Kjarninn - 26.09.2013, Qupperneq 15
03/05 kjarninn skotland
Það fór ekki á milli mála á Calton-hæð að sjálfstæðis-
sinnar reyna hvað þeir geta að skapa stemningu fyrir
málstaðnum og virðist takast það þokkalega, þrátt fyrir að
stemningin smiti ekki út frá sér ennþá. En eins og fram kom
á fundinum er yfirleitt skemmtilegra að berjast fyrir já-i
en nei-i. „Þetta verður sigur fólksins,“ sagði Alex Salmond,
fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar. Kjósi Skotar með sjálf-
stæði sýni það sjálfsöryggi og sjálfstraust þjóðarinnar, að
ákvarðanir um það sem gerist í Skotlandi verði ávallt teknar
af þeim sem þar búi og starfi. „Já er fyrir nálæga ríkisstjórn,
ekki fjarlæga – góða ríkisstjórn með sjálfstæði, ekki slæma
ríkisstjórn frá Westminster,“ sagði ráðherrann jafnframt.
Vinsæl ríkisstjórn vill sjálfstæði
Ríkisstjórn Salmonds nýtur þó nokkurra vinsælda í
Skotlandi, enda er flokkur hans, Skoski þjóðarflokkurinn, sá
stærsti þar í landi. Flokkurinn hefur verið við stjórn völinn
frá árinu 2007 og fékk meirihluta í síðustu kosningum, árið
2011. Eitt stærsta kosningaloforðið var að halda þjóðar-
atkvæðagreiðslu um sjálfstæðið. Hinir flokkarnir þrír sem
komust á þing, sömu flokkar og í breska þinginu, höfðu
ekkert slíkt á stefnuskránni og hafa raunar sameinað krafta
sína í baráttunni fyrir óbreyttu ástandi undir merkjum Better
Together, eða betri saman.
Að mörgu leyti er verkefni sambandssinna auðveldara.
Þeim hefur hingað til nægt að benda á hin ýmsu vandamál
sem gætu mögulega komið upp í sjálfstæðu Skotlandi. Og
óvissuefnin eru mörg. Stóru spurningarnar snúa að hinum
ýmsu efnahagsmálum og öryggismálum.
Báðar fylkingar nota efnahagsmál málstað sínum til
stuðnings. Sjálfstæðissinnar segja að Skotar borgi of mikið
til breska ríkisins miðað við það sem þeir fái til baka, og að
efnahagnum verði betur borgið með sjálfstæðu ríki. Olíu- og
gasvinnsla undan ströndum Skotlands er stórmál í þessu
samhengi og Skotar myndu krefjast þess að fá yfirráð yfir
lindunum þar, að minnsta kosti að hluta til. Um þetta hefur
þó ekki verið samið og sambandssinnar hafa gagnrýnt
smelltu til að lesa frétt
stV news um könnun
á afstöðu skota til
aðskilnaðar