Innsýn - 01.04.1976, Page 26

Innsýn - 01.04.1976, Page 26
22 fréttir SUNDLAUG Eins og sagt var frá í síðasta tölublaöi INNSÝNAR, er áformað aö reisa sund- laug að Hlíðardalsskóla á þessu ári. Áhugafólk innan safnaðarins sem kallar sig SAMEINAÐ ÁTAK stendur fyrir fram- kvæmdum. Nú hafa þegar um kr. 500 þúsund komið í sundlaugarsjóðinn, og eru pen- ingarnir notaðir jafnóðum til efniskaupa. Búiö er að kaupa allt timbrið og járnið sem þarf í þessa plastdúkslaug. Þá er eftir aö fjármagna kaup á tveimur meiri- háttar atriðum, en það er plastdúkurinn og hreinsitæki laugarinnar. Margir hafa óbeðnir lofað fjárfram- lögum til framkvæmdanna. Einnig er áformað að leita til fyrrverandi nemenda skólans um fjárframlög frá þeim. Jóla- markaður, sem haldinn var í desember s.l. gaf af sér um kr. 175 þúsund í sundlaugarsjóðinn. Einnig veitti konfer- ensstjórnin heimild til þess að kr. 100 þúsund, sem var tekjuafgangur sumar- búðanna á s.l. sumri, rynni í sundlaugar- sjóðinn. Þakkir eru færðar öllum þeim sem hafa sýnt þessu máli stuöning og áhuga. Nokkrir aðilar gáfu mikla vinnu og tíma í að grafa fyrir sundlauginni og við akstur á jarðvegi frá staðnum. Er þessu verki lokið. Þegar veðurfar breytist til hins betra og vorið kemur munu verða steyptir 30 litlir stólpar, sem á verða boltaðar járnfestingar. Þegar steypu- vinnunni lýkur er verkið nánast fólgið í því að skrúfa sundlaugina saman eins og mekkanó. Ef nægir fjármunir verða fyrir hendi, getur sundlaugin verið komin í notkun fyrir sumarbúðirnar og mótin í sumar. Nú vantar aðeins herslumuninn. BRÚÐKAUP: Erla Guðmundsdóttir, Keflavík og Eyjólf- ur Finnsson, Ytri—Njarðvík voru gefin saman í hjónaband 3. janúar s.l. í Safn- aðarheimilinu, Keflavík, af Sigurði Bjarnasyni. Heimili ungu hjónanna er að Bergstaðastræti 46, Reykjavík. BARNEIGNIR: Elísabet Guðmundsdóttir og Víðir Tómasson eignuðust 13 marka son, þeirra fyrsta barn, 13. janúar á Fæðing- arheimilinu, Rvk. Jónheiður Theódórsdóttir og Ómar Torfason eignuðust sitt fyrsta barn, 15 marka dreng, á fæðingardeild Lands- spítalans 15. janúar. Gyða Margrét Arnmundsdóttir og Viðar Már Aðalsteinsson eignuðust telpu 15 merkur 13. jan. 1976 (2. dóttirin) sjúkrar- húsi Vestmannaeyja. Marta Magnúsdóttir og Erlingur Sig- urðsson eignuðust annað barn sitt 12 marka son 7. febrúar s.l. á fæðingar- deild Landspítalans. Helga Ásmundsdóttir og Geir Björgvins- son eignuðust þriðju dótturina 1. febrú- ar s.l. á Fæðingarheimili Rvk. Hún var 16 merkur og 52 cm. SUMARBÚÐIR Sumarbúðir verða starfræktar að Hlíðardalsskóla í sumar með líku sniði og undanfarin ár. Verður nánar tilkynnt um þær síðar. Margir sjálfþoðaliðar hafa lofað að starfa við sumarbúðirnar, ýmist eina viku eða fleiri. Áformað er að hafa tvo eða þrjá dvalarhópa.

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.