Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 27

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 27
_______________28 TRÍJMEIVIVSKA í HEILSUUMBÓT EFTIR ELLEN G. WHITE Þessi boöskapur, sem gefur yfirlit yfir helstu atriöi í heilsuumbót, var fluttur af Ellen G. White á heimsmóti aöventista 1909, síöasta slíku móti, sem hún sótti. Mér hefur verið sagt aö flytja öllu okkar fólki boóskap um heilsuumbót, því aö margir hafa horfið frá fyrri hlýöni viö meginreglur heilsuumbótar. Tilgangur Guös meö börn sín er, að þau vaxi til Kristsfyllingarinnar. Til þess aö gera þetta veröa þau aö nota á réttan hátt sérhvern hæfileika hugar, sálar og líkama. Þau hafa ekki efni á að fara illa meö andlegan eöa líkamlegan þrótt. Spurningin um þaö, hvernig varöveita eigi heilsuna, er afar þýöingarmikil. Þeg- ar viö athugum þetta mál í ótta Drottins, munum viö sjá, aö þaö er okkur fyrir bestu, bæöi fyrir líkamlegan og andleg- an þroska okkar, aö lifa viö einfalt mataræði. Viö skulum í þolgæði athuga þetta mál. Viö þurfum á þekkingu og góöri dómgreind aö halda til þess aö taka skynsamlegar ákvaröanir í þessu efni. Það á ekki aö standa í gegn lög- málum náttúrunnar heldur aö hlýöa þeim. Þeir, sem hafa veriö fræddir um skaö- semi þess aö neyta kjöts, tes, og kaffis og sterkra og óheilsusamlegra rétta og eru ákveðnir að gera sáttmála viö Guð meö fórn, munu ekki halda áfram aö láta eftir löngun sinni í mat, sem þeir vita, aö er óheilsusamlegur. Guö krefst þess, að löngun okkar beinist í rétta átt og að viö iðkum sjálfsafneitum veröandi þá hluti, sem eru ekki góöir. Slíkt starf verður að framkvæma, áöur en fólk hans getur staöiö frammi fyrir honum sem lýtalaust fólk. Hinn síðasti söfnuður Guös verður aó vera endurfætt fólk. Boðun þessa boö- skapar á að leiða til afturhvarfs og helg- unar sálna. Viö eigum aö finna kraft Anda Guðs í þessari hreyfingu. Þetta er dásamlegur, ákveöinn boóskapur. Hann hefur allt aö segja fyrir þann sem við honum tekur og hann á að boða meö háu hrópi. Við verðum að hafa sanna og fasta trú á það, aö þessi boðskapur muni hafa framgang og hafa vaxandi þýöingu allt til endalokanna. Til eru þeir, sem segjast vera trúaðir og veita viötöku vissum hlutum „vitnis- buröanna" sem boðskap frá Guði, á sama tíma sem þeir hafna þeim hlutum, er dæma þær syndir, sem þeir iðka. Slíkt fólk vinnur gegn eigin velferð og velferð safnaöarins. Það er nauósynlegt aö við göngum í Ijósinu á meðan viö höfum Ijósiö. Þeir, sem segjast trúa á heilsuum- bót, en vinna samt gegn meginreglum hennar í daglegu lífi, skaöa sína eigin sál og skilja eftir röng áhrif á huga trúaöra og vantrúaðra.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.