Kjarninn - 26.09.2013, Qupperneq 57

Kjarninn - 26.09.2013, Qupperneq 57
lífeyrissjóðir ákveði fulltrúa í stjórn stofnana eða atvinnu- fyrirtækis má færa rök fyrir því (í ljósi 20. gr.) að slík stjórnarseta eigi fyrst og fremst að vera í formi áheyrnar. Ég hef ekkert á móti lífeyrissjóðum en þeir voru stofnaðir í ákveðnum tilgangi, þeir lúta ákveðnum lögum og við getum ekki ætlast til að þeir taki að sér leiðtogahlutverk í fyrirtækjarekstri. Rétt eins og við getum ekki ætlast til þess að stjórnmálamenn hafi raunsæjar hugmyndir um hvernig eigi að reka hlutlausan fjölmiðil. Eitt af stóru vandamálum íslensk markaðar er allt fjár- magnið sem liggur í lífeyrissjóðum. Það skapar allt of mikla spennu á markaðinum sem getur bara endað á tvennan hátt. Annaðhvort mynda lífeyrissjóðirnir bólu með of miklu framboði af fjármagni eða þeir fara að fjárfesta í lélegum tækifærum. Markaðurinn er ekki nógu stór fyrir þá. Þeir verða að fá frekari tækifæri til að fjárfesta erlendis, og þá helst í samstarfi við sjóði sem þekkja vel til. Þetta mun því miður leiða til ójafnvægis í gjaldeyrisviðskiptum, sem mun hafa áhrif á gengið, en þetta er nauðsynlegt. Einnig þarf að lækka ávöxtunarkröfu á lífeyrissjóðina. Núverandi lög um ávöxtunar kröfu og framtíðarskuldbindingar eru auðvitað tóm tjara – það sjá allir sem setja tölurnar saman. Lífeyris- sjóðum eru sett gríðarleg hliðarskilyrði varðandi hvers konar eignir þeir mega eiga, og í hvaða gjaldmiðlum – en þeir eiga samt að ná ávöxtun sem tryggir allar framtíðar- skuldbindingar. „Brot gegn lögum þessum varða sektum eða fangelsi allt að einu ári, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum hegningarlögum.“ Þetta er auð- vitað sturluð pressa á stjórnir lífeyrissjóðanna. Þær þurfa að standa sig álíka vel og Warren Buffett (sem hefur algert frjálsræði varðandi fjárfestingarstefnu) eða eiga á hættu að lenda í fangelsi. Auðvitað á það að vera hlutverk stjórnar að ná sem mestri ávöxtun, en lögbundin ávöxtunarkrafa leiðir bara til markaðsmisnotkunar. Það verður að létta þrýstinginn. Annars springur hraðsuðuketillinn. 6 Lánveitingar banka. Þessi hugmynd er tvíþætt, og snýr að því að leysa hrakvalsvandamál í kerfinu. Dæmi um hrakval er þegar lántakandi hefur hámarkað öll þau lán sem hann getur fengið hjá einni stofnun, þá snýr hann sér að þeirri næstu og heldur áfram að sanka að sér lánum. Q Hið fyrsta þarf að taka upp „credit score“-kerfi svipað og í mörgum af nágrannalöndum okkar og má þar líta til Bandaríkjanna, sem nýta þetta kerfi til hins ýtrasta. Í slíku kerfi eru allar lánveitingar tilkynntar í miðlægan grunn (til dæmis reiknistofu bankanna). Síðan er til- kynnt hversu vel viðkomandi stendur í skilum. Þó að flest þessara kerfa horfi fyrst og fremst til einstaklinga tel ég nauðsynlegt að allar lánveitingar til fyrirtækja yrðu hluti af þessu kerfi. Kerfið myndi horfa til þess hversu skuldsettur viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki er. Eru til dæmis fjármagnsliðir 20% af heildarútgjöldum heimilisins (eða fyrirtækisins)? Þetta myndar kredittölu fyrir alla lánþega, sem segir til um það hversu stór lán og hversu góða vexti viðkomandi getur fengið (án þess að leggja til veð). Til dæmis ætti að vera einfalt fyrir skuldlausan einstakling, sem er með 500 þúsund krónur í mánaðar laun og hefur alltaf staðið í skilum, að taka 1 milljón króna í lán (án veða). Afborgunin af þessu láni setur ekki stórt strik í reikninginn fjárhagslega, auk þess sem viðkomandi hefur alltaf staðið í skilum. En nú þegar þetta lán hefur verið veitt gæti verið erfiðara að fá næsta lán því skuldsetning hefur aukist og „kreditskorið“ er því væntanlega örlítið lægra en áður en lánið var veitt. Öll fjármálafyrirtæki (fyrirtæki sem hafa heimild til að veita lán) hafa aðgang að þessum miðlæga grunni í hvert skipti sem er sótt um nýtt lán. Q Síðari hluti hugmyndarinnar snýr að veðum. Þegar einstaklingar eða fyrirtæki sækja um lán sem er svo stórt að „kreditskor“ þeirra gefur til kynna að einhvers konar veð sé nauðsynlegt verða að vera miklar takmarkanir á því hvaða veð eru tekin gild. Augljóslega má ekki nýta bréf eigin fjármálafyrirtækis sem veð (samanber nú- verandi lög) en til viðbótar mætti heldur ekki leggja fram „tengd hlutabréf“ sem veð (þ.e. hlutabréf sem hafa skylda áhættu, til dæmis hlutabréf í eignarhaldsfélagi, sem aftur á bréf í fjármálafyrirtækinu). Ef veðið er einhvers konar hlutabréf má aldrei meta verðmæti hlutabréfsins hærra en 80% af markaðsvirði, og það er einungis leyfilegt ef svokallað „beta“ viðkomandi hlutabréfs er lægra en 1 (þ.e. verðið sveiflast yfirleitt minna en markaðurinn í heild). Eftir því sem „beta“ er hærra verður að leggja meiri afslátt á hlutabréfið og mjög auðvelt er að verðleggja það samkvæmt Black-Scholes. Þetta eru auðvitað alþekkt fræði, og sumpart nýtt af íslenskum fjármála fyrirtækjum þegar það hentar þeim. En það var litið algerlega fram- hjá þessari aðferðafræði við verðmætamat á veðum, sérstaklega þegar lánveitingar voru veittar til eigenda. Því tel ég að það verði að setja fram lög eða reglugerð um hvernig skuli meta veð gegn lánum. Sama á við um aðrar eignir sem fyrir tæki leggja fram sem veð. Fyrirtæki 03/05 kjarninn ÁlIT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.