Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 36

Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 36
05/06 kjarninn Danmörk Í nóvember 2012 fór bankinn af stað með mikla auglýs- inga- og ímyndarherferð undir heitinu „New Normal – New Standard“. Skemmst er frá því að segja að þessi herferð hafði þveröfug áhrif og auglýsing bankans var talin sú versta í landinu það árið. Ekki tók betra við þegar bankinn ákvað í ársbyrjun 2013 að almennir borgarar, hinn svokallaði litli maður, skyldu framvegis þurfa að borga fyrir að vera með venjulegan launareikning, oft kallaðan tékkareikning, í bankanum. Gjaldið miðaðist við 480 krónur (um 10.500 íslenskar) á ári. Þetta þótti ekki góð latína, að þurfa að borga fyrir að vera með bankareikning. Almenningi (litla mann- inum) fannst hann settur til hliðar og ekki lengur skipta máli, nú væri greinilegt að Danske Bank væri með hugann við stórlaxana. Enda viðurkenndu stjórnendur bankans að stefnan væri sú að sinna fyrst og fremst fyrirtækjum og þeim sem mikið hefðu umleikis í viðskiptum. Ekki bætti úr skák að bankinn lokaði fjölmörgum útibúum og nú eru í landinu öllu aðeins 55 útibú, þar sem hægt er að taka út reiðufé og borga reikninga. Önnur útibú eru eingöngu svokölluð ráðgjafar- og þjónustuútibú. Þetta varð til þess að á síðasta ári yfirgáfu um það bil 100 þúsund viðskiptavinir bankann og hafa lang flestir þeirra hafa flutt viðskipti sín yfir í Nordea-bankann. Þótt margir viðurkenni að Danske Bank hafi gert það sem aðrir bankar þorðu ekki, varðandi fækkun og breytingu á starf- semi útibúa, hefur bankinn eigi að síður fengið á sig ímynd þess sem lætur sig almenning litlu varða. Nýleg könnun staðfesti þetta álit; þar sögðu flestir að Danske Bank væri ekki lengur stofnun fólksins heldur fyrirtækjanna, stóru fyrirtækjanna vel að merkja. Að lokum varð það niðurstaða bankastjórnarinnar að Ei- vind Kolding væri ekki rétti maðurinn til að stýra skútunni. Enginn efast um hæfni hans og hæfileika, sagði formaður bankastjórnarinnar í blaðaviðtali, hann hefði hins vegar ekki verið á réttri hillu. Eitt dönsku blaðanna sagði frá því að sumir starfsmanna bankans hefðu sín á milli kallað Eivind Kolding útgerðarmanninn, en blaðið taldi það til marks um takmarkað álit starfsmanna á stjórnandanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.