Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 71

Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 71
01/01 kjarninn stjórnmál U m nokkurra ára skeið bjó ég í Danmörku og þar var viðhorfið gagnvart bótasvikum nokkuð öðruvísi en ég átti að venjast. Umburðarlyndi gagnvart því að fólk seildist með óréttmætum hætti í sameiginlega sjóði var lítið og ég varð ekki vör við að fjölmiðlar og stjórnmálamenn væru eitthvað að tipla á tánum í kringum þennan málaflokk. Flestum virtist finnast fullkomlega eðlilegt að tilkynna bótasvik, enda verið að stela skattfé sem nýttist þá ekki í annað. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik. Vinahjón mín í Danmörku skildu. Eitt sinn þegar maðurinn var að ná í börnin til sinnar fyrrverandi veiktist hann hastarlega og varð úr að hann gisti yfir nótt í stað þess að sofa einn heima hjá sér. Vinkona mín sagði mér síðar að hún hefði verið mjög stressuð yfir því að nágrannarnir myndu sjá manninn næsta morgun. Ég, hinn dæmigerði Íslendingur, spurði hvaða máli það skipti og svaraði vinkona mín að þar sem þau væru skilin myndi nágrannakonan auðvitað láta vita. Ég hváði eitthvað, hvort fólk væri virkilega að standa í slíku, og hún leit á mig ströng á svip og sagði: „Auðvitað, og ég myndi gera slíkt hið sama.“ Eftir að ég flutti aftur heim hef ég ekki fylgst jafn vel með dönsku þjóðlífi en mér sýnist að Danir hafi heldur gefið í. Sveitarfélögin, sem greiða út bætur, eru beinlínis farin að kalla eftir því að fólk tilkynni um bótasvik og tilkynninga- ferlið er gert mjög aðgengilegt á heimasíðum þeirra. Þar má sjá upplýsingar um það hvernig hægt sé að tilkynna um bóta- svik og því til dæmis svarað hvort fólki sé beinlínis skylt að upplýsa um grun sinn. Þá er einnig bent á að ef upp komist að einhver hafi vísvitandi tilkynnt um bótasvik sem enginn fótur sé fyrir geti það leitt til kæru. Við Íslendingar viljum vera með öflugt bótakerfi eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar en við höfum verið eitthvað feimin við að taka á bótasvikum, sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur kerfisins. Það hefur heyrt til undantekninga að stjórnmálamenn tali opinberlega um bótasvik og fjölmiðlar hafa líka farið mjög varlega í sakirnar þegar þessi mála- flokkur er annars vegar. Þá hefur beinlínis verið erfitt fyrir fólk að koma upplýsingum um bótasvik á framfæri. Þannig á ég vinkonu sem reyndi að tilkynna um bótasvik þegar henni ofbauð tilfelli sem hún vissi af en varð ekkert ágengt. Vísaði hver á annan og greinilegt að enginn vildi taka við þessu „óþægilega“ símtali. Þetta var reyndar fyrir hrun en mér sýnist reyndar að á síðustu árum hafi umræðan um bótasvik aðeins verið að færast upp á yfirborðið. Í byrjun árs kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar „Eftirlit Tryggingastofnunar með bótagreiðslum“ og er hún um margt áhugaverð. Í henni kemur meðal annars fram að sérstök eftirlitseining Tryggingastofnunar, sem var ekki stofnuð fyrr en árið 2005, hafi frá árinu 2011 stöðvað óréttmætar greiðslur fyrir um 100 milljónir á ári. Í skýrslu sem danska ráðgjafar- fyrirtækið KMD Analyse gaf út árið 2011 kom fram að rekja mætti um 3–5% af heildarbótagreiðslum danska ríkisins til bótasvika. Ef gert er ráð fyrir að hlutfallið sé sambærilegt hér á landi nema bótasvik um 2–3,4 milljörðum á ári en ekki 100 milljónum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur einnig fram að í engum tilfellum hafi Tryggingastofnun beitt þeirri heimild að reikna dráttarvexti á bætur sem sviknar hafi verið út. Þá nýtir stofnunin sér ekki til fulls þær eftirlitsheimildir sem hún hefur samkvæmt lögum, svo sem til upplýsinga- öflunar um greiðsluþega og samkeyrslu upplýsinga. Þá hefur stofnunin mjög takmarkaðar lagaheimildir til að ljúka bótasvikamálum með stjórnsýsluviðurlögum og þau eru sjaldan kærð til lögreglu. „Ekkert mál hefur komið til kasta dómstóla hér á landi þar sem greiðsluþegi hefur verið ákærður og dæmdur fyrir bótasvik. Varnaðaráhrif núverandi fyrirkomulags eru því lítil,“ segir enn fremur í skýrslunni. Fjölmörg skattsvikamál hafa hins vegar ratað inn í réttarsali landsins. Einhverra hluta vegna teljum við skattsvik mun alvarlegri en bótasvik en í báðum tilfellum er þó verið að stela úr ríkissjóði. Í skýrslunni er einnig bent á leiðbeiningaskyldu Tryggingastofnunar, sem er mjög mikilvægt atriði. Bent er á að stofnunin verði að geta rækt þá skyldu sína með mark- vissari hætti en nú er gert. Umsækjendur eiga ekki að þurfa að velkjast í vafa um réttindi sín. Liður í því að þjóna fólki betur og koma í veg fyrir mistök er að einfalda kerfið til muna. Að því hefur verið stefnt í velferðarráðuneytinu og vonandi heldur sú vinna áfram. Þá er gríðarlega mikilvægt að bótaþegar fái réttar bætur á réttum tíma og fái ekki bak- reikning löngu seinna. Í skýrslu KMD Analyse, sem vísað er í hér að ofan, kom margt áhugavert í ljós. Til dæmis er meirihluti Dana hlynntur strangari eftirliti ef það getur orðið til að draga úr bótasvikum og kjósa þeir þá helst rafrænt eftirlit (aukin samkeyrsla á opinberum skrám) á meðan fæstum hugnast meira eftirlit í formi eftirlitsheimsókna. Sveitarfélögin töldu hins vegar þörf á margvíslegum aðgerðum til að auka eftir- litið enn frekar, svo sem fleiri starfsmenn, meiri heimildir til að samkeyra gögn og einfaldara regluverk (að bótakerfið sé einfaldað) en einnig heimild til að mæta óvænt í eftirlits- heimsókn hjá grunuðum og betri möguleika á að vakta heimili þeirra. Er þá meðal annars horft til þess hvort fólk skrái lögheimili annars staðar en þar sem það raunverulega býr. Hér draga reyndar margir Danir mörkin því þriðjungi aðspurðra fannst óviðunandi að „njósnað“ væri um fólk heima hjá því. Bótasvik tíðkast því miður þótt þeir sem þau stunda séu í algerum minnihluta. Bótasvik grafa undan velferðarkerfinu. Það er því ekkert óeðlilegt við að umræða fari fram um þetta samfélagsvandamál og við megum ekki vera feimin við hana. Ég held að við séum sem betur fer öll sammála um að standa dyggan vörð um þá sem treysta á almannatryggingar. Kerfið þarf að vera skiljanlegt og skilvirkt og fólk verður að geta lifað af þeim bótum sem það fær. Að sama skapi er eðlilegt að við gerum þá kröfu að unnið sé gegn bótasvikum með öllum tiltækum ráðum. Hugleiðingar um bótasvik Álit Brynhildur Pétursdóttir þingkona Bjartrar framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.