Innsýn - 01.04.1976, Síða 10
”allir
krakkar,
allir
krakkár”
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
Þegar ég var lítill strákur, átti ég
heima í kjallara á elliheimili nokkru ná-
lægt Skodsborg Bedesanetorium í Dan-
mörku. Á þessu elliheimili var vistmaður,
gömul kona, Esther Tojberg að nafni.
Hún bjó hér á landi um nokkurn tíma
fyrir all mörgum árum. Mamma þekkti
hana frá íslandsdvöl hennarog það kom
því stundum fyrir að mamma bað hana
fyrir mig meðan hún fór frá. Gamla
konan varhálf heyrnarsljó, það gefurþví
auga leið, að það var lítið spennandi
fyrir 6 ára strák að dúsa hjá henni í
marga klukkutíma. Gamla konan reyndi
þó eftir megni að skemmta drengnum,
og eitt af því sem við gerðum var að
spila “Lúdó".
Hún þekkti ekki reglurnar svo að það
var gullið tækifæri hjá mér, að hagræða
reglunum mér í hag, og þaö brást ekki
að ég var ailtaf meö alla fjóra í borg
þegar gamia konan var að Ijúka við
fyrsta eða annan manninn. Fyrstu þrjú
eða fjögur spilin fannst mér þetta mjög
gaman, en úr því fór gleðin að dvína, því
öll spennan var horfin. Ég breytti reglun-
um í sífellu og vann alltaf. Gömlu kon-
unni fannst þetta eflaust ekki mjög
skemmtilegt, en hennar ánægja var þó
líklega sú að ég var ekki að gera at í
hundi forstöðukonunnar (sem æstist
upp jafnauðveldlega og forstöðukonan
sjálf, mér til mikillar ánægju) eða að
gera einhverja aðra álíka miður góða
hluti á meðan.
Nú, þið munið eflaust eftir slíkum
atvikum úr ykkar eigin lífi. Þá helst
hversu leiðinlegt það var að vera með í
leik þar sem maður þekkti ekki leikregl-
urnar, og einhverjir sem eldri voru, eða
sterkari, settu reglurnar jafnóöum og
þeirra þurfti við. Slíkum leikjum nennti
enginn að taka þátt í nema þá þeir elstu
svona smá stund.
Hvað er leikur, ef ekki undirbúningur
undir framtíðina? Af leikjum ættum við
að geta lært eitthvað sem kemur að