Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 9

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 9
9 ana og þá sérstaklega hann sjálfan. Hann mælti mjög fagurlega og smjaðrandi til þeirra. “Margir ykkar gátu ekki trúað mér“, mælti hann,“ þegar ég sagði ykkur að stjórnin væri ekki eins réttlát og hún ætti að vera. Faðirinn segir Syninum allt, en ég fæ aldrei neitt að vita um áform þeirra. Ég tel það ekki sanngjarnt gagn- vart stöðu minni sem aðal leiðtogi, og ég tel það ekki rétt gagnvart ykkur, þegar leiðtogi ykkar er ekki hafður með í ráðum. Ég veit að þið hljótið að vera mér sammála og viðurkenna að það sé ekki sanngjarnt gagnvart ykkur eða mér." Englarnir sátu skelfingu lostnir. Gat það verið að Lúsífer væri að álasa Guði og stjórn hans? Nei, það gat ekki verið. Eyru þeirra gátu ekki hafa heyrt rétt. En Lúsífer hélt áfram hreykinn og sjálfsánægður. “Nei, þið gátuð ekki trúað mér, þegar ég reyndi að segja ykkur hvað var á seyði. En nú vitiö þið sannleikann sjálfir. Þiö heyrðuð það með eigin eyrum. Mun- ið þið eftir stóra fundinum sem Guð bauð til ekki fyrir löngu? Munið þið hvernig allt það sem Faðirinn talaði um var um heiður Syninum til handa? Hann sagði ekki orð um að gera eitthvað fyrir okkur englana." Sumir viðstaddra kinkuðu kolli sam- mála, aðrir hristu höfuðið á móti og enn aðrir sátu þögulir. “Samkvæmt ræðu Föðurins þann dag,“ hélt Lúsífer áfram, “mun allt frelsi, sem við englarnir höfum notið til þessa dags, verða tekið frá okkur. Hann setti Soninn sem algjöran stjórnanda yfir okkur, ekki satt?“ Ökyrrð varð meðal englanna. Þeir byrjuðu að hvísla sín á milli. “Þetta er ekki rétt,“ sögðu sumir. “Lúsífer gæti haft á réttu að standa," andmæltu hinir. “Lúsífer hækkaði röddina svo að allir gætu heyrt hann. “Ég bauð til þessa fundar til þess að láta ykkur vita, að ég mun ekki þola þennan ágang lengur á rétti ykkar og mínum. Ég hef ákveðið að ná þeim heiðri sem mér ber, og ég mun verða leiðtogi allra þeirra sem mér vilja fylgja. “Ég lofa ykkur nýrri stjórn, þar sem engar reglur eru.“ Eftir þetta var allt á ringulreið meðal englanna. Allir virtust vera ósammála. Lúsífer lyfti upp hægri hendi og hróp- aði, “Allir þeir sem vilja hafa mig sem leiðtoga, og vilja fylgja mér í myndun nýrrar stjórnar, standi upp.“ Fáeinir af bestu vinum hans stóðu upp nú þegar. Aðrir stóðu upp hægt og tregðulega, eins og þeir væru ekki fylli- lega búnir að hugsa málið. Margir stóðu upp en settust niður aftur, eins og þeir gætu ekki ákveðið sig. Þeir sem stóðu voru önnum kafnir við að örva aðra til að standa upp líka. Nokkrir ákváðu að standa upp og sameinast hópnum vegna þess að það var vinsælt. Allan tlmann var Lúsífer önnum kaf- inn við að hrópa hvatningarorð og lof- orð til þeirra sem vildu fylgja honum. Löghlýðnu englarnir urðu forviða er þeir sáu hve vel Lúsífer gekk að koma á uppreisn gegn Guði. Þeir reyndu að hjálpa öðrum að sjá mistök sín með því að fá þá til að hlusta á hin illu áform hans og sýndu fram á að hann færi með ósannindi gegn Guði. “Þrælar,“ öskraði Lúsífer með fyrir- litningu og benti á löghlýðnu englana. “Blekktir, vesælir þrælar. Of huglausir til að berjast fyrir rétti ykkar. Hræddir við að krefjastfrelsisykkar." Fundurinn var um það bil að leysast upp í algjörri ringulreið. Hliðhollustu fylgjendur Lúsífers þyrptust í kringum hann til að óska honum til hamingju og bjóða honum stuðning sinn og aðstoð. Lúsífer var framúrskarandi ánægður með árangurinn. Með svona góðri byrj- un var hann viss um að allir englarnir yrðu á bandi hans.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.