Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 14

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 14
14 kvenslopp til þess að gefa skýrt til kynna um hvað söngurinn fjallaði. Og svo auövitað er að finna Davíd Bowie sem nýlega var kjörinn 3. besti karlsöngvarinn og samtímis því var hann kjörinn besti kvensöngvarinn íBretlandi. Hér er persóna sem er algjörlega kyn- villtur og jafnvel leikur tilburði kynvill- ings á sviðinu við aðra meðlimi hljóm- sveitar sinnar. í rauninni gerði hann þetta nýlega í sjónvarpsþætti sem var útvarpað um öll Bandaríkin. Ég sat við sjónvarpið og horfði á það, og ég gat ekki trúað því sem í rauninni átti sér stað. Hann söng um ástarsamband milli tveggja karlmanna og síðan leitaðist hann við að sýna þarna á sviðinu það sem hann var að syngja um. Guðlastið er almenningi ef til vill betur kunnugt í verkum eins og Jesus Christ Superstar og Godspell. Svo eru önnur, eins og til dæmis Satan Rock Sounds og hópar, eins og til dæmis, Black Sabbath, sem syngja söngva sem fjalla um eiturlyf og söngva á rokkmáli sem kallast downer songs. Það eru söngvar sem upphefja Djöfulinn. FULLER: Þú minntist á Superstar og Godspell. I þessum verkum er að finna nokkur tónlistaratriði sem eru falleg. LARSON: Vissulega, sérstaklega í God- spell. FULLER: Viltu meina að sumir þessara söngva nái alls ekki til einhverra táninga einhvers staðar og bendi þeim að minnsta kosti lítillega á Krist? LARSON: í einu tilfelli í Gamla testa- mentinu notaði Guð asna til þess að ná sambandi við spámann, en ég held þó ekki að við ættum að fylgja því fordæmi. Aðeins vegna þess að Guð varð að nota asna til að koma vitinu fyrir Balam þýðir ekki endilega að við ættum að setja asna í prédikunarstóla. Guð notar það sem hann getur notað hvenær sem er. Já, ég trúi því, að Guð geti notað söng úr Godspell. Guð er alls ráðandi. Hann notar það sem hann vill. En Guð er heldur ekki sjálfum sér ósamkvæmur. Guð notar þá hluti sem eru í samræmi við lyndiseinkunn hans og í samræmi við meginreglur hans. Ég hef heyrt um fólk sem hefur komið til Drottins vegna tónverksins Jesus Christ Superstar, alveg eins og ég hef heyrt um táninga sem hafa snúið sér til Jesú eftir afleiðingar alvarlegra eitur- lyfjanotkunar. Förum við þá öll út og neytum eiturlyfja svo að við getum fund- ið Guð? Nei. En þrátt fyrir Djöfulinn getur Guð notað það sem er til ills, til að snúa fólki til sín í einstaka tilfellum. En ef einhver lítur á boðskapinn um Krist, sem t.d. Superstar og Godspell flytja, þá finnur hann Krist sem er alls ekki líkur syni Guðs, sem reis upp frá dauðum og sem er maður með vafasama, siðferðis- lega lyndiseinkunn. Ritningarnar kenna mjög skýrt í 1. Kor. 15,14 að ef Kristur hefur ekki risið upp frá dauðum þá er trú okkar til einskis. Sú hætta sem ég sé í þessu, er sú, að Kristur er gerður að alltof venjulegri manneskju. Hann er þar ekki sú persóna sem við berum lotningu fyrir. Hann virðist þar vera meira mann- legur en guðdómlegur — aðeins sið- ferðilegt viðundur, ekkert annað. FULLER: Þú hefur við ýmis tækifæri rætt talsvert um sambandið sem er á milli skemmtikraftanna sjálfra og djöfladýrk- unar. Hvaða tengsl eru á milli dýrkunar á Satan eða djöfladýrkunar og þessarar tónlistar? LARSON: Eitt besta dæmið er sú hljóm- sveit sem hefur selt fleiri hljómplötur en nokkur önnur undanfarin allmörg ár, þ.e. Alice Cooper. Alice hefur, svo að ég kynni hann þeim sem ekki kunna nein

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.