Kjarninn - 26.09.2013, Blaðsíða 76
05/06 kjarninn Tækni
rafrænan veruleika og almennar nethefðir, en þar var kveðið
á um að birting með rss væri óleyfileg án sam þykkis mbl.is.
Markmiðið var augljóslega að koma í veg fyrir að fréttir mbl.
is væru endurbirtar á öðrum vefsvæðum, að hluta eða í heild,
án þess að nettraffíkin rataði inn á vef Morgunblaðsins og
skapaði þar með heimsóknir og auglýsinga tekjur. Um ræddir
skilmálar hafa nú verið fjarlægðir en voru á sínum tíma
kveikjan að því að undirrituð ákvað að setja notendaskilmála
á Facebook-síðu sína og láta reyna á trúgirni og lögsögu
viðhlæjenda og vina. Útgangspunktur greinarhöfundar var
að ef fyrirtæki sem lögaðilar gætu sett upp notendaskilmála
til að verja hagsmuni sína ætti hún sem lögaðili einnig að
geta gert hið sama. Í skilmálunum áskil ég mér rétt til frið-
helgi einkalífs innan „vinahópsins“ og að endurbirting á því
sem ég segi á veggnum mínum sé óleyfileg nema með mínu
samþykki. Enn sem komið er hefur enginn sett spurningar-
merki við það hvort mér sé yfirhöfuð leyfilegt að setja
notenda skilmála á minn eigin Facebook-prófíl en af og til
hefur fólk samband sem biður um leyfi til að vitna í mig og
virðist þar af leiðandi taka mark á umræddu bessaleyfi.
Þú ert verslunarvara
Notendur internetsins og hugbúnaðar þurfa að vera vel
vakandi fyrir því að á sama tíma og notendaskilmálar ganga
sífellt lengra í að baktryggja fyrirtæki og firra þau ábyrgð fer
fram stóraukin upplýsingasöfnun um notendurna og fyrir-
tæki leita sífellt frumlegri leiða til að gera notendur að tekju-
lind. Mörg öpp, sérstaklega fyrir Android-stýrikerfið, hafa
og áskilja sér aðgang að persónulegri helgi okkar, svo sem
skilaboðum, addressubókum, GPS-staðsetningu, myndavélum
og hljóðnemum í snjallsímum án þess að tiltaka til hvers eða
með hvaða hætti umrædd leyfi eru notuð.
Enginn vafi leikur á að um viðamikið inngrip í einkalífið
er að ræða og stórundarlegt er hversu litla athygli mála-
flokkurinn hefur fengið á lýðræðislegum vettvangi.
Í nýlegri rannsókn á hátt í 200 öppum kom í ljós að 43
prósent tóku sér of ríkan aðgang að gögnum notandans,
Smelltu til að skoða glærur
um tíu helstu hætturnar
við snjallsímaöpp