Kjarninn - 26.09.2013, Page 77

Kjarninn - 26.09.2013, Page 77
06/06 kjarninn Tækni 39 prósent forvitnuðust um of um staðsetningu notand- ans, 33 prósent kröfðust óeðlilega mikilla persónuupplýsinga og mörg höluðu þessar upplýsingar niður án dulkóðunar. Samtímis firra framleiðendur sig ábyrgð af þeim skaða sem neytandinn gæti orðið fyrir vegna ágalla, til dæmis ef vef- þjónar fyrirtækisins eru hakkaðir, appið býr til „bakdyr“ inn á tölvu notandans eða ef þjónustan stendur ekki undir þeim væntingum sem notandinn ber til hennar. Það er því óhætt að fullyrða að jafnræði gildi ekki milli samningsaðila þegar kemur að notkunarskilmálum, og að í mörgum tilvikum er beinlínis um „blöff“ að ræða, þar sem fyrirtæki reyna að fá fólk til að afsala sér lögbundnum rétti sem samkvæmt lands- lögum er ekki afsalanlegur. 21. aldar veruleiki Rannsóknir á nethegðun hafa sýnt að öryggi og vernd persónuréttar er það mál sem ungt fólk setur helst fyrir sig við notkun á rafrænum þjónustum – það vill að mannréttindi sín séu tryggð og kærir sig ekki um að einkalíf sitt sé versl- unarvara. Krafan um skýran neytenda- og borgararétt á internetinu verður stöðugt háværari og nauðsynlegt er að löggjafi og dómstólar átti sig á breyttum veruleika; að hér er ekki um jaðarmálefni að ræða, heldur raunverulegan mála- flokk sem snertir daglegar stafrænar athafnir okkar allra. Meðal netnotenda ríkir mikil tortryggni gagnvart afskiptum ríkisvaldsins, einkum vegna skilningsleysis hins opinbera á notkun tækninnar, vaxandi vanvirðingu fyrir friðhelgi einkalífsins og þjónkun við hagsmuni stórfyrirtækja á kostnað neytenda. Leitin að skynsamlegum úrbótum fer að stærstu leyti fram í grasrótinni á internetinu; á síðum eins og biggestlie.com og commonterms.net þar sem markmiðið er að einfalda og samræma notendaskilmála svo að notendur lesi og skilji þau skilyrði sem gilda hverju sinni, og að jafn- vægi ríki milli notenda og veitenda rafrænnar þjónustu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.