Kjarninn - 26.09.2013, Side 75
04/06 kjarninn Tækni
og aðstæðubundinn auk þess sem víða gætti aukinnar
laga legrar óvissu sem nauðsynlegt væri að fá úr skorið. Með-
al þeirra sviða sem notendaskilmálar falla undir má nefna
samninga rétt, lög um persónuvernd, höfundarrétt, skilgrein-
ingu á lögsögu, afsölun réttinda, neytendarétt og í einhverj-
um tilvikum refsirétt. Margar þeirra fullyrðinga sem fyrir-
tæki varpa fram í notendaskilmálum, svo sem um að notandi
afsali sér rétti til málshöfðunar eða hámarksupphæð skaða-
bóta, fær einfaldlega ekki staðist samkvæmt neytendalögum.
Í nýju loka verkefni Margrétar Herdísar Hallvarðsdóttur frá
Lagadeild HÍ um Staðlaða neytendasamninga – Óréttmæta
skilmála og réttarvernd neytenda kemst höfundur að þeirri
niðurstöðu að enn sem komið er hafi ekki reynt á neytenda-
ákvæði samningalaga í dómaframkvæmd á Íslandi en til þess
að samningar teljist óréttmætir þurfi þeir að uppfylla tvö
skilyrði; „að vera andstæðir góðri viðskiptavenju og raska
til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila,
neytanda í óhag.“
Hver setur reglurnar?
Eitt svæsnasta dæmið um ósanngjarna og einhliða notkunar-
skilmála er 21.000 orða „samningur“ Central Pacific Railroad
Museum sem útnefndur var sem verstu notendaskilmálar
internetsins á heimasíðu Yale Law Review. Fyrir utan hversu
ítarlegir, yfirgripsmiklir og fjarstæðukenndir skilmálarnir
eru er hver einasta aðgerð notandans túlkuð sem samþykki
á skilmálunum, meðal annars að smella á tengla (sem er þó
nauðsynlegt til að lesa umrædda skilmála), að senda safninu
tölvupóst eða reyna að hafa samband við það á annan hátt,
þar með talið í síma. Í umræddu tilviki er um ákveðna háðs-
ádeilu að ræða en safnið sagðist engu að síður vera neytt
til umfangsmikilla takmarkana á réttindum notenda til að
tryggja rekstrargrundvöll sinn.
Skilmálar úr tengslum við rafrænan veruleika
Fyrir nokkrum árum setti mbl.is upp ýtarlega notkunar-
skilmála sem að mati blaðamanns voru bæði úr tengslum við
Smelltu til að lesa
umfjöllun Yale Law
Review um verstu
þjónustuskilmálana