Kjarninn - 26.09.2013, Side 19

Kjarninn - 26.09.2013, Side 19
02/06 kjarninn trúmál Í byrjun ágúst síðastliðins ætlaði allt að fara á annan endann í íslensku samfélagi þegar í ljós kom að heims- þekktur bandarískur predikari, Franklin Graham, ætlaði að koma til Íslands síðustu helgina í september til að predika í Laugardalshöll á Hátíð vonar. Hneykslunin var vegna þess að Graham, og samtökin sem hann leiðir, eru yfirlýstir andstæðingar hjónabands samkyn- hneigðra. Hún var líka vegna þess að Þjóðkirkjan, sem fær um fimm milljarða króna á ári úr ríkissjóði til að reka víðfeðma starfsemi sína, auglýsti hátíðina á vef sínum og ofbauð með því nánast öllum samtökum fyrir auknum mannréttindum, meðal annars samkynhneigðra, sem starfa á Íslandi. Þjóðkirkjan baðst á endanum afsökunar á auglýsingunni og fjarlægði hana af vef sínum. Hún vildi þó ekki endurskoða aðkomu sína að hátíðinni. Rúmlega 50 kirkjur, söfnuðir, sóknir og trúarsamtök á Íslandi taka þátt í henni. Á meðal þeirra sem eru í forsvari fyrir samtökin sem standa að hátíð- inni eru tveir Þjóðkirkjuprestar. Ekki voru allir kristnir Íslendingar á eitt sáttir við að- komu Þjóðkirkjunar að viðburðinum. Sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju sendu til dæmis frá sér ályktun þar sem fram kom að þau álitu þátttöku þjóð- kirkjunnar skref í ranga átt. Í vikunni var síðan ákveðið að haldin yrði Regnbogamessa í Laugarneskirkju næstkomandi sunnudagskvöld. Auðbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar, segir að þar verði fjölbreytileikanum fagnað og regnbogafánanum flaggað. Í kirkjunni sé rými fyrir alla. Hún leggur þó áherslu á að undirtóninn sé grafalvarlegur og ætlar sjálf að tala á messunni um mjög persónulegt málefni. „Það getur verið lífshættulegt að dæma aðra,“ segir hún. Þessi afstaða einnar kirkju hefur þó ekki bifað Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Hún ætlar að halda erindi á hátíðinni. Lögreglan spurð um öryggismál Franklin Graham er forseti og framkvæmdastjóri The Billy Graham Evangelistic Association (BGEA), samtaka sem Trúmál Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.