Kjarninn - 26.09.2013, Page 5
Skýrari valkostir
í borginni
Leiðari
Þórunn Elísabet
Bogadóttir
thorunn@kjarninn.is Í
höfuðborginni er slagurinn um sigur í sveitarstjórnar-
kosningum næsta árs hafinn af fullum krafti. Það fer
ekki framhjá þeim sem sjá fréttir um undirskrifta-
söfnun fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatns-
mýri, eða lesa Morgunblaðið að ausa skömmum yfir
núverandi meirihluta.
Við upphaf kosningaveturs stendur Besti flokkurinn uppi
sem stærsti flokkurinn og hefur meira að segja hirt nokkurt
fylgi af helsta keppinautinum, Sjálfstæðisflokknum. Sam-
fylkingin fellur algjörlega í skuggann af Besta en Vinstri
græn geta mjög vel við unað á meðan Framsókn kemst ekki á
blað frekar en í síðustu kosningum.
Það varð nokkurn veginn ljóst í gær hvernig Sjálfstæðis-
flokkurinn hyggst fara inn í þennan vetur, og hvaða sjónar-
mið eiga að verða ofan á, þegar Gísli Marteinn Baldursson
borgarfulltrúi tilkynnti að hann hygðist hætta í stjórnmálum.
Gísli Marteinn hefur eytt kröftum sínum í skipulagsmál í
víðum skilningi. Hann hefur verið helsti talsmaður nýrra
sjónarmiða innan síns flokks og hefur starfað með öðrum
flokkum í ýmsum málum. Hann virtist líka einn fárra borgar-
fulltrúa sem gera sér grein fyrir muninum á sveitarstjórnar-
málum og landsmálum á Íslandi, og því að þau fara ekkert
endilega vel saman.
„Mér er ljóst að á næstu mánuðum myndi ég annað hvort
þurfa að skipta um skoðun eða valda mikill úlfúð og óeiningu
meðal félaga minna sem mér þykir vænt um,“ skrifaði Gísli
Marteinn í pósti þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Á
heimasíðu sína skrifaði hann: „Staðreyndin er að sú harða
sannfæring sem ég hef fyrir því hvað er rétt að gera í Reykja-
vík, getur verið til bölvaðra trafala.“ Þessi orð skýra sig sjálf,
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar með eina skoðun inn í kosninga-
vetur. Spurningin er hvað aðrir væntanlegir frambjóðendur
á svipaðri línu og Gísli gera í kjölfarið og hvernig þeim reiðir
af.
Margir vilja meina að flugvallarmálið verði stærsta
kosningamálið á næsta ári. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti
sjálfstæðismanna og eini frambjóðandinn í fyrsta sætið
enn sem komið er, er einn þeirra sem hafa haldið því á lofti
undanfarið. Það væri frekar þægilegt stærsta mál fyrir hann,
meirihluti Íslendinga og borgarbúa er samkvæmt könnunum
sammála honum um að völlurinn eigi að vera áfram í Vatns-
mýri.
Um fátt eru Íslendingar vanari að rífast en um veru
flugvallarins, þrátt fyrir að rifrildið hafi sorglega lítið þróast
í mjög langan tíma. Umræðan heldur alltaf áfram í formi
upphrópana og gífuryrða, sem hjálpa engum að komast að
niðurstöðu í málinu. Þeir sem vilja völlinn burt eru ekki á
móti landsbyggðinni heldur vilja almennilega uppbyggingu
í höfuðborginni og þeir sem vilja flugvöllinn áfram óttast
margir um hag sinn og sinna ef hann fer. Þetta er einfalt.
Bæði sjónarmiðin eru gild.
Skoðanakannanir benda þó ekkert endilega til þess að
borgarbúar sjái flugvallarmálið sem aðalmál kosninganna.
Þeir eru víðsýnni en svo. Það er samt angi af því sem gæti vel
orðið stærsta kosningamálið, skipulagsmál. Framtíð borgar-
innar veltur að miklu leyti á því hvernig þeim málum verður
háttað á næstu árum. Nýtt aðalskipulag hefur verið unnið á
löngum tíma og í mikilli sátt langflestra borgarfulltrúa.
Þetta hefur gerst á sama tíma og nokkur vakning hefur
orðið meðal almennings um skipulagsmál. Borgarbúar
hópa sig saman og láta vel í sér heyra ef þeim mislíkar
eitthvað í umhverfi sínu. Meðal mest áberandi mála þessa
kjörtímabils eru mál tengd skipulagi: Nasa og Landsíma-
reiturinn, Hljómalindarreiturinn, sumarlokanir Laugavegs
og Hofsvalla gata svo dæmi séu tekin.
Þessu tengist að ástandið á húsnæðismarkaðnum er
slæmt, eins og Kjarninn hefur sagt ítarlega frá undanfarnar
vikur. Fyrirsjáanlegt er að þúsundir Íslendinga muni lenda
í miklum vandræðum á næstu misserum vegna þess að
eftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum er mikil en
framboðið takmarkað. Leiguverð er auk þess himinhátt og
nauðsynlegt að geta reitt fram margar milljónir til að kaupa
fasteign. Vandamálið á einna helst við miðsvæðis í borginni,
enda er það þar sem þetta fólk vill búa.
Við þessu er reynt að bregðast og borgaryfirvöld hafa
sýnt viðleitni í nýju aðalskipulagi með þéttingu byggðar.
Kostnaður inn við að byggja er hins vegar mikill og eigendur
lóða reyna því að fá sem mest fyrir peninginn – byggja mikið
og selja dýrt, sem verður til þess að íbúar hverfa mótmæla
flestum nýbyggingum sem fyrirhugaðar eru í nágrenni
þeirra.
Alla þessa uppbyggingu, sem Reykvíkingar amast við
í sínum hverfum, væri hægt að rúma í Vatnsmýri. Hún er
stærsta byggingarlandið sem völ er á á því svæði þar sem
borgarbúar vilja búa. Það er staðreynd. Þannig að ef Reyk-
víkingar kjósa að hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er
verða þeir líka að sætta sig við að það verður enn dýrara að
búa á þessum svæðum og þéttingin verður líklega enn meiri
í vinsælustu hverfunum á næstunni – nema snúið verði aftur
til þess að byggja bara í úthverfunum.
Einmitt nú lítur út fyrir að helsta baráttan í borginni verði
á milli Besta flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu
munu flokkarnir berjast um það hvor þeirra fær að mynda
meirihluta næsta sumar, og munurinn á flokkunum er mun
skýrari í dag en í gær.
Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sími 551-0708
kjarninn@kjarninn.is
www.kjarninn.is
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson
Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann
Eysteinsson og Hjalti Harðarson
Kjarninn miðlar ehf.
gefa Kjarnann út.