Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 12

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 12
12 Fyrrverandi rokk—ari segir vera beint samband á milli rokktónlist- ar og Djöfulsins. Eftirfarandi er samtal sem tekiö er úr Review og Herald 18. des. 1975. En áður hafði þetta samtal verið flutt frá útvarpsstöð einni í Maryland í Banda- ríkjunum. Þeir sem ræðast við eru Ger- ald Fuller sem var stjórnandi þáttarins og svo Bob Larson, fyrrverandi rokk- stjarna en sem er nú endurfæddur mað- ur og starfar sem útbreiðsluprédikari á meðal ungs fólks íBandaríkjunum. FULLER: Umrseðuefni okkar í dag er rokktónlist og gestur okkar hér í út- varpssal erBob Larson, útbreiðslupréd- ikari sem hefur skrifað allmargar bækur um rokktónlist. Bob, áður en við byrjum samræður okkar viltu þá vera svo góður að gefa okkur stutt ágrip af reynslu þinni á sviði rokktónlistar. LARSON: Tónlist hefur alltaf átt ríkan þátt í lífi mínu. Ég samdi fyrsta sönglagið mitt þegar ég var þrettán ára, og þegar ég var fimmtán ára lék ég með minni eigin rokkhljómsveit. Ég ferðaðist með þeim og ég stjórnaði allmörgum hljóm- sveitum, og ég ferðaðist árum saman — að minnsta kosti í fjögur ár gerði ég ekkert annað. Þar að auki starfaði ég sem plötusnúöur og tónlistin átti allan minn hug. En þá helgaði ég líf mitt Jesú Kristi. Og síðan hef ég verið í náinni snertingu við tónlistarheiminn. Ég hef ferðast fyrir gagnfræðaskóla, mennta- skóla, tvo háskóla og aðrar stofnanir, og flutt fyrirlestra um tónlist og ég hef skrifað sjö bækur, en fjórar þeirra fjalla sérstaklega um tónlist. FULLER: Er rokk ekki bara eins og hvert annað afbrigði tónlistar? LARSON: Ekki endilega. Til dæmis, þá skírskotar rokk fyrst og fremst til hins líkamlega í fólki. Sláttur rokksins er lostafullur, og aldrei fyrr hefur nokkurt afbrigði tónlistar verið svo uppbyggt að allur flutningur hennar eða söngur grundvallist á taktinum. Rokkið er eina afbrigði tónlistar sem nokkurn tíma hef- ur skírskotaö eingöngu til æskummar. Rokkið er afkvæmi rafmagnsaldarinnar. Það er fyrsta tónlistin sem notar fjöl- tækni og fjölmiðla að einhverju marki. Það er tónlist nútímans, tónlist þessarar kynslóðar.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.