Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 59

Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 59
9 Stjórnmálaflokkar. Það er ekki hægt að lagfæra fyrirtækjaumhverfið nema taka samtímis á stjórnmálunum. Stjórnmálaflokkar ættu ekki að mega taka við gjöfum eða fjárframlögum frá fyrirtækjum. Punktur. Það er engin ástæða fyrir fyrirtæki sem hefur þá kjarnastarfsemi að framleiða og selja vörur að hafa skoðun á stjórnmálum. Eðlilega vilja útgerðar- fyrirtæki stjórnmálamenn sem eru hlynntir óbreyttu fyrir- komulagi en þau eiga ekki að geta beitt fjárhagslegum þunga sínum til að ná fram skoðunum. Eigendum fyrir tækisins er frjálst að leggja til peninga í eigin nafni. Til viðbótar eiga öll fjárframlög í stjórnmálaflokka að vera opinber, hversu lítil sem þau eru. Þetta skal vera aðgengilegt á netinu og birt í rauntíma. Kjósendur eiga að geta séð einni viku fyrir kosningar hverjir hafa lagt mest fé af hendi á þeim tíma- punkti – og það á að vera auðvelt fyrir þá að tengja þær upp- lýsingar saman við eignakortið sem rætt er um í #1. Ef allar þessar tillögur yrðu að veruleika þyrfti fyrst að rannsaka hvaða fjármagnsþrýstingur myndast á kerfið. Það er mjög líklegt að þar sem fyrirtækjum væri bannað að fjárfesta í óskyldum rekstri myndi verða til gríðarlegur þrýstingur að greiða út stórar upphæðir í arð. Þar þyrfti að skoða einhvers konar skammtímalausn sem myndi lágmarka skattgreiðslur á eigendur við slíka aðgerð, og hjálpa til að innleiða þessi lög. Vissulega má færa rök fyrir því að sumar hugmyndirnar hér að ofan séu brot á persónuvernd og verið sé að setja íslenskum markaði allt of miklar hömlur. En staðreyndin er sú að markaðurinn á Íslandi er allt of lítill til að geta verið alger lega frjáls. Að auki þolir landið ekki sömu fyrirtækja- leynd og aðrir stærri markaðir. Varðandi birtingu persónu- upplýsinga er ekkert sem þvingar einstaklinga til þess að fjárfesta á markaðnum. Þeir geta auðveldlega sett peninginn í banka, og treyst á bankaleynd – og á einhverjum tímapunkti mun opnast fyrir erlendar fjárfestingar, sem mun auðvelda Íslendingum að ávaxta fé sitt á öðrum stöðum. En ef Íslendingar ætla sér að spila á heimavelli eru auknar kröfur um viðskipti fyrir opnum tjöldum og einfaldari eigna- tengsl. Þó að þessar reglur myndi aukinn kostnað á fjárfesta miðað við fjárfestingar erlendis sækjum við alltaf heim á endanum. Jafnvel þótt við höfum búið erlendis í níu ár. Lærum af reynslunni. Kjarninn tekur á móti aðsendum greinum. Ekki er tekið við greinum lengri en 700 orð. Mynd af höfundi verður að fylgja. Sendið greinar á ritstjorn@kjarninn.is 05/05 kjarninn ÁlIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.