta
Guði.